Snæfellsnes

Aðalfundur Stykkishólmssafnaðar

Aðalfundur Stykkishólmssafnaðar var haldinn í Stykkishólmskirkju s.l. mánudag. Mjög fámennt var á fundinum. Á fundinum fór formaður sóknarnefndar, Unnur Hildur Valdimarsdóttir yfir starf ársins 2012 og gjaldkeri Magndís Alexandersdóttir fór yfir reikninga. Tekjur safnaðarins eru talsvert ólíkar á milli áranna 2011 og 2012 og kemur þar helst til að munur …

Meira..»

Fjárlög 2014 og Stykkishólmur

Það er ekki endlega venjan að á þessum vettvangi sé mikið rætt um fjárlög ríkisins. En þar sem þau voru mál málanna daginn sem blaðið var í vinnslu þá vakti það forvitni undirritaðrar hvernig þau litu út svona í augum leikmanns og þá í tengslum við svæðið. Á vefnum fjarlog.is …

Meira..»

Reitarvegur hinn nýji

S.l. fimmtudag var haldinn fundur á Ráðhúsloftinu um skipulagsmál á Reitarvegi.  Kynnt var vinna vinnuhóps sem unnið hefur þetta ár að tillögum um skipulag á Reitarvegi.  Sigurbjartur Loftsson byggingarfulltrúi kynnti möguleika og þær umræður sem átt höfðu sér stað um þá.  Myndum af svæðinu var varpað upp á vegg.  Mæting …

Meira..»

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins verður haldin laugardaginn 28. september í íþróttahúsi Snæfellsbæjar klukkan 11:30. Á hátíðinni verða veittar viðurkenningar fyrir mestu framfarir, bestu og markahæstu leikmenn á liðnu sumri. Leikmenn Pepsideilarliðs Víkings sjá um að veita krökkunum viðurkenningarnar.

Meira..»

Viðar Björnsson 70 ára

Í tilefni 70 ára afmælis míns miðvikudaginn 7. ágúst n.k. langar mig að bjóða ættingjum, vinum og samstarfsfólki í gegnum tíðina, að gleðjast með mér og fjölskyldu minni, að Hótel Stykkishólmi á afmælisdaginn frá kl. 18 til 22. Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar. Í staðinn gætu þeir sem vilja styrkt Björgunarsveitina …

Meira..»

Hænsabú í skógi

Í nýræktinni er, skv. heimildarmönnum Stykkishólms-Póstsins fyrir nokkru síðan, risið hænsabú í landi skógræktarinnar.  Það er sjálfsagt gott og blessað enda hænsn gleðigjafar fyrir marga.  Það sem hinsvegar vekur furðu er að nýbbyggingar rísi þarna vegna þess að skipulagsmál þarna í kring og þá sérstaklega það svæði sem frístundabyggðin hefur blómstrað hefur verið í nokkurs konar frosti þar sem nefndir bæjarins hafa fjallað um málin síðan 2006 og enn virðist ekki komin niðurstaða í málin. 

Meira..»

Orgelstykki á Jónsmessu

Það er óhætt að fullyrða að fjölbreytnin verður í fyrirrúmi í tónleikaröð Listvinafélags Stykkishólmskirkju sem ber heitið Orgelstykki og hefst á Jónsmessunni n.k mánudag. Alls verða tónleikarnir 5 á tveimur vikum og hefjast kl. 20 virka daga en kl. 16 þegar þeir eru á laugardögum.

Meira..»

Tónlistin og húmorinn í fyrirrúmi

Gestir á tónleikum þeirra Siggu Beinteins, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Jógvan Hansen skemmtu sér konunglega í ríflega 2 tíma langri dagskrá sem þau fluttu s.l. sunnudag í Stykkishólmskirkju ekki síður en þau sjálf, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Í efnisskránni  drógu þau  fram ýmis hljóðfæri og sögur af tónlist sem þau krydduðu sögum og gamanmálum eins og þeim einum er lagið.  Gestir tóku margoft undir í söngnum á þessu fallega júníkvöldi í Stykkishólmi.

Meira..»

Danskir dagar 2013

Í ár verða danskir dagar haldnir helgina 16. - 18. ágúst n.k. Ungmennafélagið Snæfell heldur utan um hátíðina að þessu sinni og í fréttatilkynningu frá félaginu segir að hátíðin verði haldin með mjög svipuðu sniði og áður þó verður bryddað upp á þeirr nýbreytni að brekkusöngur verður bæði föstudags- og laugardagskvöld.

Meira..»

Sumarverkin

Það eru fastir liðir eins og venjulega í sumarbyrjun að laga þarf til í bænum. Starfsmenn áhaldahúss voru mættir snemma í gær á Nesveginn með malbik og skólfur og áttu mjög annríkt við að fylla í holur á götunni. Sumarblómin eru einnig komin í blómakerin í Hólmgarði og sóparabíll sópar göturnar. Þá má þjóðhátíðardagurinn koma.

Meira..»