Snæfellsnes

Þjófar á ferð

Eins og við höfum greint frá þá hafa innbrotsþjófar nú látið til sín taka á landsbyggðinni og þá er Snæfellsnes ekki undanskilið.  Lögreglan beinir því til íbúa að læsa nú húsum og bílum og ef íbúar verða varir við eitthvað grunsamlegt þá er mjög mikilvægt að leggja á minnið bílnúmer, …

Meira..»

Loksins kaldur pottur

Nú er bið margra pottverja í Sundlaug Stykkishólms loks á enda því s.l. þriðjudag var tekinn í notkun nýr pottur þar sem hitastigið er 4-6°C að meðaltali. Verið er að smíða handrið við tröppurnar upp í pottinn og eru gestir beðnir um að sýna aðgát við þrepin. Sírennsli er í …

Meira..»

Rekstur Olísverslunar í Stykkishólmi seldur

Stefnt hefur verið að samruna Olís og Haga síðan í apríl s.l. Nú hefur samkeppniseftirlitið úrskurðar og náð sáttum við bæði félögin um að af sameiningu geti orðið með skilyrðum. Eitt skilyrða er að samrunaaðilar skuldbinda sig til að selja rekstur Olís verslunarinnar í Stykkishólmi. Nánar er fjallað um skilyrðin …

Meira..»

Víkingasveit tónlistarskólans

Fyrir nokkrum árum vantaði okkur verkefni fyrir lengra komna nemendur skólans. Varð þá úr að stofna samspilshóp og fékk hann nafnið „Víkingasveit“ til heiðurs fyrsta stjórnanda lúðrasveitarinnar og skólastjóra tónlistarskólans. Á myndinni má sjá Víking Jóhannsson stjórna drengjasveit Lúðrasveitar Stykkishólms á Hellissandi árið 1965. Víkingasveitin okkar hefur starfað í ýmsum …

Meira..»

Taflan að verða klár

Nýlega var stundatafla Íþróttahússins gefin út og meðal nýjunga á henni í ár eru fimleikar og æfingar í frjálsum íþróttum fyrir yngstu bekki grunnskólans. Að baki skipulaginu á fimleikatímum standa m.a. G Björgvin Sigurbjörnsson en eftir er að skipa stjórn fimleikadeildarinnar. Boðið er upp á fimleika á mánudögum fyrir 1.-4. …

Meira..»

Snsnapp!

Eins og við höfum áður sagt frá þá settum við í gang Snæfellinga – Snapp. Þá er notast við samfélagsmiðilinn Snapchat og gestasnapparar, sem svo eru kallaðir, fengnir til að snappa 2-3 daga á aðgangi Snæfellinga.is Þetta uppátæki hefur fengið góðar viðtökur og gengið á milli sveitarfélaganna á Nesinu þar …

Meira..»

Blessað haustveðrið

Ágústmánuður var sannarlega sumarbætir eftir blauta og kalda júní og júlímánuði. Ekki var hann sérlega hlýr miðað við meðaltal en þurrari var hann amk. Meðalhitinn var 9,7 stig og úrkoma undir meðallagi hér á vestanverðu landinu, en hún mælidst 25,1 mm í Stykkishólmi í ágúst. Sumarið var kalt og blautt …

Meira..»

Innbrot í heimahús, maður handtekinn.

A.m.k. tvö innbrot voru framin í heimahús í dag annarsvegar á Hellissandi og hinsvegar í Grundarfirði. Í báðum tilfellum var komið að hinum óboðna gesti svo ekki tókst honum vel upp í þessi skipti. Bæði hús voru ólæst og því greið leið inn. Viðvaranir um innbrotið og hvatning til fólks …

Meira..»