Laugardagur , 22. september 2018

Snæfellsnes

Viðbragðsaðilar með kynningu í Von

1-1-2 dagurinn var haldinn hátíðlegur á síðasta sunnudag en fresta þurfti honum vegna veðurs þann 11. febrúar þegar hann átti að vera. Allir viðbragðsaðilar í Snæfellsbæ tóku að venju þátt í deginum. Hófst hann á því að ekið var í bílalest frá slökkvistöðinni í Ólafsvík og um götur í Ólafsvík, …

Meira..»

Persónukjör til sveitarstjórnar

Að undanförnu hafa verið umræður í Stykkishólmspóstinum og meðal bæjarbúa um hvort að beri að stefna að persónukjöri fyrir næstu sveitarstjórnakosningar. Gefnar hafa verið nokkrar ástæður fyrir slíkri kosningu. En hvað þýðir persónukjör til sveitarstjórnar. Í lögum um kosningu til sveitastjórna kemur fram að almennt skuli kjósa listakosningu. Ef hins …

Meira..»

Gjöf til Foreldrafélagsins

Lionsklúbbur Ólafsvíkur afhenti Foreldrafélagi leikskólans Krílakots peningagjöf á dögunum. Upphæð gjafarinnar er 213.600, það var Tinna Ýr Gunnarsdóttir úr stjórn foreldrafélagsins sem veitti gjöfinni viðtöku. Foreldrafélagið sér um jólaföndur á leikskólanum, útskrift elstu leikskólabarnanna og vorferð á hverju vori ásamt fleiru. Ekki er búið að taka ákvörðun um í hvað …

Meira..»

Hlýjar hendur

Fyrr í vetur afhentu kvenfélagskonur á Hellissandi Leikskólanum Kríubóli vettlinga og gengur verkefnið þeirra undir nafninu „Hlýjar hendur“ kvenfélagskonur í Kvenfélagi Ólafsvíkur fylgdu góðu fordæmi kvenfélagskvenna á Hellissandi og prjónuðu vettlinga fyrir Leikskólann Krílakot. Vettlingana afhentu þær Steiney K. Ólafsdóttir, ritari Kvenfélags Ólafsvíkur og Hanna Metta Bjarnadóttir gjaldkeri, Ingigerði Stefánsdóttur …

Meira..»

Gjafir til grunnskólans í Stykkishólmi

venfélagskonur hafa komið færandi hendi til okkar í skólann í vetur. Fyrst í haust með spjaldtölvu og svo aftur síðastliðinn föstudag með svokallaðan Cat-kassa og heyrnahlífar. CAT-kassinn er kjörinn fyrir foreldra, kennara og annað fagfólk sem starfar með börnum, unglingum og fullorðnum. Markmiðið með kennsluefninu er að auka skilning nemenda …

Meira..»

Gáfu sjódælu í Björgina

Lionsklúbbur Ólafsvíkur færði Björgunarbátnum Björg sjódælu að gjöf á dögunum. Dæla þessi mun nýtast vel en með henni er hægt að dæla upp úr bátum hvort sem þeir eru úti á sjó eða í höfn. Dælan er af gerðinni Yanmar frá Marás og er hún töluvert öflugri en dælan sem …

Meira..»

Okkar Stykkishólmur

Við viljum endilega þakka fyrir góðar viðtökur vegna skrifa okkar í síðasta Stykkishólmspósti og þakka fólki fyrir góðar og áhugaverðar samræður. Það er nokkuð ljóst að mikill áhugi er fyrir þátttöku í sveitarstjórnarmálum með einum eða öðrum hætti. Fólk virðist hafa áhuga á breyttum stjórnarháttum og að forgangsröðun verði endurskoðuð. …

Meira..»