Snæfellsnes

Göngur um helgina í Þjóðgarðinum: Jaðargata og Helgiganga

Nóg er um að vera í þjóðgarðinum þessa dagana en um helgina verður boðið upp á helgigöngu á laugardag og göngu um Jaðargötu á sunnudag. Helgigangan á laugardag verður með keltneskum brag og er í samstarfi við heimamenn og Starfshóp þjóðkirkjunnar um helgistaði á föruleiðum. Gengið verður frá Öndverðarnesi að Gufuskálum. …

Meira..»

Tölur af Snæfellsnesi

Óstaðfestar tölur af Snæfellsnesi: Grundarfjörður L-listi Samstaða bæjarmálafélag: 52,5% atkvæða – 4 menn D-listi Sjálfstæðisfélagið í Grundarfirði og óháðir: 47,5% atkvæða – 3 menn Eyja- og Miklaholtshreppur H-listi Betri byggð: 56,6% – 3 menn F-listli Sveitin:  43,4% – 2 menn Snæfellsbær D-listi Sjálfstæðisflokkur:  46,5% atkvæða – 4 menn J-listi 37,4% …

Meira..»

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Á þriðjudag var tilkynnt um hverjir væru tilnefndir til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða veitt sveitarfélagi, bæjarfélagi eða staðbundnu samfélagi sem hefur með samstilltu átaki lagt sitt af mörkum fyrir umhverfið í heild eða stuðlað að úrbótum varðandi afmarkað umhverfismál. Sveitarfélögin Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær á Snæfellsnesi …

Meira..»

Vetraropnun í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Frá 4. febrúar næstkomandi verður gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls opin alla virka daga en lokuð um helgar. Hingað til hefur gestastofan aðeins verið opin frá 20. maí til 10. september. Á undanförnum árum hefur ferðamönnum fjölgað mikið og er nú svo komið að þónokkur fjöldi heimsækir landið að vetri til. Undanfarin ár hafa …

Meira..»

Afmælisútgáfa

Nú rétt fyrir jólin 2013 gaf Kór Stykkishólmskirkju út geisladiskinn Ubi Caritas et Amor í tilefni þess að 70 ár voru liðin á síðasta ári frá því að kórinn var formlega stofnaður. Ráðist var í upptökur í apríl á síðasta ári í Stykkishólmskirkju og lauk þeim í nóvember sama ár. …

Meira..»

Stóra samhengið í aflatölum

Á vef Hagstofu Íslands www.hagstofa.is var birt í dag frétt um heimsafla.  Það er fróðlegt að sjá samhengið í hlutunum þegar allt er talið! Árið 2011 var heimsafli 94,6 milljónir tonna og jókst um 4,6 milljónir tonna frá árinu 2010, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Kyrrahafið gaf …

Meira..»

Rannsóknir á Hörpudiski á norðurhluta Breiðafjarðar

Árleg stofnmæling Hafrannsóknastofnunar á hörpudiski í Breiðafirði fór fram um borð í Dröfn RE dagana 14.-17. október sl. Leiðangursstjóri var Jónas Páll Jónasson og skipstjóri Gunnar Jóhannsson. Megin niðurstaða rannsóknanna sýnir að vísitala veiðistofns hörpudisks í norðurhluta útbreiðslusvæðisins mælist áfram lág, en greina mátti nokkuð góða nýliðun af eins árs …

Meira..»

610 tonn af síld

Það er búið að landa 610 tonnum af síld hérna í Stykkishólmi í haust og þar af eru 130 tonn úr Kolgrafarfirði. Vart hefur orðið við síldina alveg hér inn undir höfðana eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Jólastopp verður hjá vinnslunum nú í vikunni og því má gera ráð fyrir …

Meira..»