Snæfellsnes

Snæfell á toppinn

Íslandsmeistarar Snæfells tylltu sér í efsta sæti úrvalsdeildarinnar með góðum sigri 75-65 á Haukum í gær.  Það var ljóst fyrir leikinn að um hörkuleik yrði að ræða, Haukaliðið taplaust í deildinni og Snæfellsliðið búið að vera á miklu skriði fram að landsleikjapásunni.  Það var spurning hvernig liðin kæmu stemmd til …

Meira..»

Unnu alla leiki í fyrri umferð

Íslandsmótið í Futsal hófst um síðustu helgi. Spilaðar eru tvær umferðir í 4 riðlum og er Víkingur Ólafsvík í A-riðli. Fyrri umferðin var spiluð í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar þar sem Víkingur tók á móti Snæfelli, Hvíta Riddaranum og Kóngunum. Víkingur vann alla sína leiki og er því í 1. sæti eftir …

Meira..»

Helga Halldórsdóttir frá Dagverðará

Soroptimistaklúbbur Snæfellsness hefur ákveðið að varpa ljósi á sögur nokkurra kvenna af Snæfellsnesi í tilefni 100 ár afmælis kvenna á Íslandi. Helga Halldórsdóttir var fædd að Haga í Staðarsveit þann 18. Júní 1903 en hún ólst upp á bænum Tröðum í sömu sveit. Foreldrar hennar voru hjónin Ingiríður Bjarnadóttir og …

Meira..»

Fjölmenning í Frystiklefanum

Fjölmenningarhátíð var haldin í Frystiklefanum í Rifi laugardaginn 21. nóvember. Það var Átthagastofa Snæfellsbæjar, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og Frystiklefinn sem stóðu að hátíðinni með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Fjölmargir lögðu hönd á plóg þannig að hægt var að bjóða glæsilega dagskrá með tónlist og fræðsluerindum. Að minnsta kosti 350 Snæfellingar mættu á hátíðina og þar …

Meira..»

Unnu með stigameti vetrarins

Lið Snæfellsbæjar keppti á móti Rangárþingi eystra í Útsvari Ríkissjónvarpsins síðasta föstudagskvöld. Vann Snæfellsbær stórsigur og setti stigamet í keppninni í vetur með því að vinna 103-32. Það eru þeir Sigfús Almarsson, Örvar Marteinsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson sem skipa liðið. Þetta stigamet er þó ekki fyrsta stigametið sem Guðmundur Reynir …

Meira..»

Bæjarráð fundar

Bæjarráð fundaði 19.nóvember s.l. og í fyrsta lið er samþykkt að hækka styrk til KKD Snæfells um 3 milljónir vegna uppsafnaðs halla. Fundargerðir og önnur erindi eru til afgreiðslu skv. venju. Ein bókun er lögð fram vegna rekstrarleyfa gististaða. Í bókuninni sem bæjarstjóri leggur fram er farið yfir vöxt og …

Meira..»

Notaði tímann vel á Alþingi

Lárus Ástmar settist í fyrsta sinn á þing fyrir skömmu þegar hann leysti af Lilju Rafneyju Magnúsdóttur. Lárus sat ekki auðum höndum þessar tvær vikur. Mjög auðvelt er að sjá á vef Alþingis yfirlit yfir umræður, fyrirspurnir og ræður þingmanna og getur verið forvitnilegt, fyrir margar sakir að leggjast yfir …

Meira..»

Einfaldleikinn alltaf góður

Í dag er svokallaður þakkar-gjörðardagur. Þessi dagur rekur upphaf sitt til Bandaríkjanna, skv. Vísindavefnum, aftur til ársins 1621. Inntak þessa dags er að þakka fyrir liðið ár og er kalkúnninn á borðum bandaríkjamanna þennan dag. Nú á dögum stendur þakkargörðarhátíðin frá fimmtudegi til loka næstu helgar og mjög almennt er …

Meira..»

Bruni í Eyja- og Miklaholtshreppi

Brunavarnir Stykkishólms og Borgarness og nágrennis auk slökkviliðs Snæfellsbæjar voru kallaðar út að Syðra-Lágafelli 1 síðast liðinn mánudag. Enginn var í húsinu þegar kviknaði eldur og gekk vel að slökkva. Húsið sem var nýtt sem sumarhús er talið ónýtt. Ekki er vitað um eldsupptök. sp@anok.is/mynd: Lögreglan á Vesturlandi

Meira..»