Snæfellsnes

Heiðruð og þakkað

Stjórn Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum veittu í liðinni viku hjónunum Pétri Ágústssyni og Svanborgu Siggeirsdóttur í Stykkishólmi viðurkenningu með þökk fyrir áralanga og dygga þjónustu við íbúa og atvinnulíf samfélaganna við sunnanverða Vestfirði með reglulegum vöru- og farþegaflutningum til og frá Brjánslæk. Efnt var til hátíðlegs kvöldverðarboðs með þeim …

Meira..»

Hafnarbolti á íþróttavellinum

Skátarnir í Royal Rangers eru með góða gesti þessa dagana, en það eru skátar frá Bandaríkjunum sem hafa heimsótt Stykkishólm s.l. 2 ár. Hér stunda þeir kennslu á amerískum boltaleikjum, gera við húsnæði Hvítasunnusafnaðarins með meiru. Krakkarnir hér í Hólminum hafa tekið virkan þátt í boltaleikjunum og samveru við bandarísku …

Meira..»

Vetrarstarfi Snæfells lokið

UMF Snæfell hélt lokahóf yngri flokka síðastliðinn mánudag. Fengu allir iðkendur viðurkenningarskjöl frá þjálfurum með umsögn um veturinn. Grillað var ofan í mannskapinn, farið í leiki og á endanum farið í íþróttafatasund í sundlauginni. Þessa dagana er verið að ganga frá samningum við leikmenn meistaraflokka Snæfells einn af öðrum og …

Meira..»

Nunnur á ferðalagi

Kæru vinir. Þetta er mynd frá ferðalagi okkar. Í síðustu víku fórum við til Hollands með stelpur til þess að taka þátt í unglingamóti þar sem við lærðum, lékum, báðum o.s.frv. Stelpurnar voru ánægðar og við nýttum tækifærið til að skoða landið. Þið getið kíkt á myndband frá ferðinni á …

Meira..»

Dagur hinna villtu blóma á Búðum

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull býður upp á fræðslu- og skemmtiferð um veröld flórunnar í friðlandinu í Búðahrauni í tilefni af því að 14. júní er norrænn dagur villtra blóma.  Brottför er frá Búðakirkju kl. 14 og eru gestir hvattir til að hafa með sér blómabók.  Allir velkomnir og ekkert þátttökugjald.

Meira..»

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

S.l. föstudag var úthlutað styrkjum úr hinum nýja Uppbyggingarsjóði Vesturlands sem til varð er Vaxtarsamningur og Menningarsjóður Menningar-ráðs Vesturlands runnu saman snemma á þessu ári. Úthlutunin fór að þessu sinni fram í húsnæði Fjölbrautarskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Stofn- og rekstrarstyrkir vegna menningarverkefna voru samtals kr. 8.380.000 og hingað í Stykkishólm …

Meira..»

Lifandi söfn á Norður-heimskautssvæðum – Vinnustofa í Stykkishólmi

Síðustu ár hefur verkefni verið í gangi sem kallast Living Museum in the Arctic, Lifandi söfn á Norður-heimskautssvæðinu, þar sem viðfangsefnið er lifandi söfn og menningartengd ferðamennska. Verkefnið snýst um samstarf á milli svæða á Norður-heimskautinu og er stutt fjárframlögum til þriggja ára frá NordRegio sem er stofnun á vegum …

Meira..»

Skólaslit

Grunnskóla Stykkishólms var slitið fimmtudaginn 4. júní síðastliðinn í Stykkishólmskirkju. Að venju var fjölmenni við skólaslitin og voru nýir nemendur boðnir velkomnir og þeir elstu kvaddir. Breytingar verða á starfsliði skólans næsta vetur en þar ber e.t.v. helst til tíðinda að kennararnir Ágústína Guðmundsdóttir og Eyþór Benediktsson, sem kennt hafa …

Meira..»

Hugarflugsfundur um framtíð Stykkishólms

Fundur var haldinn um málefni Stykkishólms 22.maí s.l. Það voru þau Halldór Árnason, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, Gunnar Sturluson og Skarphéðinn Berg Steinarsson sem undirbjuggu fundinn, sem haldinn var á Hótel Stykkishólmi. Hér er hægt að skoða niðurstöður fundarins og erindi það sem Sturla Böðvarsson bæjarstjóri flutti á …

Meira..»