Snæfellsnes

Grilluð keila

Komið þið sæl. Ég vil byrja á því að þakka Gunna fyrir áskorunina og veita mér þennan mikla heiður. Það sem ég ætla að bjóða uppá er grilluð keila. Þetta er mjög einfaldur réttur en gæti verið erfitt að fá keilu nema að þú þekkir mann sem þekkir annan mann. …

Meira..»

Krílakot 40 ára

Leikskólinn Krílakot verður 40 ára þann 19. ágúst í haust en þann dag árið 1978 opnaði leikskólinn í húsnæðinu við Brúarholt. Leikskóli hafði þó verið rekin í Ólafsvík frá árinu 1972 en þann 7. febrúar það ár opnaði fyrsti leikskólinn sem starfræktur var af Kvenfélagi Ólafsvíkur. Höfðu kvenfélagskonur unnið að …

Meira..»

Bláfáni í Stykkishólmi í 16.sinn

Mánudaginn 4.júní sl. fékk smábátahöfnin í Stykkishólmi afhenta umhverfisvottunina Bláfánann í sextánda skipti. Smábátahöfnin er aldursforseti í verkefninu ásamt þremur öðrum stöðum, en árið 2003 var fyrsta fánanum flaggað í Stykkishólmi, á Borgarfirði Eystra, í Bláa Lóninu og á Ylströndinni í Nauthólsvík. Smábátahöfnin hefur átt í góðu samstarfi við Náttúrustofu …

Meira..»

Sker er nýr veitingastaður

Sker resturant opnaði um síðustu helgi í glæsilegu húsnæði við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. Undanfarna mánuði hefur húsnæðið verið tekið í gegn og breytt í veitingastað en áður var Smiðjan dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu og þar áður hýsti húsnæðið Sparisjóð Ólafsvíkur. Tókust breytingar á húsnæðinu mjög …

Meira..»

Sumar?

Nýliðinn maí var heldur lægra hitastig en meðaltal áranna 2008-2017 eða 5,2°C. Maí var úrkomusamur á landinu öllu og óvenju blautur á landinu vestanverðu. Í Reykjavík mældist úrkoman í maí 128,8 mm sem er nærri þrefalt meira en í meðalári og sú mesta sem mælst hefur í maímánuði frá upphafi …

Meira..»

Sigur á heimavelli

Snæfell UDM lék sinn fyrsta heimaleik í Stykkishólmi s.l. þriðjudagskvöld. Veðrið var búið að vera ágætt fyrr um daginn en þokuslæðingur læddist inn seinnipartinn og dró þannig fyrir sólu. Vel var mætt á leikinn og unnu okkar menn 3-0, heyrðust hróp og köll um víða um bæinn í logninu.

Meira..»

Hlupu kvennahlaup

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og níunda sinn laugardaginn 2. júní. Auðvitað var hlaupið í Snæfellsbæ líka en þar var hlaupið í tuttugasta og áttunda sinn og hefur Elfa Eydal Ármannsdóttir haldið utan um hlaupið í Ólafsvík allan þann tíma með aðstoð frá Sigríði Þórarinsdóttur. Hlaupið er fyrir …

Meira..»

Skólaslit Gsnb

Grunnskóla Snæfellsbæjar var slitið í 14 sinn við hátíðlega athöfn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar á síðasta föstudag. Kvöldið áður hafði 10. bekkur verið útskrifaður formlega frá Ólafsvíkurkirkju. 244 nemendur stunduðu nám við Grunnskóla Snæfellsbæjar síðasta skólaár, þar af voru 18 nemendur í 1. til 10. bekk í Lýsuhólsskóla og 9 í …

Meira..»

Haldið upp á sjómannadag í Snæfellsbæ

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Snæfellsbæ að venju um síðustu helgi. Var þetta í annað skipti sem sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur sameiginlega en í þriðja skiptið sem sjómannahófið er haldið sameiginlega. Hátíðarhöldin hófust á föstudagskvöldinu með skemmtisiglingu, farið var á þremur bátum, þeim Guðmundi Jenssyni SH, Sveinbirni Jakobssyni SH og …

Meira..»

Vel heppnuðu Evrópumóti lokið

Evrópumótinu í sjóstöng sem haldið var í Ólafsvík lauk á síðasta föstudag og voru keppendur almennt ánægðir með fyrirkomulag mótsins. Fyrirkomulagið var þannig að veiðitíminn var 5 klukkustundir hverju sinni og skiptist á morguntíma frá 07:00-12:00 og eftirmiðdagstíma 14:00-17:00. Ekki tókst þó að fara út á sjó alla dagana en …

Meira..»