Snæfellsnes

Háskóladagurinn á Vesturlandi

 Allir háskólar landsins standa í sameiningu fyrir Háskóladeginum sem verður 5. mars frá 12 til 16 víða um land.  Í Fjölbrautarskóla Snæfellinga verður hann í dag þriðjudaginn 8. mars kl. 14-15:30  Tilgangurinn er að kynna fyrir útskriftarnemendum það nám sem býðst á háskólastigi á Íslandi.

Meira..»

Dagur tónlistarskólanna

Það var mikið um að vera s.l. helgi hér í Stykkishólmi. Júlíönuhátíð stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags, Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur á laugardeginum í Stykkishólmskirkju, körfuboltamót var hjá 8. flokk drengja, opið hús var á Hamraendum hjá Sæþóri á Narfeyrarstofu og svo var félagstarfið Sprettur með vöfflukaffi á …

Meira..»

Mastersnemi frá Frakklandi í Stykkishólmi

Í vikunni kom hingað til Stykkishólms, alla leið frá Frakklandi, mastersneminn Gilles Chen til dvalar næstu 6 mánuði. Gilles stundar nám við Paris-Saclay háskólann en frá háskólanum fékk hann styrk til fararinnar og mun starfa með starfsmönnum í Háskólasetri Snæfellsness út ágústmánuð. „Gilles er nemi í fagi sem kallast má …

Meira..»

Menntabúðir í Stykkishólmi

S.l. þriðjudag streymdi starfsfólk skóla á öllu Vesturlandi hingað í Stykkishólm, nánar tiltekið í Grunnskólann. Frá kl. 15:30 fóru fram árvissar menntabúðir Vesturlands þar sem starfsfólk grunnskóla á Vesturlandi hittist og fer á svokallaða örfyrirlestra sem starfsmenn gestaskóla hverju sinni ásamt fleirum sjá um. Var um stutt námskeið eða fyrirlestra …

Meira..»

Árgangur 2015

Á hverju ári hittum við nýjustu Hólmarana í Stykkishólmskirkju til að taka mynd af þeim fyrir Stykkishólms-Póstinn. Á því var engin undantekning nú og eftir nokkrar tilraunir sem færðust til vegna veikinda tókst að hóa saman 12 börnum af þeim 16 sem fæddust „í“ Hólminum árið 2015. Á myndinni eru: …

Meira..»

Júlíana – En hvað ÞAÐ var skrýtið

Júlíönuhátíðin var sett í gærkveldi í Vatnasafninu og var vel mætt á setninguna. Þar flutti Ellert Kristinnson tölu, nemendur Tónlistarskóla Stykkishólms flutti frumsamið verk, Koss við foss, Helga Sóley Ásgeirsdóttir flutti ljóð og loks var Bjarki Hjörleifsson heiðraður fyrir gott starf á sviði leiklistar í Stykkishólmi, þó ungur sé. Í …

Meira..»

Til íbúa í Stykkishólmi

Til íbúa Stykkishólmsbæjar. Með sérstakri samþykkt bæjarstjórnar var ákveðið að skipa Teymishóp um skólastefnu sem vinnur að mótun nýrrar skólastefnu fyrir Stykkishólmsbæ. Skólastefnu Stykkishólms er ætlað að ná til allra þátta skólastarfsins á vegum bæjarins og þar með starfsins á vettvangi Grunnskóla Stykkishólms, Leikskóla Stykkishólms, Tónlistarskóla Stykkishólms og æskulýðs og …

Meira..»