Föstudagur , 16. nóvember 2018

Snæfellsnes

Snúningur – Núningur

S.l. laugardag var líflegt í Stykkishólmi þar sem bæði Norska húsið og Leir 7 voru með sýningaropnanir. Sýningin í Leir 7 nefnist Snúningur – Núningur þar sem átta listamenn koma saman og sýna. Viðfangsefnið eru myndir af keramiki. Helgi Þorgils Friðjónsson er sýningarstjóri. Sumarsýning Leir7 stendur fram í september. Þetta …

Meira..»

Varpið hafið

Samkvæmt upplýsingum frá Háskólasetri Snæfellsness þá er æðarvarpið hafið í Landey. S.l. mánudag fóru starfsmenn Háskólasetursins í könnunar-leiðangur út í Landey og fundu þar 5 æðarhreiður. Allar kollurnar voru nýorpnar og því var ekki möguleiki að merkja kollurnar í það skiptið. Mikið sást til æðarpara í flæðarmálinu við Landey og …

Meira..»

Maraþon á Kínamúrnum

Þriðju helgina í maí ár hvert er hlaupið maraþon á Kínamúrnum. Þetta er talið með erfiðustu maraþonhlaupum heims, þar sem m.a. er hlaupið upp og niður brattar, misháar og erfiðar tröppur, og eftir gömlum og grýttum stígum. Í ár tók Snæfellsbæingurinn Ari Bjarnson, eða Ari tannlæknir, þátt í þessu mikla …

Meira..»

Söfnun vegna viðgerðar

Kæru Stykkishólmsbúar og aðrir velunnarar Stykkishólmskirkju Opnaður hefur verið söfnunar reikningur vegna viðgerða á kirkjunni okkar í Arion banka nr: 0309-22-000428 kt: 630269-0839 margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Stykkishólmskirkju Magndís Alex.

Meira..»

Georg Ólafsson heiðursborgari Stykkishólms

Á bæjarstjórnarfundi s.l. miðvikudag var samþykkt að gera Georg Ólafsson að heiðursborgara Stykkishólms.  Athöfn fór fram á Dvalarheimilinu daginn eftir þar sem Sturla Böðvarsson bæjarstjóri flutti ávarp og Hafdís Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar afhenti Georg heiðursskjal.  Bæjarstjórnarfulltrúar og fjölskylda Georgs var viðstödd ásamt gestum. Myndir frá athöfninni: Hér á eftir fer …

Meira..»

Siðareglur sveitarfélaga

59 af 74 sveitarfélögum hafa sett sér siðareglur og sent ráðuneytinu til staðfestingar. Á lista sem Innanríkisráðuneytið birti í síðustu viku er Stykkishólmur ekki á blaði með staðfestar siðareglur en önnur sveitarfélög á Snæfellsnesi vinna nú þegar eftir staðfestum siðareglum, sem sveitarstjórnarlögin kveða á um. Í kjölfar umræðu um siðareglur …

Meira..»