Þriðjudagur , 14. ágúst 2018

Snæfellsnes

Nóg að gera í GSS

Það er nóg um að vera hjá grunnskólabörnum í grunn-skólanum í Stykkishólmi þessa síðustu daga fyrir páskafrí eins og líklega í öðrum skólum. Í gær miðvikudag voru nokkrir hressir nemendur að taka þátt í Skólahreysti, en hópurinn stóð sig mjög vel í fyrra og komst þá í úrslit. Nemendur hafa …

Meira..»

Virðing

Það var skemmtilegt að finna það traust sem ég fékk frá fólki innan H-listans þegar mér var boðið að vinna með þeim að málefnum Stykkishólms. Margir hafa komið að orði við mig og spurt hvort ég ætli að henda mér í pólitíkina. Allt í lífinu er pólitík þó svo að …

Meira..»

Reiðhallarfréttir

Hesteigendafélag Stykkishólms, HEFST, gekkst fyrir nokkru fyrir fjöröflunarkvöldi með bjúgnaveislu á Hótel Fransiskus. Vel var mætt á kvöldið og hafði skemmtinefnd safnað vinningum fyrir happdrætti sem efnt var til vegna þessa. Samtals safnaðist 333.000 kr. á fjáröflunarkvöldinu en auk þess safnaðist í skiltaauglýsingar 400.000 kr. Samtals 733.000 kr. Þá hafa …

Meira..»

Okkar Stykkishólmur kynnir framboðslista

Okkar Stykkishólmur kynnti síðastliðið mánudagskvöld fram-boðslista sinn á vel sóttum opnum fundi í Skúrnum. Okkar Stykkishólmur leggur m.a. áherslu á að mikilvægar ákvarðanir verði teknar með samstarfi allra bæjarfulltrúa í stað meirihlutaræðis. Í samræmi við það leggur listinn til að auglýst verði eftir bæjarstjóra að kosningum loknum. Okkar Stykkishólmur hyggst …

Meira..»

FKA Vesturland

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA er félag á landsvísu sem starfað hefur frá árinu 1999. Hlutverk FKA er að efla tengslanet og styðja kvenleiðtoga til að sækja fram og sameina þá. Félagið vinnur með aðilum á vinnumarkaði, fyrirtækjum, félagssamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt …

Meira..»

Deiliskipulag við Kirkjufellsfoss og Kolgrafafjörð

Deiliskipulagsvinna við Kirkjufellsfoss og Kolgrafafjörð er í fullum gangi og í síðustu viku voru tillögur þess efnis auglýstar á vef Grundarfjarðarbæjar. Kirkjufellsfoss Deiliskipulagstillagan er nú kynnt á vinnslustigi á vef Grundarfjarðarbæjar og með auglýsingu í svæðisbundnum fréttamiðli á tímabilinu 17. mars – 3. apríl 2018. Gefst þá tækifæri til að koma með ábendingar …

Meira..»

Okkar Stykkishólmur kynnir lista

Okkar Stykkishólmur kynnti framboð sitt til bæjarstjórnarkosninga í gærkveldi á veitingahúsinu Skúrnum í Stykkishólmi. Listinn er þannig skipaður: 1.Haukur Garðarsson 2.Erla Friðriksdóttir 3.Theódóra Matthíasdóttir 4.Árni Ásgeirsson 5.Heiðrún Höskuldsdóttir 6.Björgvin Sigurbjörnsson 7.Hjalti Viðarsson 8.Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir 9.Rósa Kristín Indriðadóttir 10.Jón Jakobsson 11.Kristín Rós Jóhannesdóttir 12.Björgvin Guðmundsson 13.Ísól Lilja Róbertsdóttir 14.Jósep Blöndal …

Meira..»

Beikontómatsúpa

Takk Þóra Sonja mín fyrir að treysta mér fyrir þessu verkefni, hún veit það vel að maðurinn minn sér um að elda á mínu heimili en það kemur fyrir að ég fæ að láta ljós mitt skína í eldhúsinu. Ég hef verið að fara öðru hverju norður á Akureyri í …

Meira..»

Látum Jarðarstund vera gæðastund

Þann 24. mars næstkomandi verður hinn árlegi og alþjóðlegi viðburður Earth Hour, eða Jarðarstund, haldinn í 11. skipti. Þá munu milljónir jarðarbúa koma saman í fjölmörgum löndum, til þess að vekja athygli á loftslagsbreytingum af mannavöldum. Í tilefni Jarðarstundar munu merk mannvirki víðs vegar um heim standa óupplýst og í …

Meira..»