Snæfellsnes

Á góðri stund 2015

Tilkynning frá Hátíðarfélaginu Á fundi Hátíðarfélagsins sem haldinn var í gær, sunnudaginn 29. mars, var ákveðið hátíðin færi fram síðustu helgina í júlí venju samkvæmt. Stjórnin auglýsir hér með eftir framkvæmdarstjóra hátíðarinnar. Áhugasamir eru beðnir um að senda línu á netfangið agodristund@bref.is

Meira..»

Bilanir á rafmagni á Snæfellsnesi

Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellissandi og Rifi vegna bilunar á 66 kV flutningslínu Landsnets frá Vegamótum í Ólafsvík kl 22:37 á sunnudag. Voru varavélar RARIK ræstar til að koma á rafmagni í Ólafsvík, Hellisandi og Rifi.  Vinnuflokkur Landsnets fór til bilunarleitar á 66kV flutningslínunni Vegamót-Ólafsvík strax um kvöldið.  Í ljós …

Meira..»

Að gefnu tilefni: Yfirlýsing frá meirihluta bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar

Í hita leiksins vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar um að selja húseignina Hafnargata 7 hafa komið fram fullyrðingar sem nauðsynlegt er að leiðrétta og gera athugasemdir við. Að gefnu tilefni eru því settar fram skýringar hér og að auki er kynnt bókun meirihluta bæjarstjórnar sem var lögð fram á bæjarstjórnarfundinum sem …

Meira..»

Saumaskapur

Síðustu mánuði hafa hafa nokkrar áhugasamar handavinnukonur hist í Stykkishólmskirkju. Hefur fjölbreytt handavinna verið stunduð og stundum fjölmennt og stundum færri. Upprunalega var hugmyndin sú að styðja konur sem vildu sauma eitthvað sem tilheyrir íslensku þjóðbúningunum og hafa nokkrar komið og nýtt sér það. Öll handavinna er þó velkomin á …

Meira..»

Snæfellsstúlkur í úrvalsliði kvenna

Körfuknattleikssambandið kynnti s.l. þriðjudag úrvalslið seinni hluta tímabilsins hjá konunum. Það kom ekki á óvart að Snæfellsstúlkur yrðu þar í hópi. Þrír af fimm leikmönnum úrvalsliðsins eru frá Snæfelli, þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Kristen McCarthy. Að auki var Ingi Þór Steinþórsson þjálfari valinn besti þjálfarinn og Kristen McCarty …

Meira..»

Ferðasaga Starfsbrautar Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Starfsbraut Fjölbrautaskóla Snæfellinga tók þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta sem fram fór í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hér fylgir ferðasaga hópsins á keppnina. Í janúarlok fór hópurinn að hugsa um hvaða atriði við vildum fara með á keppnina en tveir nemendur sýndu mikinn áhuga á að taka þátt, var því ákveðið að …

Meira..»