Miðvikudagur , 21. nóvember 2018

Snæfellsnes

Siðareglur sveitarfélaga

59 af 74 sveitarfélögum hafa sett sér siðareglur og sent ráðuneytinu til staðfestingar. Á lista sem Innanríkisráðuneytið birti í síðustu viku er Stykkishólmur ekki á blaði með staðfestar siðareglur en önnur sveitarfélög á Snæfellsnesi vinna nú þegar eftir staðfestum siðareglum, sem sveitarstjórnarlögin kveða á um. Í kjölfar umræðu um siðareglur …

Meira..»

Lilja Margrét með tónleika í Stykkishólmskirkju

Lilja Margrét Riedel, sem ólst upp hér í Stykkishólmi, lauk háskólaprófi í þýsku frá Háskóla Íslands fyrr á árinu. Samhliða háskólanáminu hefur hún stundað söngnám við Tónlistarskóla Reykjavíkur og hélt sína framhaldsprófstónleika í Laugarneskirkju í apríl. Fimmtudaginn 21. maí n.k. kemur Lilja Margrét fram hér í Stykkishólmskirkju þar sem hún …

Meira..»

Að leggja í guðskistuna

Styrktarfélagið Göngum saman var stofnað 2007 það hefur það markmið að safna peningum til að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini. Helsta fjáröflunarleið félagsins er sala á varningi og gönguferð á mæðradaginn. Alls hefur félagið styrkt rannsóknir um 50 milljónir og í október verða lagðar 10 miljónir til viðbótar í þetta verkefni. …

Meira..»

Lionskonum þakkað

Nýverið bárust okkur á legudeild Sjúkrahússins góðar gjafir. Um er að ræða loftdýnu og wc stól. Loftdýna er góð fyrir þá sem eru mikið veikir eða geta lítið hreyft sig í rúminu, varnar þannig legusárum og auðveldar hreyfingu. Hvorutveggja eru þetta mjög góðir og þarfir gripir, sem þegar eru komnir …

Meira..»

Fjölbrautarskóli Snæfellinga í 3. sæti sem stofnun ársins 2015

Á dögunum fékk Fjölbrautarskóli Snæfellinga viðurkenningu sem stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnananna. Fimm fyrirmyndarstofnanir eru í flokki með FSN, sem lenti í 3. sæti, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Einkaleyfastofa, Landmælingar og Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu. Þetta er í tíunda sinn sem SFR velur Stofnun ársins en könnunin er unnin af …

Meira..»

Fyrirtæki standa vel en vantar menntað vinnuafl

Í nóvember 2014 var framkvæmd spurningakönnun af Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi meðal stjórnenda fyrirtækja, einyrkja, smábátasjómanna og bænda á Vesturlandi. Könnunin var send út til 1011 aðila á Vesturlandi og bárust svör frá 342 aðilum að þessu sinni og er þátttaka á milli kannana nánast tvöfalt meiri en í síðustu …

Meira..»

Anna Soffía í landsliðið

Anna Soffía Lárusdóttir var valin í landslið Íslands í U16 fyrir Norðurlandamótið 2015 sem fram fer í Solna í Svíþjóð dagana 13. – 17. maí og er þegar farin utan til keppni. Þess má einnig geta að Ingi Þór Steinþórsson þjálfari meistaraflokka Snæfells verður einnig á Norðurlandamótinu í Solna en …

Meira..»

Athafnasemi í Stykkishólmi

Af fundargerðum nefnda og ráða bæjarins má sjá að nóg er um að vera og margar hugmyndir í farvatninu. Sótt er um breytingar, nýungar og fleira á byggingum í bænum og virðist enginn hugmyndaskortur vera þar á ferðinni. Verið er að skipuleggja árvissa umhverfisdaga í Stykkishólmi í lok maí og …

Meira..»