Snæfellsnes

Plastpokalaust Snæfellsnes, tekst okkur það?

Á undanförnum árum og mánuðum hefur umræða og vitund um skaðsemi plasts stóraukist meðal almennings, en plast getur valdið mjög neikvæðum áhrifum á heilsu og umhverfi. Með fjölgun jarðarbúa og hraðri aukningu plastnotkunar vex mikilvægi þess að grípa strax í taumana ef ekki á illa að fara. Vitað er um …

Meira..»

Boltinn rúllar

Það er nóg um að vera á íþróttasviðinu hér í Hólminum næstu daga, eins og svo oft áður. Báðir meistaraflokkar Snæfells eiga heimaleiki. Karlarnir mæta Keflavík á fimmtudag kl. 19.15 og konurnar mæta Val föstudaginn kl. 19.15. Yngri flokkarnir, 7. flokkur karla eru í heimaleikjaumferð hér í Stykkishólmi um helgina …

Meira..»

Jól í skókassa

Nú er móttökudagurinn okkar á enda. Alls söfnuðust 124 skókassar (árið 2007 voru það 128). Einnig bárust peninga framlög sem koma sér vel. Allt hjálpar þetta til að gera þetta verkefni að því sem það er orðið hjá okkur. Það var gaman að fá alla upp í kirkju, og eiga …

Meira..»

FSN keppnir við ME í Grundarfirði

Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, sem fyrst var haldin árið 1983 er komin af stað aftur þennan veturinn. Lið Fjölbrautarskóla Snæfellinga er skipað þeim Björgu Brimrúnu Sigurðardóttur, Ísól Lilju Róbertsdóttur, Jóni Grétari Benjamínssyni og Lenu Huldu Örvarsdóttur. Fyrsta viðureign liðsins verður við Menntaskólann á Egilsstöðum og mun keppnin fara fram …

Meira..»

Enn eykst þjónustan í Stykkishólmi

Á Reitarvegi 3 hefur um langt skeið verið rekin bifreiðaþjónusta. Enn er verið að byggja upp þjónustuþættina en bílaverkstæðið Alveg réttir rekur nú alhliða bifreiðaþjónustu auk réttingaverkstæðis á Reitarveginum. Þeir félagar hafa fengið umboð fyrir Yokohama og Sonar dekk og bjóða upp á bæði dekkja-, smur og bónþjónustu. Fimm starfsmenn …

Meira..»

Jólagjafahandbók í Stykkishólmi

Nú þurfa bæjarbúar að fara að huga að jólagjafamálum og eins og svo oft áður þá er hvatt til þess að versla í heimabyggð – enda er úrvalið með eindæmum gott. Til að gera þau mál auðveldari kviknaði sú hugmynd fyrir nokkru að gera jólagjafahandbók í Stykkishólmi. Undirbúningur er kominn …

Meira..»

Hvert fór hraðbankinn á Hellissandi?

Eins og íbúar á Hellissandi hafa tekið eftir er búið að fjarlægja hraðbankann sem staðsettur var í Ráðhúsi Snæfellsbæjar. Var fólk orðið uggandi um að ekki kæmi annar hraðbanki í staðinn og þjónustan við það myndi minnka enn því næsti hraðbanki er staðsettur í Ólafsvík. Blaðamaður hafði samband við Landsbankann …

Meira..»

Beinverndarganga

Alþjóðlegi beinverndardagurinn er haldinn árlega þann 20. október. Kvenfélag Ólafsvíkur hefur undanfarin ár minnst dagsins með því að fara í beinverndargöngu og gerði það einnig í ár þó gangan væri ekki fjölmenn, enda veðrið kannski ekki upp á það besta. Farið var frá Ólafsvíkurkirkju og genginn hringur um bæinn. Að …

Meira..»

Aðventan í Hólminum

Nóvember er handan við hornið og fer þá að styttast í aðventuna. Að venju mun Stykkishólms-Pósturinn dreifa aðventudagatali með síðasta tölublaði nóvembermánaðar og er skilafrestur efnis á það 16. nóvember n.k. Sú hefð hefur skapast og fest sig í sessi að halda markað í Norska húsinu. Svo verður einnig í …

Meira..»