Þriðjudagur , 14. ágúst 2018

Snæfellsnes

Styrkt úr Menningarsjóði

Þann 29. desember síðastliðinn veitti Menningarsjóðurinn Fegurri Byggðir, Sjóminjasafninu í sjómannagarðinum á Hellissandi viðurkenningu og styrk að upphæð 200.000 krónur. Stjórn sjómannasafnsins með Þóru Olsen í fararbroddi hefur unnið mikið starf í uppbyggingu á húsnæði safnsins ásamt því að settar hafa verið upp metnaðarfullar sýningar í safninu. Markmið menningarsjóðsins er …

Meira..»

Jólin kvödd í fallegu veðri

Það er alltaf mikið um dýrðir þegar jólin eru kvödd í Ólafsvík á þrettándanum og var engin undantekning á því í ár. Þrettándabrenna var tendruð við Hvalsá að lokinni skrúðgöngu sem farin var frá Pakkshúsinu. Fjölmennt var í skrúðgöngunni sem leidd var af álfadrottningu, álfakóng og ýmsum púkum og verum. …

Meira..»

Ótrúlegur uppgangur hjá Skotfélagi Snæfellsness

Um leið og við sendum Snæfellingum öllum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í starfsemi félagsins á árinu. Á nýliðnu ári fagnaði Skotfélag Snæfellsness 30 ára starfsafmæli og má segja að þetta hafi verið mjög viðburðaríkt ár, það allra besta í sögu …

Meira..»

Annáll Náttúrustofu Vesturlands 2017

Árið 2017 var annasamt hjá starfsfólki náttúrustofunar eins og endranær. Á stofunni unnu 3-4 fastráðnir starfsmenn á hverjum tíma, auk sumarstarfsmanna, háskólanema og sjálfboðaliða. Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee, líffræðingar, unnu bæði í fullu starfi að fjölbreyttum verkefnum allt tímabilið. Birna Heide Reynisdóttir, líffræðingur, vann í 80% stöðu …

Meira..»

Úthlutanir úr Lista- og menningar-sjóði Stykkishólmsbæjar 2018

11 umsóknir um styrki bárust stjórn sjóðsins og fengu þær allar styrki: Bók, Sögur úr Stykkishólmi og Helgafellssveit. Hanna Jónsdóttir 200.000 kr. Júlíana – hátíð sögu og bóka 150.000 kr. Kór Stykkishólmskirkju 180.000 kr. Ljúfmetismarkaður 120.000 kr. Ljósmyndabók Ægir Jóhannsson 250.000 kr. Lúðrasveit Stykkishólms 200.000 kr. Leikfélagið Grímnir 250.000 kr. …

Meira..»

Snæfellsfréttir

Meistaraflokkur kvenna í körfuknattleiksdeild Snæfells stendur í stórræðum þessa dagana, þar sem undanúrslit í Maltbikarnum eru að hefjast á morgun í Laugardalshöllinni.  Þar mæta stelpurnar Keflavík kl. 20. Miðasala fer fram í Íþróttahúsinu í Stykkishólmi fram til kl. 16 fimmtudaginn 11. janúar. Nú mæta náttúrulega allir á völlinn að hvetja …

Meira..»