Snæfellsnes

Royal Rangers skátar

Royal Rangers er kristilegt skátastarf sem hefur verið starfrækt hér í Stykkishólmi síðan haustið 2010. Starfið er á vegum Hvítasunnukirkjunar og sjá Álfgeir Marinósson og Karín Rut Bæringsdóttir RR skátaforingjar um þetta starf. Skátunum er skipt í flokka. Frumherjar sem eru krakkar í 3.-5. bekk, Skjaldberar sem eru krakkar í …

Meira..»

Jákvæðar viðtökur við ferskum fiski

Friðborg auglýsti fyrir stuttu ferskan nýveiddan fisk til sölu í Stykkishólmi og ekki nóg með það heldur var boðið upp á heimsendingu í Stykkishólmi. Valentínus Guðnason verkar fiskinn og er fyrirkomulagið þannig með ferska fiskinn að áhugasamir skrá netfang sitt hjá fridborg@simnet.is og fá tilkynningu þegar ferskur fiskur er í …

Meira..»

Undirbúningur aðventusýningar

Nöfnurnar og vefnaðarkonurnar Ingibjörg Hildur og Ingibjörg Helga voru í óðaönn að undirbúa sýningu í gær í Vinnustofu Tang og Riis sem opnar um þarnæstu helgi. Það styttist í aðventuna og er jólavarningur kominn fram í margar verslanir nú þegar. Fyrsti sunnudagur í aðventu er 29. nóvember og það lítur …

Meira..»

Samkomulagi náð um rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar

Lífríki Breiðafjarðar hefur verið í umræðunni af og til og meira en venjulega að undanförnu vegna fyrirætlana um nýtingu þara og þangs úr firðinum. Fundað hefur verið með Stykkishólmsbæ, Hafrannsóknarstofnun, Deltagen, Félagsbúinu á Miðhrauni, Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum, Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. Fundurinn var upplýsandi, að sögn …

Meira..»

Þrjár úr Snæfelli í landsliðinu um helgina

Kvennalandslið Íslands leikur í undankeppni EM2017 um helgina í Ungverjalandi. Í leiknum gegn Ungverjum n.k. laugardag eru þrjár úr Snæfelli í leikmannahópnum. Þetta eru systurnar Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur og Bryndís Guðmundsdóttir. Seinni leikurinn fer fram 25. nóvember þegar Slóvakía sækir okkur heim í Laugardalshöllina. Áfram Ísland! Ljósmynd: KKÍ/Gunnar Freyr …

Meira..»

Hvasst og fljúgandi hálka á Snæfellsnesi

Nú er djúp lægð stödd á hafinu suðaustan við landið. Þessi lægð, í samvinnu við hæðina yfir Grænlandi veldur hvössum vindi á landinu í dag (mánudag). Þessu fylgir úrkoma, rigning á láglendi, en slydda og síðar snjókoma eftir því sem hærra er farið yfir sjávarmál. Ferðalangar ættu að huga að …

Meira..»

Íslandsmeistararnir sterkir

Snæfell hélt í Garðabæinn í dag þar sem liðið mætti Stjörnunni í úrvalsdeild kvenna.  Snæfell vann fyrri leik liðanna í haust, í Stykkishólmi, naumlega 95-93 með flautukörfu frá Bryndísi Guðmundsdóttur.  Það mátti því vænta spennandi leiks í dag en Íslandsmeistararnir hafa heldur betur verið að sýna klærnar í síðustu leikjum …

Meira..»

Þrjú af tíu bestu hótelum landsins á Snæfellsnesinu og við Breiðafjörð

Það dylst engum að hér á Snæfellsnesi og í Flatey eru úrvals möguleikar til gistingar og það í öllum verðflokkum.  Við getum státað okkur af mjög flottum hótelum eins og Egilsen, Búðum og Flatey.  Það kemur því etv. ekki á óvart að þessi hótel hljóti sérstaka athygli. S.l. fimmtudag birti einn …

Meira..»

Hænuskref

Skipulags- og byggingarnefnd Stykkishólmsbæjar fundaði í upphafi vikunnar og voru 18 liðir til umfjöllunar. Mörg málanna koma oft fyrir nefndina þar til afgreiðsla liggur fyrir. Við hverja umræðu koma einhver atriði fram og málið tekur sín hænuskref í kerfinu og leiða á endanum til framkvæmda eða ekki. Þannig er ljóst …

Meira..»

Áfram SamVest

Föstudaginn 6. nóvember s.l. var undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf Sam-Vest í frjálsum íþróttum. Það eru héraðssamböndin sjö sem standa að SamVest sem skrifuðu undir nýjan samning í ljósi góðrar reynslu af samstarfinu. SamVest varð til haustið 2012 og þá var ritað undir vilja-yfirlýsingu um samstarf til 3ja ára. Samningstíminn rennur út …

Meira..»