Þriðjudagur , 25. september 2018

Snæfellsnes

Sker er nýr veitingastaður

Sker resturant opnaði um síðustu helgi í glæsilegu húsnæði við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. Undanfarna mánuði hefur húsnæðið verið tekið í gegn og breytt í veitingastað en áður var Smiðjan dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu og þar áður hýsti húsnæðið Sparisjóð Ólafsvíkur. Tókust breytingar á húsnæðinu mjög …

Meira..»

Sumar?

Nýliðinn maí var heldur lægra hitastig en meðaltal áranna 2008-2017 eða 5,2°C. Maí var úrkomusamur á landinu öllu og óvenju blautur á landinu vestanverðu. Í Reykjavík mældist úrkoman í maí 128,8 mm sem er nærri þrefalt meira en í meðalári og sú mesta sem mælst hefur í maímánuði frá upphafi …

Meira..»

Sigur á heimavelli

Snæfell UDM lék sinn fyrsta heimaleik í Stykkishólmi s.l. þriðjudagskvöld. Veðrið var búið að vera ágætt fyrr um daginn en þokuslæðingur læddist inn seinnipartinn og dró þannig fyrir sólu. Vel var mætt á leikinn og unnu okkar menn 3-0, heyrðust hróp og köll um víða um bæinn í logninu.

Meira..»

Hlupu kvennahlaup

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og níunda sinn laugardaginn 2. júní. Auðvitað var hlaupið í Snæfellsbæ líka en þar var hlaupið í tuttugasta og áttunda sinn og hefur Elfa Eydal Ármannsdóttir haldið utan um hlaupið í Ólafsvík allan þann tíma með aðstoð frá Sigríði Þórarinsdóttur. Hlaupið er fyrir …

Meira..»

Skólaslit Gsnb

Grunnskóla Snæfellsbæjar var slitið í 14 sinn við hátíðlega athöfn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar á síðasta föstudag. Kvöldið áður hafði 10. bekkur verið útskrifaður formlega frá Ólafsvíkurkirkju. 244 nemendur stunduðu nám við Grunnskóla Snæfellsbæjar síðasta skólaár, þar af voru 18 nemendur í 1. til 10. bekk í Lýsuhólsskóla og 9 í …

Meira..»

Haldið upp á sjómannadag í Snæfellsbæ

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Snæfellsbæ að venju um síðustu helgi. Var þetta í annað skipti sem sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur sameiginlega en í þriðja skiptið sem sjómannahófið er haldið sameiginlega. Hátíðarhöldin hófust á föstudagskvöldinu með skemmtisiglingu, farið var á þremur bátum, þeim Guðmundi Jenssyni SH, Sveinbirni Jakobssyni SH og …

Meira..»

Vel heppnuðu Evrópumóti lokið

Evrópumótinu í sjóstöng sem haldið var í Ólafsvík lauk á síðasta föstudag og voru keppendur almennt ánægðir með fyrirkomulag mótsins. Fyrirkomulagið var þannig að veiðitíminn var 5 klukkustundir hverju sinni og skiptist á morguntíma frá 07:00-12:00 og eftirmiðdagstíma 14:00-17:00. Ekki tókst þó að fara út á sjó alla dagana en …

Meira..»

Innanhússmót HSH í frjálsum íþróttum

Héraðssamband Snæfellsness og Happadalssýslu hélt árlegt vormót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Snæfellsbæ, fimmtudaginn 24. maí s.l. Það voru 45 hressir og kátir krakkar frá UMF Víking/Reyni, UMFG og ÍM sem kepptu í hinum ýmsu greinum.  Þar kepptu 8 ára og yngri í langstökki með og án atrennu …

Meira..»