Snæfellsnes

Sögusvið í sjónvarpsþáttaseríu

Stykkishólmur hefur í gegnum tíðina verið vinsæll tökustaður fyrir auglýsingagerð, kvikmyndagerð og sjónvarpsefni. Legið hefur fyrir í nokkuð langan tíma nú að tökur myndu hefjast í janúar á sjónvarpsþáttaröð hér í Stykkishólmi á vegum Saga Film. Stutt er síðan starfsfólk Saga Film pakkaði saman búnaði hér á höfninni eftir tökur …

Meira..»

Lóðamál í Stykkishólmi

Enn hefur fólk hug á að byggja hér í Stykkishólmi. Þannig var staðfest úthlutun lóðar við Hjallatanga 48 en tvær umsóknir bárust um lóðina sem hefur verið um nokkurt skeið á úthlutunarlista og því gilti, fyrstur kemur fyrstur fær. Lóðinni var úthlutað til Berglindar Axelsdóttur. Lóð við Arnarborg 11 kemur …

Meira..»

Íslandsmótið í atskák í Stykkishólmi

Skáksamband Íslands leitaði í haust til Stykkishólmsbæjar eftir samstarfi um að halda einn af stærstu skákviðburðum ársins, Íslandsmótið í atskák,  í Hólminum. Bæjaryfirvöld tóku beiðninni ákfalega vel og skákmenn horfðu til nýja Amtbókasafnsins upp á heppilegan keppnisstað. Íslandsmótið í atskák fór svo fram um síðustu helgi í Amtbókasafninu og mættu …

Meira..»

Gjafir til Snæfells

Í tilefni af 80 ára afmæli Snæfells afhenti Lionsklúbburinn Harpa fimleikadeildinni styrk til tækjakaupa að upphæð 150.000 krónur. Á myndinni má sjá formann Snæfells Hjörleif Kristinn Hjörleifsson og gjaldkera Maríu Valdimarsdóttur taka við styknum úr hendi Lionskvenna Berglindi Axelsdóttur og Ragnheiði Hörpu Sveinsdóttur.

Meira..»

Gjafir til leikskólans

Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi afhenti leikskólanum nýlega kennsluefnið Vináttu sem er eineltisverkefni Barnaheilla. Leikskólinn er þessa dagana að innleiða efnið með 3-5 ára nemendum. Námsefnið samanstendur af tösku sem í eru ýmsar bækur, sönglög, spjöld með verkefnum og bangsinn Blær. Öll börnin sem taka þátt í verkefninu fá sinn bangsa, …

Meira..»

Hey í húsi

Þær eru kátar með heyfenginn í hlöðunni á Einarsstöðum þessar skjátur þó nóg sé að bíta og brenna utandyra enda tíðin óvenjugóð. Fólk vinnur verk utanhúss þessar vikurnar eins og sumar væri! Það styttist í annan endann árið 2018 – aðventa að færast nær. Undirbúningur jólagjafahandbókar Snæfellsness er á lokametrunum …

Meira..»

30 milljónir á Vesturland

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur veitt landshlutasamtökum sveitarfélaga níu verkefnastyrki á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Þetta er í fyrsta sinn sem framlögum úr byggðaáætlun er úthlutað að fengnum umsóknum og stendur til, að sögn Sigurðar Ing Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að fjölga slíkum samkeppnispottum jafnt og þétt á næstunni. …

Meira..»

Hver er á myndinni?

S.l. miðvikudag voru skoðaðar myndir í Amtsbókasafninu úr safni Ljósmyndasafns Stykkishólms. Meðfylgjandi mynd var skoðuð en ekki tókst að finna út hvaða konur væru á henni. Því er leitað til lesenda Stykkishólms-Póstsins og snaefellingar.is til hjálpar! Ábendingar óskast sendar á netfangið magnus@stykkisholmur.is Næsta myndaskoðun verður í Amtsbókasafninu miðvikudaginn 21. nóvember …

Meira..»

Sköpun í GSS

Á síðastliðnu skólaári 2017 – 2018 gerðum við tilraun með þverfaglegt aldursblandað fag sem fékk nafnið Sköpun. Þrjár megin ástæður þess að stjórnendum  og kennurum þótti vert að fara í þessar breytingar voru að: Auka vægi list- og verkgreinakennslu í samræmi við aðalnámsskrá og viðmiðunarstundatöflu. Auka val hjá yngstu nemendum  …

Meira..»