Föstudagur , 16. nóvember 2018

Snæfellsnes

Rökkurdagar og Northern Wave að skella á!

Það er skemmtileg hefð í Grundarfirði að taka á móti rökkrinu í vetrarbyrjun með menningarhátíðinni Rökkurdögum. Í stað þess að horfa með trega til sumarsins og sýta veturinn þá er haldin hátíð. Rökkurdagar munu standa yfir dagana 8.-17. október. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni …

Meira..»

Tíðafar í september

Veðurstofa Íslands hefur tekið saman yfirlit um tíðafar á landinu í septmber og kemur þar fram að það var almennt talið hagstætt á landinu og hlýtt var í veðri. Á fáeinum stöðvum varð mánuðurinn sá hlýjasti á árinu. Úrkoma var lítillega yfir meðallagi um landið sunnanvert, en víðast undir meðallagi …

Meira..»

Úti að borða

Meðfylgjandi mynd tók Heimir Laxdal Jóhannsson fyrir framan Bónus fyrir skömmu. Þessir ferðamenn sem koma frá Bandaríkjunum voru að næra sig og fannst gangstéttin einmitt fín til þess. Kemst Heimir skemmtilega að orði í ummælum um myndina á Facebook „að svo heimilisleg not á gangstéttum bæjarins hefðu aðeins sést viðhöfð …

Meira..»

Eldur í olíumalardreifara

S.l. föstudag kom upp eldur í olíumalardreifara sem var við vegavinnu á afleggjaranum að Bjarnarhöfn en þar var verið að leggja bundið slitlag. Brunavarnir Stykkishólms og nágrennis voru kallaðar út og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Vinnutækið er talið ónýtt en nýlegri vörubifreið sem föst var við tækið tókst að …

Meira..»

Opinn fundur um menningarmál í Stykkishólmi

Þriðjudaginn 13. október blæs safna- og menningarmálanefnd Stykkishólmsbæjar til opins fundar á Ráðhúsloftinu um stefnu í málaflokknum í bæjarfélaginu. Sérstakur gestur á fundinum verður Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar. Guðrún verður með erindi á fundinum m.a. um menningarstefnu í sveitarfélögum og svarar fyrir-spurnum. Boðið verður upp á almennar umræður. Bæjarbúar …

Meira..»

Haustlitafegurð

Þessa dagana skartar náttúran öllum litbrigðum haustsins og hægt að sjá mun á milli daga. Október er framundan og fyrr en varir komin aðventa. Meðfylgjandi mynd er tekin s.l. þriðjudag rétt fyrir ofan Stykkishólm og endurspeglar hið rómantíska landslag sem var og er yrkisefni listmálara. sp@anok.is

Meira..»

Jól!

Nú fer að styttast í aðventuna og þá eru þeir forsjálustu farnir að huga að jólagjafakaupum. Margir gera sína jólaverslun á netinu í verslunum á Íslandi ekki síður en erlendis. Það er hið besta mál að hafa möguleikana með nýjustu tækni, hitt er þó nauðsynlegt að hafa í huga að …

Meira..»

Rekstri upplýsingamiðstöðvar hætt

Úr nýjustu fundargerð bæjarráðs var einnig staðfest í bæjarstjórn sú niðurstaða að hætta núverandi rekstri Upplýsinga- og markaðsmála. Á sínum tíma var starf markaðs- og upplýsingafulltrúa auglýst til eins árs. Í fundargerðinni segir: „Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við forsvarsmenn Eflingar og forystumenn í ferðaþjónustunnar í Stykkishólmi.“ Þær viðræður hafa …

Meira..»

Áætlun og samþykkt vegna umferðaröryggismála og bílastæða við gistiþjónustu í smíðum

Á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarið voru fundargerðir þriggja funda í bæjarráði á dagskrá. Meðal annars var bókun bæjarráðs frá 15. júlí í sumar staðfest af bæjarstjórn. En „vegna fjölmargra beiðna um rekstrarleyfi fyrir gistiþjónustu samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að láta vinna áætlun um sérstakar umferðaröryggisaðgerðir vegna aukinnar umferðar …

Meira..»