Snæfellsnes

Bátadagar á Breiðafirði 3. – 5. júlí 2015

Ákveðið hefur verið af aðstandendum Bátadaga á Breiðafirði að næstu dagar verði í byrjun júlí í sumar. Það eru súðbyrtir trébátar sem koma þarna saman í áttunda sinn og sigla saman um Breiðafjörðinn. Nú verður siglt um fjögur nes, Skálmarnes, Svínanes og Bæjarnes í Múlasveit og Skálanes í Gufudalssveit en …

Meira..»

Endurbætur á Helgafelli

Árið 2014 veitti Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrk til endurbóta á bílastæðum, breytinga og endurgerð göngustíga og gerð skilta á Helgafelli. Gríðarlegur straumur ferðamanna liggur upp á fellið og hefur gert í mörg ár. S.l. helgi var haldið þar grjóthleðslunámskeið og má sjá hluta af árangri þess á meðfylgjandi mynd sem tekin …

Meira..»

Upplestrarkeppnin

Þriðjudaginn 14. apríl s.l. fór fram Stóra Upplestrarkeppnin í Ólafsvíkurkirkju. Að vanda var þetta mjög hátíðleg stund og stóðu nemendur sig með sóma. Fyrir hönd Grunnskólans í Stykkishólmi kepptu Lóa Kristín Kristjánsdóttir, Samúel Alan Hafþórsson og Thelma Lind Hinriksdóttir sem lenti í öðru sæti keppninnar.Í fyrsta sæti var nemandi úr …

Meira..»

Snæfell 2-1 gegn Grindavík

Snæfell vann sannfærandi sigur 69-48 á Grindavík s.l. þriðjudagskvöld í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna.  Snæfell er þar með komið í 2-1 í viðureign liðanna en þrjá sigra þarf til að komast áfram. Liðin mætast aftur í kvöld í Grindavík og þá getur Snæfell með sigri, komist áfram í úrslitaleikina um Íslandsmeistaratitilinn, …

Meira..»

MAMMÚT og ALDA DÍS í Frystiklefanum

Eins og hefð er fyrir verða stórtónleikar í Frystiklefanum í Rifi um kvöld sumardagsins fyrsta, 23. apríl næstkomandi. Hljómsveitina MAMMÚT þarf vart að kynna. Sveitin vann músíktilraunir á sínum tíma og báðar breiðskífur þeirra (Karkari og Komdu til mín svarta systir) Unnu verðlaun fyrir bestu plötuna á íslensku tónlistarverðlaununum. Sveitin …

Meira..»

Fréttavefur Snæfellsness í loftið

Alveg er það tilvalið svona rétt í vetrarlokin að skella LOKSINS upp fréttavef fyrir Snæfellinga nær og fjær. Þetta er verkefni sem hefur verið á borðbrúninni hjá okkur í Anok margmiðlun í nokkur ár og lénið snaefellingar.is verið til jafnlengi. En nú er komið að því, vefurinn er kominn í …

Meira..»

Bátadagar á Breiðafirði 3. – 5. júlí 2015

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum (BogH), gengst nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í áttunda sinn þann 4 júlí nk. Eru eigendur trébáta hvattir til að mæta með báta sína. Nú er komið að því að heimsækja fjögur …

Meira..»

Á góðri stund 2015

Tilkynning frá Hátíðarfélaginu Á fundi Hátíðarfélagsins sem haldinn var í gær, sunnudaginn 29. mars, var ákveðið hátíðin færi fram síðustu helgina í júlí venju samkvæmt. Stjórnin auglýsir hér með eftir framkvæmdarstjóra hátíðarinnar. Áhugasamir eru beðnir um að senda línu á netfangið agodristund@bref.is

Meira..»

Bilanir á rafmagni á Snæfellsnesi

Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellissandi og Rifi vegna bilunar á 66 kV flutningslínu Landsnets frá Vegamótum í Ólafsvík kl 22:37 á sunnudag. Voru varavélar RARIK ræstar til að koma á rafmagni í Ólafsvík, Hellisandi og Rifi.  Vinnuflokkur Landsnets fór til bilunarleitar á 66kV flutningslínunni Vegamót-Ólafsvík strax um kvöldið.  Í ljós …

Meira..»