Miðvikudagur , 26. september 2018

Snæfellsnes

Gestirnir okkar

Eitt af haustverkunum við útgáfu Stykkishólms-Póstsins er að fylgjast með og birta tölur yfir gestakomur hingað í Hólminn. Við birtum fyrir skömmu tölur um gesti tjaldsvæðisins og nú höfum við fengið aðrar tölur yfir gestakomur. Gestir í sundlaug Stykkishólms á þessu ári frá ársbyrjun til ágústloka hafa verið 26.992 talsins. …

Meira..»

Hver er á myndinni?

Undirbúningur vegna afmælis Leikskólans í Stykkishólmi stendur nú semt hæst og má þess glöggt sjá merki á Facebook síðu afmælisins, en þar eru komnir á dagskrá viðburðir í tengslum við afmælið og ljóst að þar er eitthvað fyrir alla á boðstólum. Óskað hefur verið eftir myndum úr fórum bæjarbúa og …

Meira..»

Framkvæmdir á Nesveginum

Endurbætur á húsnæði Anok margmiðlun ehf og pípulagna-þjónustu Helga Haraldssonar, Sjálfsagt ehf á Nesvegi 13 eru hafnar. Það er Narfeyri ehf sem er að skipta út gluggum, hurðum og útveggjum auk þess sem ný klæðning verður sett á húsið á þessum eignahlutum. Þar af leiðandi gæti viðvera í Anok verið …

Meira..»

Af vettvangi bæjarmála

Skipulags- og byggingarmál úr bæjarráði Lóðinni Hjallatanga 15, var úthlutað á bæjarráðsfundi s.l. þriðjudag til Egils Arnar Hjaltalín. Lóðin er íbúðahúsalóð og stendur ofan vegar. Rætt var um lóðamál Laufásvegar 1 en sótt hefur verið um stækkun lóðar vegna reksturs gistihússins Bænir og brauð. Stækkun húss var leyfð á sínum …

Meira..»

Upplýsingamiðstöð á Breiðabliki

Í sumar hefur verið í gangi tilraun um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir Snæfellsnes á Breiðabliki. Það er Svæðisgarður Snæfellinga sem stendur að tilrauninni. Aðgangur er salernum er fyrir gesti, upplýsingamiðstöð rekin í rýminu og þar er einnig Búsæld, markaður með mat og handverk af Snæfellsnesi. 9 manns hafa séð um að …

Meira..»

Einar Sveinn leiðir nýfjárfestingar Marigot hér á landi

Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal, hefur verið ráðinn til starfa hjá móðurfélaginu Marigot á Írlandi, eiganda fyrirtækisins á Bíldudal, þar sem honum hefur verið falið að leiða vinnu Marigot hér á landi við tvö þróunarverkefni sem fela í sér byggingu og rekstur tveggja verksmiðja, annars vegar í …

Meira..»

Göngur og réttir á Snæfellsnesi

Göngur og réttir voru víða um Snæfellsnes um síðustu helgi. Reyndar setti veðrið strik í reikninginn á laugardag og voru öll svæðin ekki gengin vegna slagveðurs.  Eitthvað kom þó af fé til byggða og voru gangnamenn hér norðanmegin á Nesinu hundblautir, vægast sagt, inn að beini á laugardeginum. Meðfylgjandi myndir …

Meira..»

Kvennamúsík?

Það fór nú kannski ekki framhjá mörgum að í síðustu viku voru staddar hér 6 ungar konur sem allar eru tónskáld og unnu liðlangann daginn að tónlistarsköpun. Afraksturinn var svo í boði fyrir alla á föstudagskvöld á Hótel Stykkis-hólmi. Góð mæting var á kvöldið og dagskráin mjög skemmtileg. Þær stöllur …

Meira..»

Margnota Snæfellsnes

Snæfellsnes hefur orð á sér fyrir frumkvæði í úrbótum umhverfismála; hefur m.a. fengið tilnefningu til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, var valið meðal 100 grænustu áfangastaða heims og hefur síðast en ekki síst borið alþjóðlega EarthCheck umhverfisvottun á starfsemi sveitarfélaganna síðan árið 2008. Þeirri vottun þarf að viðhalda með stöðugum framförum í átt …

Meira..»