Snæfellsnes

Danskir dagar í undirbúningi

Fjölskylduhátíðin Danskir Dagar verður haldin hátíðleg helgina 14.-16. ágúst nk. Svo hátíðin verði sem glæsilegust er mikilvægt að taka höndum saman og því er öll hjálp við hátíðina vel þegin, hvort sem það er í formi sjálfboðaliða eða styrkja, því margar hendur vinna létt verk. Kveðja nefndin. danskirdagarstykkisholmi@gmail.com  Anna Margrét …

Meira..»

Embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar Hrafnhildi Hallvarðsdóttur í embættið til fimm ára. Þrjár umsóknir bárust um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn skólanefndar skipað Hrafnhildi Hallvarðsdóttur í embætti skólameistara skólans til fimm ára frá 1. ágúst 2015. sp@anok.is

Meira..»

Fyrstu gistinætur á Fransiskus

S.l. þriðjudag gistu fyrstu gestir á Hótel Fransiskus sem þessa dagana er að verða fullbúið sem hótel. Unnur Steinson hefur verið ráðin hótelstjóri og hefur þegar tekið við starfinu og flutt vestur. Í gær, miðvikudag, kom svo fyrsti hópurinn í súpu og með í för var biskup kaþólsku kirkjunnar á …

Meira..»

Rakubrennsla – eldsmíði

Helgina 18. – 19. júlí verður heit helgi í Leir7 í Stykkishólmi. Þá munu valinkunnir keramikerar og eldsmiðir kynda ofna og smiðjur og brenna og smíða gripi úr leir og járni. Bæði leirinn og járnið þurfa nauðsynlega tengingu við eld og hita til að hægt sé að smíða úr þeim …

Meira..»

Deltagen Iceland hefur sótt um athafnasvæði fyrir þörungavinnslu í Stykkishólmi.

Sturla Böðvarsson bæjarstjóri skrifar um atvinnu og skipulagsmál. Hér í þessum pistli er gerð grein fyrir breytingum á deiliskipulagi. Þær breytingar tengjast áformum sem eru uppi og varðar mannvirkjagerð og atvinnuuppbyggingu við Skipavík og í Búðanesi sem er vestast í byggð Stykkishólmsbæjar. Í september 2014 barst bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar beiðni frá …

Meira..»

Minningarsteinn um Guðrúnu

Hleðslumennirnir Guðjón Kristinsson og Gunnar Óli Guðjónsson hafa undarfarna daga verið að störfum á Helgafelli. Eru hinir myndarlegustu steinveggir risnir og minningarsteinn um Guðrúnu Ósvífursdóttur hefur verið komið fyrir við upphaf gönguleiðarinnar á Helgafell. Fljótlega munu fræðslu og leiðbeiningarskilti koma til viðbótar og hefur þá fyrsta áfanga verið lokið og …

Meira..»

Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan í Stykkishólmi 17.-19. júlí 2015

Ellefta árið er haldin þjóðbúningahátíð í Stykkishólmi. Það var Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið í Stykkishólmi sem bryddaði upp á þeirri nýjung fyrir 11 árum að hvetja fólk sem átti í fórum sínum þjóðbúning, að klæða sig upp og þiggja kaffi og pönnukökur í Norska húsinu í Stykkishólmi, uppáklætt. …

Meira..»

Fleiri klára nám

Sífellt berast af því fréttir þegar Hólmarar ljúka námi þessar vikurnar. Guðrún Magnea Magnúsdóttir lauk á dögunum meistaragráðu í þróunarfræði og alþjóðatengslum frá Álaborgarháskóla hennar lokaverkefni fjallaði um með-höndlun alþjóðasáttmála og nálgun þróunarsamtaka á kyn-ferðisofbeldi í flótta-mannabúðum og fékk Guðrún hæstu ein-kunn fyrir. Birna Sigfríður Björgvinsdóttir útskrifaðist sem gullsmiður fyrir …

Meira..»

Víkingur Ó gerir það gott

Í vikunni vann Víkingur Ó lið Fram 4-0 á heimavelli. Þetta var sjöundi sigurleikur félagsins í röð á heimavelli í deild og bikar. Þetta er félagsmet. Áður hafði félagið náð í tvígang að vinna sex leiki í röð á heimavelli, en í vikunni var það met slegið. Vert er að …

Meira..»