Föstudagur , 16. nóvember 2018

Snæfellsnes

Fjöll, dalir, fjörð og engi

Það er ekki amalegt að virða fyrir sér útsýnið yfir fjöll, dali, fjörð og engi þegar gengið er upp að Steinkarli við rætur Horns ofan við Hraunsfjarðarvatn. Fjallgarður Snæfellsness, vötnin og Breiðafjörðurinn blasir við og í góðu skyggni sést jafnvel til Jökulsins. Meðfylgjandi mynd er tekin neðan við Höfðana og …

Meira..»

Hótel í Tresmiðjuhúsinu

Seinnipart júlímánaðar var lögð inn fyrirspurn hjá Stykkishólmsbæ frá Hólminum ehf sem snéri að því hvort mögulegt væri að byggja hótel á lóð gömlu Trésmiðjunnar við Nesveg 2. Var erindið kynnt lítillega í bæjarráði og skömmu seinna sent inn til formlegrar afgreiðslu. Hugmyndir eru um að byggja í tveimur áföngum …

Meira..»

Safnað fyrir hjálparstarfi

Krakkarnir hugsuðu til Rauða Krossins með ágóðan sinn og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir en ágóði af tombólum barna renna til hjálparstarfs í Nepal þetta árið. Símon Hjaltalín, formaður Stykkishólmsdeildar RKÍ

Meira..»

Danskir dagar

Kæru Hólmarar. Fjölskylduhátíðin Danskir Dagar verður haldin hátíðleg helgina 14.-16. ágúst nk. Vinir og vandamenn munu flykkjast að í fallega bæinn okkar til að fagna með okkur, en þar sem undirbúningur fór seinna af stað en við hefðum viljað leitum við til ykkar að hjálpa okkur, því ef við tökum …

Meira..»

Stuðla þarf að jákvæðri þróun ferðaþjónustu

Í síðustu viku fundaði bæjarráð Stykkishólmsbæjar þar sem m.a. var samþykkt svofelld bókun: Stuðla þarf að jákvæðri þróun í ferðaþjónustu Bæjarráð Stykkishólms fagnar þeim mikla vexti sem er í ferðaþjónustu í bænum. Fjölgun veitingastaða, aukið gistirými og vaxandi viðskipti við ferðamenn skapa ný atvinnutækifæri sem vonandi verður heilsárs atvinnustarfsemi en …

Meira..»

Sumarbingó á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi

Þann 2. júlí síðastliðinn var spilað bingó á dvalarheimilinu og var þátttaka mjög góð. Bingóstjóri var Ásta Björk Friðjónsdóttir sem hefur séð um félagsstarfið hjá okkur í sumar við mjög góðan orðstír. Hún er einnig okkar yngsti starfsmaður, 15 ára gömul. Leitað var til fyrirtækja hér í bæ eftir vinningum og …

Meira..»

Söngdjass og orgel í Stykkishólmskirkju

Mikið er um að vera í Stykkishólmskirkju þessa dagana, unnið er hörðum höndum að viðgerðum á kirkjunni en einnig eru tónlistarviðburðir framundan. N.k. sunnudagskvöld verða léttir djasstónleikar þar sem tónlist Bjarkar hefur verið útsett fyrir söngkonu og hljóðfæraleikara. Það er djasssöngkonan Stína Ágústsdóttir sem er í broddi fylkingar en hún …

Meira..»

Litrík helgi

Skotthúfuhátíð var haldin í Stykkishólmi sl. helgi. Dagskrá var í Norska húsinu, Vinnstofu Tang & Riis, gömlu Stykkishólmskirkju og Eldfjallasafninu. Prúðbúið fólk og eldsmiðir að störfum við Leir 7 settu sterkan svip á bæinn þessa daga og svo kom glæsilegt skemmtiferðaskip á sunnudeginum að bryggju. Á föstudagskvöldinu voru tónleikar í …

Meira..»

Anna Soffía í Andorra

Körfuknattleikskonan unga úr Snæfelli, Anna Soffía Lárusdóttir, er nú stödd í Andorra með U 16 landsliði Íslands þar sem stelpurnar taka þátt í C-deild Evrópumótsins.  Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Andorra og Möltu en í A-riðli eru Armenía, Gíbraltar og Wales.  Fyrsti leikur íslensku stelpnanna er í dag kl.16 …

Meira..»

Stefnt á opnun um helgina

Mikið vatn hefur runnið til sjávar í gamla verkalýðshúsinu á horni Aðalgötu og Þvervegar. Verkalýðshúsið sem byggt var fyrir hið rótgróna félag Verkalýðsfélag Stykkishólms annarsvegar árið 1965 og hinsvegar 1985 þjónaði félaginu þar til fyrir um ári síðan. S.l. vor var það sett í sölu og festu þeir Sveinn Arnar …

Meira..»