Snæfellsnes

CoDa í Stykkishólmi

Stofnuð hefur verið CoDa deild (Codependent anonymous) í Stykkishólmi. Fundir eru í AA húsinu við Aðalgötu á þriðjudags- og sunnudagskvöldum kl.20.00.

Samtök þessi eru 12 spora samtök.  Þar skoða einstaklingar sína meðvirku hegðun og skaðlegar afleiðingar hennar á líf sitt. Leitað er lausnar í gegnum vinnu í sporunum 12 og með því að samhæfa reynslu, styrk og vonir á fundunum.  Inntöku- eða félagsgjöld eru engin, hver og einn kemur á sínum forsendum. 3.erfðavenja CoDa segir: Til þess að gerast CoDa félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að stofna til heilbrigðra og kærleiksríkra tengsla við aðra.

Meira..»

Mikilvægi náttúrurannsókna

Nýverið sendu Samtök náttúrustofa (SNS) opið bréf til allra framboða um mikilvægi náttúrurannsókna og framkvæmd þeirra með náttúrustofunum.  Vakin er athygli frambjóðenda á því hve fjárframlög til náttúrustofanna hafa rýrnað á síðastliðnum árum og þykir samtökunum ekki ásættanlegt að á sama tíma og fjárframlög ríkisins til náttúrustofa á landsbyggðinni hefur rýrnað um þriðjung hefur framlag ríkisins til Náttúrufræðistofnunar tvöfaldast.  Sömu lög gilda um þessar stofnanir og fagna náttúrufræðistofurnar auknu framlagi til náttúrurannsókna með fyrrgreindum athugasemdum.  Rýrnun fjárframlagsins hefur leitt til flutnings starfa frá landsbyggðinni og jafngildir rýrnunin 7 stöðugildum. Ljóst má vera að vegið hefur verið alvarlega að tilvist náttúrustofa með undangengnum niðurskurði og við svo búið má ekki una ef stofurnar eiga að starfa áfram og eflast.

Meira..»

Úthlutað í dag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í 3.sinn 2013

Samtals var úthlutað 278.751.200 kr. og fengu fimm verkefni Snæfellsnesi styrki að þessu sinni.  Lionsklúbbur Stykkishólms fékk 500.000 kr. til að gera fræðsluskilti í og við Stykkishólm.  Þróunarfélag Snæfellinga fékk 1.795.000 kr. í styrk tilað fara í umhverfishönnun og skipulag við Helgafell.  Þrjú verkefni á vegum Snæfellsbæjar fengu einnig styrk. 

Meira..»

Spurningunni um ESB verður að svara

Samfylkingin hefur fengið ágjafir úr ýmsum áttum vegna Evrópustefnu sinnar, meðal annars frá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, var jákvæður í afstöðu sinni gagnvart ESB fyrir landsfund Sjálfstæðismanna en skyndilega í kringum landsfund flokksins breyttist hljóðið í Bjarna gjörsamlega.

Meira..»

Áframhald Hannesarhagkerfisins?

Sjálfstæðismenn halda áfram að standa vörð um eiginhagsmuni kvótahafa. Málflutningur þeirra byggist, sem endranær, á því að þjóðinni sé fyrir bestu að örfáir aðilar fái að sitja að fiskveiðiheimildunum gegn einföldu loforði um að þeir hagi sér vel með þessa miklu hagsmuni og leyfi þjóðinni að njóta afrakstursins með sér. Það loforð hafa þessir aðilar svikið eins og öllum er kunnugt um.

Meira..»