Snæfellsnes

Fundur í dag í sameiningarnefnd

Grundarfjarðarbær hélt bæjarstjórnarfund í síðustu viku þar sem m.a. var fjallað um sameiningarmálin í Stykkishólmi, Grundarfirði og Helgafellssveit. Niðurstaða bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar var að efna ekki til íbúakosninga um sameiningu að svo stöddu. Hvað þetta þýðir með framhald viðræðna kemur í ljós í þessari viku væntanlega, þar sem sameiningarnefndin heldur fund …

Meira..»

Kvenfélagið gefur

Legudeild St. Fransiskuspítala barst góð gjöf í síðustu viku þegar Kvenfélagið Hringurinn gaf deildinni snjallsjónvarp af nýjustu gerð ásamt veggfestingu. Það var Svanhildur Jónsdóttir formaður kvenfélagsins sem afhenti Hrafnhildi Jónsdóttur deildarstjóra sjónvarpið sem brátt verður komið fyrir á endanlegum stað á deildinni. Vildi Hrafnhildur við þetta tækifæri koma á framfæri …

Meira..»

Öryggið á götunum

Aðlfundur foreldrafélags Leikskólans var haldinn 17. október síðastliðinn og komu þar fram miklar áhyggjur foreldra og stjórnar foreldrafélagsins varðandi umferðaröryggismál í Stykkishólmi og Anna Margrét Pálsdóttir gerði einmitt að umfjöllunarefni í grein í síðasta Stykkishólms-Pósti. Foreldrafélagið hefur nú komið áhyggjunum á framfæri við bæjarstjóra sem taka mun málið upp á …

Meira..»

Vel heppnaður haustmarkaður á Breiðabliki

Árlegur haustmarkaður var haldinn á Breiðabliki s.l. sunnudag. Verslað var með mat og handverk hvaðanæva af Snæfellsnesi og var mikil aðsókn að markaðnum allan daginn og góð sala. Augljósar framfarir hafa orðið í vöruþróun á markaðnum og var meðal annars hægt að kaupa kjöt af lömbum, ám, nautum, kálfum og …

Meira..»

Nýr formaður HSH

Fyrir nokkru tók nýr formaður við í Héraðssambandi Snæfellsnes og Hnappadalssýslu en félagið hafði þá verið formannslaust síðustu þrjú ár. Við formennsku tók Hjörleifur K. Hjörleifsson, formaður aðalstjórnar Ungmennafélagsins Snæfells í Stykkishólmi. Ekki er þó gert ráð fyrir að hann sitji lengi. Jafnvel ekki nema fram að sambandsþingi sem boðað …

Meira..»

Öldungaráð Stykkishólms

Öldungaráð Stykkishólms hélt sinn annan fund á kjörtímabilinu. Í ráðinu sitja Einar Karlsson, Dagbjört Höskuldsdóttir, Brynja Reynisdóttir, Kristín Sigríður Hannesdóttir og Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir sem jafnframt er formaður. Ráðið setti sér vinnu- og skipulagsreglur á fundinum en ráðið skal vera bæjarstjórn Stykkishólms til ráðgjafar um málefni og hagsmuni sem varða …

Meira..»

Öryggismálin í íþróttahúsinu

Eins og sjá má í blaðinu í dag er verið að auglýsa eftir starfsmanni í íþróttamiðstöð. Er þar um að ræða vöktun í búningsklefum á skólatíma en búningsklefar eru viðkvæmustu svæðin í skólaumhverfi fyrir einelti. Vöktunarkerfi sundlaugarinnar á einnig að endurnýja en það var komið til ára sinna. am

Meira..»

Félagsmiðstöðin á faraldsfæti

Íþrótta- og æskulýðsnefnd fundaði um miðjan október og á fundinum fór bæjarstjóri yfir hugmyndir um fyrirhugaða byggingu félagsmiðstöðvar. Upphaflega var gert ráð fyrir því að Ásbyrgi og félagsmiðstöðin myndu samnýta hús sem byggt verður á þeim stað sem gamla bensínstöðin er og x-ið er núna. Nú er hinsvegar talið að …

Meira..»

A, b, c, d, e, f, g

Kosningar fóru fram til Alþingis s.l. helgi. Aldrei hafa fleiri framboðslistar verið í NV kjördæmi. Áttu eflaust margir við valkvíða að stríða af þeim sökum á laugardag. Á kosninganótt duttu menn inn og út af þingmannalistum kjördæmanna en þegar síðustu tölur höfðu borist yfirkjörstjórn og þá einmitt frá NV kjördæmi …

Meira..»