Snæfellsnes

Göngum saman

Styrktarfélagið Göngum saman var stofnað í september 2007. Félagið leggur áherslu á hreyfingu, bæði til heilsueflingar og sem tæki til að afla fjár til styrktar grunnrannsóknum á krabbameini í brjóstum. Hugmyndafræði Göngum saman byggir á þremur hugtökum: grasrótinni, hreyfingu og grunnrannsóknum.Það hefur verið bent á mikilvægi hreyfingar sem forvörn gegn …

Meira..»

Verndaráætlun um Breiðafjörð staðfest

Í síðustu viku undirritaði um-hverfisráðherra verndaráætlun fyrir Breiðafjörð fyrir árin 2014 – 2019. Áætlunin er stefnumörkun Breiðafjarðarnefndar og í henni er fjallað um sérstöðu fjarðarins hvað varðar landslag, jarðfræði, lífríki, sögu og menningarminjar. Leggur Breiðafjarðarnefnd m.a. áherslu á að viðhalda og vernda landslag og landslagsheildir, einstakar jarðmyndanir, svæði þar sem …

Meira..»

Miðvikudagsútgáfa í næstu viku

Þar sem Uppstigningadag ber upp á fimmtudag í næstu viku verður Stykkishólms-Pósturinn borinn út á miðvikudeginum 13. maí. Skilafrestur efnis í blaðið færist því fram til mánudagsins 11. maí – um hádegisbil. Eins og gestum stykkisholmsposturinn.is hafa tekið eftir, þá hefur nýr vefur tekið við af honum. Vefurinn snaefellingar.is er …

Meira..»

Styrkir úr veiðikortasjóði á Snæfellsnes

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2015. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 14 umsóknir að fjárhæð 51,6 milljónir króna. Til úthlutunar voru tæplega 26 milljónir króna. Ráðuneytið sendi umsóknir …

Meira..»

Mig sundlar

Gleðilegt sumar kæru lesendur Stykkishólmspóstsins. Sumardagurinn fyrsti var um margt sniðugur dagur. Veðrið var ævintýri líkast; sólskin, logn og svo hálf kjánalegur jólasnjór. Allstaðar um landið má finna eitthvað um að vera þennan dag: skrúðgöngur, tónleika, sprell og fjör fyrir fjölskylduna. Á mörgum stöðum er frítt í sund fyrir alla. …

Meira..»

Fiskmarkaður áfram í Stykkishólmi?

Undanfarna daga hafa forsvarsmenn Fiskmarkaðs Íslands átt fundi með trillusjómönnum, útgerðarfyrirtækjum og bæjar- og hafnaryfirvöldum hér í Stykkishólmi þar sem rætt hefur verið um framtíð fiskmarkaðarins hér. Bæring Guðmundsson er sem stendur eini starfsmaður Fiskmarkaðs Íslands hér í Stykkishólmi hefur verið sagt upp vegna fyrirhugaðrar lokunar starfsstöðvarinnar í Stykkishólmi. Starfsstöðin …

Meira..»

Tilboð opnuð í ljósleiðaratengingu

Eins og sagt hefur verið frá í Stykkishólms-Póstinum þá stendur til að hringtengja Snæfellsnes með ljósleiðara svo t.d. ekki verði rof á tengingu eins og varð hér skömmu fyrir síðustu áramót. Tilboð í verkið voru opnuð í Ríkiskaupum föstudaginn 24. apríl Um er að ræða tengingu frá Hörðubóli að botni …

Meira..»

Opið hús í Leikskólanum í Stykkishólmi

Síðasta vetrardag var opið hús í Leikskólanum í Stykkishólmi. Fjöldi gesta bar þar að garði og buðu börn og starfsfólk upp á veitingar og sýndu afrakstur starfs síns í leikskólanum. Þau voru misræðin en spjölluðu að sjálfsögðu við „sitt“ fólk. Heilu ævintýrin héngu á veggjum, grímubúningahönnun var hægt að skoða …

Meira..»