Snæfellsnes

Heiðin boðin út

Þau gleðilegu tíðindi bárust fyrir síðustu helgi að Vegagerðin auglýsti eftir tilboðum í endurbyggingu á 4,8 km leið yfir Fróðárheiði, frá núverandi slitlagsenda við Valavatn að vegamótum við Útnesveg. Íbúar Snæfellsbæjar hafa beðið eftir þessari framkvæmd síðan árið 1994 þegar þessari samgöngubót var lofað í tengslum við sameiningu sveitarfélagsins. Opna …

Meira..»

Myndarlegasta hús

Það dynja hamarshöggin á lóðinni við Skólastíg 2, þar sem áður stóð Hjaltalínshús. Byggingarframkvæmdir standa þar yfir en húsið er risið og er tígulegt á gatnamótum Hafnargötu og Skólastígs. Baldur Þorleifsson og félagar hjá smíðafyrirtækinu Narfeyri eru við smíðarnar en byggingarstjóri hússins er ÞB Borg. Hjörleifur Sigurþórsson teiknaði húsið fyrir …

Meira..»

Neyðarkallinn seldist vel

Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna 2018 gekk mjög vel að þessu sinni. Björgunarsveitin Lífsbjörg var á ferðinni í síðustu viku og seldu þeir um það bil 350 karla í Snæfellsbæ og um 20 stóra karla. Voru félagar í Lífsbjörgu að vonum mjög ánægðir með móttökurnar sem þeir fengu en sala á …

Meira..»

Nýr kirkjugluggi

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðgerðir á kórglugga Stykkishólmskirkju. Glugginn sem fyrir var lak mikið og þegar farið var í þakviðgerðir á kirkjunni í fyrra kom í ljós að skipta þyrfti um glugga. Nýr gluggi úr áli er kominn í en eftir er að koma glerlistaverki sem myndar krossinn í …

Meira..»

Dvalarheimilið 40 ára

Um þessar mundir eru 40 ár frá því að Dvalaheimilið í Stykkishólmi var tekið í notkun. Árið 1978 voru 18 herbergi ýmist eins- eða tveggja manna tekin í notkun. Aðdragandinn nær þó allt aftur til ársins 1958 þegar umræður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu um elliheimilismál, eins og það var kallað, …

Meira..»

Spennandi viðburðir framundan

S.l. vor var stofnuð deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu á Vesturlandi. Stofn- og kynningarfundur var haldinn í Stykkishólmi í apríl s.l. og í maí var haldinn fyrsti félagsfundurinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Vetrarstarfið er komið á fullt og verður blásið til fyrsta viðburðar 10. nóvember n.k. á Akranesi, aðventufundur …

Meira..»

Hver er á myndinni?

Eins og fram kom í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins þá hefur verið bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða upp á myndaskoðun í Ljósmyndasafni Stykkishólms fyrir eldri borgara. Vel var mætt í fyrstu skoðun og ýmis lærdómur dreginn af þeirri samveru. Nú birtum við eina mynd þar sem ekki tókst að …

Meira..»

Snæfell 80 ára

UMF Snæfell fagnaði 80 ára afmæli félagsins s.l. helgi. Margt góðra gesta mætti í afmælishófið í íþróttahúsið og meðal þeirra sem ávarp fluttu voru Ellert Kristinsson, Haukur Valtýsson formaður UMFÍ og Hjörleifur Kr. Hjörleifsson. Iðkendur í körfu, fótbolta, fimleikum og frjálsum á vegum Snæfells sýndu listir sínar. Gjafir bárust frá …

Meira..»

Hjúkrunarrýmin

Fulltrúar Stykkishólmsbæjar funduðu með Framkvæmdasýslu ríkisins og Velferðarráðuneytinu í þessum mánuði vegna áætlunargerðar  í tenglsum við uppbyggingu og breytingu hluta húsnæðis hjúkrunar- og sjúkrasviðs HVE í Stykkishólmi fyrir hjúkrunarheimili. Á fundinum var farið yfir stöðu og næstu skref. Fulltrúar Stykkishólmsbæjar lögðu áherslu á að flýta þurfi frekari undirbúningsvinnu og að …

Meira..»