Miðvikudagur , 26. september 2018

Snæfellsnes

Bókasafn afhent 1. nóvember

Vel gengur við byggingu bókasafns við Grunnskólann. Skv. upplýsingum frá Skipavík sem sér um verkið verður húsið afhent Stykkishólmsbæ 1. nóvember n.k. Annars eru framkvæmdir hafnar hjá Skipavík við byggingu íbúðarhúsnæðis við Móholt en þar er fyrirhugað að byggja 4 litlar íbúðir. Þær íbúðir verða tilbúnar 1. maí 2018. Skipavík …

Meira..»

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfs

Árlegt fótboltamaraþon og uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins í fótbolta fór fram um síðustu helgi. Spilaður var fótbolti í sólarhring og skipt upp tímanum á Stykkishólm, Grundarfjörð og Snæfellsbæ. Fyrr í vikunni höfðu krakkarnir gengið í hús og safnað áheitum og safnaðist vel. Skemmtu bæði krakkarnir og fullorðnir sér mjög vel. Eins og …

Meira..»

Keppni í Útsvari lokið

Það var sannkallaður Vesturlandsslagur í Útsvari á síðasta föstudag. Þá mættust lið Akraness og lið Snæfellbæjar. Lið Akraness var skipað þaulvönu fólki þeim; Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur, Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur og Erni Arnarsyni. En þau komust alla leið í úrslitaþáttinn síðasta vetur þar sem þau töpuðu þó fyrir liði Fjarðarbyggðjar. Lið …

Meira..»

Mikil fjölgun á tjaldstæðum

Íbúar Snæfellsbæjar hafa ekki farið varhluta af auknumferðamannastraumi til landsins frekar en aðrir landsmenn.Mikil aukning var á fjölda gesta á tjaldstæðunum í Snæfellsbæ á milli ára en Snæfellsbær rekur tjaldstæðið í Ólafsvík og á Hellissandi. Í maí árið 2016 komu 380 gestir en í ár voru þeir 1145. Í júní …

Meira..»

Afmæli leikskólans

Nú líður að 60 ára afmæli Leikskólans í Stykkishólmi en það er þann 7. október. Það var í október 1957 sem St. Fransiskussystur opnuðu leikskóla hér í Stykkishólmi. Í ljósi sögunnar er þetta mjög merkilegt þar sem á þessum tíma eða árið 1960 voru 12 leikskólar í Reykjavík og enn …

Meira..»

Lionsklúbburinn færir Stykkishólmskirkju gjöf

Lionsklúbburinn í Stykkishólmi færði á dögunum Stykkishólmskirkju gjöf til þess ætlaða að hægt sé að senda út beint hljóð og mynd frá útförum í Stykkishólmskirkju til dvalarheimlisins í Stykkishólmi og St. Fransiskusspítala. Verðmæti gjafar Lionsmanna er tæplega 1 milljón króna. Lionsklúbburinn fékk Anok margmiðlun ehf til liðs við sig við …

Meira..»

Sköpun í GSS

Í haust var farið af stað með nýtt valfag sem heitir Sköpun. Þar eru 1.- 4. bekkur saman með listgreinakennurum og umsjónakennurum. Listgreinakennarar skipuleggja námið sem gengur útá þemavinnu. Nemendur fá að velja sér hvernig þau vilja vinna með þemað hverju sinni. Í fyrstu skólavikunni var farið í fjöruna og …

Meira..»

Söfnin

Safna- og menningarmálanefnd hélt sinn hundraðasta fund 12. september s.l. Í fundargerð kemur fram að gestum á söfnin hefur fækkað á þessu ári. Ræddar voru ástæður þess. T.d. hafa hóparnir sem komið hafa á Eldfjallasafnið í tenglsum við Harald Sigurðsson ekki skilað sér í sumar. Fyrir liggur að fara á …

Meira..»

Reisugildi

Um helgina var reisugildi við nýja húsið á Mel sem stendur við Höfðagötu 13. Þorbergur Bæringsson og félagar í Þ.B. Borg ehf standa að smíði hússins. Ein þeir eru víðar við vinnu því fjórbýlishús númer tvö er í byggingu við Neskinn og þar er neðri hæð risin.     am/frettir@snaefellingar.is/Mynd: …

Meira..»