Snæfellsnes

Baldur frá í 3-4 vikur!

Bilun kom upp í aðalvél Baldurs s.l. helgi og er ljóst að viðgerð mun taka a.m.k. 3-4 vikur. Um flókið verk er að ræða sem vonandi tekst að klára á þessum tíma. Ekki verður því siglt með bifreiðar yfir fjörðinn þann tíma. Farþegaskipið Særún mun sigla út í Flatey á …

Meira..»

Fráveita

Mikið er rætt þessa dagana um frárennsliskerfi byggðra bóla á Íslandi og ljóst að gera þarf bragarbót í þeim málum. Miklu skiptir að íbúar hugi vel að því hvað fer í klósettin og hvað í ruslið. Frárennsliskerfið hér í Stykkishólmi þarfnast endurbóta en haustið 2015 voru fengnar tillögur frá verkfræðistofunni …

Meira..»

Silfurgata 1 rís á ný

Þessa dagana er verið að reisa á nýjan leik hús við Silfurgötu 1. Lengi hefur staðið til að endurbyggja húsið og er loks komið að því en sökkull var steyptur fyrr á þessu ári. Verið var að reisa veggina á miðvikudag og reiknað með að klára það verk þann daginn. …

Meira..»

Bókagjafir frá Póllandi

Agnieszka Imgront sem kennir pólskum börnum móðurmál sitt í grunnskólum á Snæfellsnesi og fjölskylda hennar færðu bæði leikskólanum og grunnskólanum bókagjafir í tilefni dagsins. Þau hafa ásamt öðrum komið á fót pólsku bókasafni í kassa í Ólafsvík til að auðvelda aðgengi pólskra barna að lesefni á móðurmálinu og nú er …

Meira..»

Baldursbryggjan

Baldursbrúin, brúin sem er keyrslubrú upp úr Baldri í Stykkishólmshöfn, hrundi seinnipartinn á mánudag. Í fyrstu var talið að rekja mætti atvikið til rafmagnsleysis vegna framkvæmda sem standa yfir í Súgandisey. Í ljós hefur komið að svo var ekki heldur gaf soðning sig svo að annar af tveimur tjökkum sem …

Meira..»

Ekki sameinað

Eins og fram kom í Stykkishólms-Póstinum í síðustu viku þá var það niðurstaða bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar að ekki yrði efnt til íbúakosninga um sameiningu að svo stöddu. Því er við þá frétt að bæta að afgreiðslan var gerð með einróma samþykki bæjarfulltrúa Grundarfjarðar. Sameiningarnefndin fundaði s.l. fimmtudag var í kjölfarið send …

Meira..»

Nýtt hús tekið í gagnið í desember

Nýja bókasafnshúsið sem verið er að byggja við hlið Grunnskólans er nú á lokastigum framkvæmdarinnar og skv. upplýsingum frá bæjarstjóra er stefnt að flutningi með bókasafnið í desember. Við sögðum frá því hér í byrjun nóvember að til stæði að Eldfjallasafnið flytti í Hafnargötu 7, þar sem bókasafnið er nú …

Meira..»

Kæru vinir Jól í skókassa

Móttökudagurinn okkar var á fimmtudaginn 2. nóvember í Stykkishólmskirkju Frá KFUM & K fengum við myndband sem við sýndum, þar var sýnt frá ferðalag til Ukaraina og afhendingu skókassana. Nú söfnuðust 87 skókassar og við fengum 10.000 kr. í pengingagjöf. Það kemur sér vel fyrir verkefnið. Við viljum senda innilegt …

Meira..»

Ekki sameinað, að sinni.

Eins og fram kom í Stykkishólms-Póstinum í gær þá var það niðurstaða bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar í síðustu viku að ekki yrði efnt til íbúakosninga um sameiningu að svo stöddu. Því er við þá frétt að bæta að afgreiðslan var gerð með einróma samþykki bæjarfulltrúa Grundarfjarðar. Sameiningarnenfdin fundaði í gær og er …

Meira..»