Snæfellsnes

Okkar Stykkishólmur

Við viljum endilega þakka fyrir góðar viðtökur vegna skrifa okkar í síðasta Stykkishólmspósti og þakka fólki fyrir góðar og áhugaverðar samræður. Það er nokkuð ljóst að mikill áhugi er fyrir þátttöku í sveitarstjórnarmálum með einum eða öðrum hætti. Fólk virðist hafa áhuga á breyttum stjórnarháttum og að forgangsröðun verði endurskoðuð. …

Meira..»

Rappað í grunnskólanum

Júlíönuhátíðin hér í Stykkishólmi verður haldin með pompi og prakt í næstu viku. Í tengslum við hátíðina hafa aðstandendur hátíðarinnar farið í samstarf við Grunnskóla Stykkishólms um verkefni með nemendum skólans. Í ár stóð til að Unnsteinn Manúel kæmi að vinna með krökkunum en af óviðráðanlegum orsökum breyttust þær áætlanir …

Meira..»

Rúta festi sig í Höfðanum

52 manna rúta frá Hópbílum festi sig í Búlandshöfða á síðasta föstudag. Atvikið átti sér stað þegar rútan ætlaði að aka inn á þjóðveginn frá útskýnisskotinu í Búlandshöfða. Vildi ekki betur til en að við það festist rútan. Haft var samband við snjómokstursaðila í Ólafsvík sem mætti á svæðið og …

Meira..»

Þorrablót í Röstinni

Þorrblótsgestir létu veðrið ekki aftra sér á laugardagskvöldið en þá var Þorrablót Neshrepps utan Ennis haldið í Röstinni á Hellissandi. Það voru Lionsklúbbur Nesþinga, Lionsklúbburinn Þerna og Kvenfélag Hellissands sem stóðu að blótinu. Vel var mætt á blótið en 180 miðar seldust á það. Veislustjóri kvöldsins var hin eina sanna …

Meira..»

Bæjarráð Stykkishólms fundar

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar fundaði 8. febrúar s.l. Bæjarráðið samþykkti samkomulag um lóðir við Austurgötu 12 og Ægisgötu 1 og að gefin verði út ný lóðabréf um þessar lóðir. Umfjöllun um þessar lóðir hafa staðið yfir í langan tíma hjá Stykkishólmsbæ en nú hillir undir málalyktir. Svo er að skilja á fundargerðinni …

Meira..»

Nóg að gera hjá björgunarsveitum

Enn ein djúp lægð gekk yfir landið um síðustu helgi með tilheyrandi látum í veðrinu og var ekkert ferðaveður þegar veðrið var sem verst. Verulega bætti í snjó og höfðu mokstursaðilar nóg að. Mikill snjór var einnig í Búlandshöfða, það auðveldaði ekki moksturinn hjá verktökum Vegagerðarinnar að bílar voru fastir …

Meira..»

Sundlaugin í Stykkishólmi opin á ný

Við sögðum frá því í síðasta tölublaði að leki hefði komið upp við útisundlaugina hér í Stykkishólmi með þeim afleiðingum að hún var lokuð í nokkra daga. Komið hefur í ljós að lagnir hafa farið í sundur sem liggja að vaðlaug sem orsökuðu gríðarlega mikinn vatnsleka. Það var því gripið …

Meira..»

Dans, dans, dans

Um síðustu áramót hófust dansnámskeið sem Óðinn Eddy Valdimarsson stendur fyrir í Íþróttahúsinu. Óðinn sem flutti hingað í Hólminn s.l. haust fannst vanta afþreyingu fyrir krakkana og þar sem hann sjálfur var alltaf mikið í íþróttum og dansi ákvað hann að kanna áhuga fyrir dansnámskeiðum hér. Óðinn hefur kennt dans …

Meira..»

Breytt landslag

Undanfarna daga og vikur hefur snjór verið með mesta móti hér um slóðir. Hefur margt oft heyrst til fólks sem segist ekki muna annað eins. Úrkoma í Stykkishólmi mældist 84,7 mm í janúar en víða um landið var hún allt að 40% meiri en meðaltal áranna 1961-1990. Það sem af …

Meira..»

Öskudagur í óveðri

Það var kátt á hjalla í Leikskólanum í Stykkishólmi í dag, Öskudag. Krakkarnir skörtuðu þar sínum eigin búningum sem þau hafa unnið hörðum höndum að síðastliðnar vikur. Á meðfylgjandi mynd sem Elísabet Björgvinsdóttir tók má sjá hversu litríkir búningarnir eru. Mikið fjör var um morguninn þegar balli var slegið upp …

Meira..»