Snæfellsnes

Ársreikningur, fyrri umræða

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2017 var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Rekstrartekjur A+B hluta eru samtals 1.481.405.000. Rekstrargjöld A+B hluta án afskrifta 1.369.993.000. Rekstrarniðurstaða að teknu tilliti til afskrifta og og fjármagnsliða er neikvæð um 8.887.000 kr. Áætlun 2017 gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp …

Meira..»

Átak gegn plasti

Krakkarnir í 6. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar ætla svo sannarlega að láta til sín taka í umhverfismálum. Ætla þau að hafa áhrif með plastrannsóknum, plastlausum áskorunum og hreinsunum en Grunnskóli Snæfellsbæjar er í samstarfi við Landvernd að vinna að þróunarverkefni sem heitir Hreint haf, Ungt fólk á móti plasti. Stefnt er …

Meira..»

Á leirnámskeiði hjá FEBS

Nokkrar konur úr Kvenfélagi Ólafsvíkur skelltu sér á leirnámskeið hjá Félagi eldriborgara í Snæfellsbæ í vetur. Þar nutu þær leiðsagnar þeirra Guðrúnar Tryggvadóttur og Emanúels Ragnarssonar. Á námskeiðinu unnu þær fjölbreytta hluti úr leir lærðu þær ýmsar leiðir til að búa til muni. Ein þeirra mótaði fugl fríhendist á meðan …

Meira..»

78. héraðsþing HSH

Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu hélt ársþing sitt í Samkomuhúsinu í Grundarfirði 16. apríl s.l. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og gekk þingið vel fyrir sig undir stjórn Bjargar Ágústdóttur þingforseta. Hjörleifur K. Hjörleifsson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn eru Berglind Long, Garðar Svansson, Ragnhildur Sigurðardóttir og …

Meira..»

Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti var í síðustu viku og var mikið um að vera um allt Snæfellsnes, enda veður með eindæmum gott. Alls kyns viðburðir voru og fólk var mikið á ferðinni. Lömbin á Einarsstöðum, í Nýræktinni, völdu þann dag til að láta sjá sig. Þau fengu umsvifalaust nöfnin Sól og Blíða …

Meira..»

Karlakórinn Kári

Karlakórinn Kári heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 5. maí kl. 17.00. Grundartangakórinn undir stjórn Atla Guðlaugssonar verða gestir þeirra á þessum tónleikum. Þá heldur Karlakórinn Kári afmælistónleika í tilefni af 10 ára afmæli kórsins í Félagsheimilinu á Klifi 13. maí kl. 20.00. Gestir kórsins verða Eyþór Ingi söngvari/uppistandari, Karlakórinn Heiðbjört, …

Meira..»

Margt um að vera í sumarbyrjun

19. apríl, var boðið upp á ýmiskonar afþreyingu og skemmtanir á Snæfellsnesi en ástæðan var meðal annars að sumardagurinn fyrsti er safnaog sýningardagur á Snæfellsnesi, það er fyrsti hluti barnamenningarhátíðar á Snæfellsnesi 2018. Verkefnið er samstarf Svæðisgarðsins Snæfellsnes, Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla og einnig safna- og sýningarfólks á Snæfellsnesi. Meðal …

Meira..»

Fótboltaæfingar alla helgina

Nýliðna helgi voru haldnar fótboltabúðir í Stykkishólmi sem UMF Snæfells stóð að. Félagið fékk til sín Heiðar Birni Torleifsson til að leiða æfingabúðirnar en hann þjálfar undir merkjum Coerver Coaching aðferðarfræðarinnar. Þessi aðferð byggir á hugmynda- og æfingaáætlun sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum en sérstaklega aldrinum 6-16 …

Meira..»

Boltinn af stað

Meistaraflokkslið Víkings var rétt komið heim úr æfingaferð til Spánar þegar keppni hófst í Mjólkurbikarnum, fyrsta lið sem Víkingur mætti var lið KFG á Bessastaðavelli þann 19. apríl. Leikurinn fór 0-5 fyrir Víking en Ívar Reynir Antonsson skoraði eitt og Kwame Quee skoraði tvö, leikmenn KFG skoruðu tvö sjálfsmörk. Með …

Meira..»