Snæfellsnes

Blá stæði við grunnskólann

Einhver fagnar eflaust litnum á þessum stæðum sem nú er búið að merkja við grunnskólann. En tvö bílastæði við grunnskólann hafa nú verið máluð blá og auðvelda þannig aðgengi fyrir hreyfihamlaða og bætir aðgengi fyrir þjónustuaðila sem eru að koma með vörur í skólann. Enn er of mikið um það …

Meira..»

Viðaukar gerðir við þrjá sóknaráætlunarsamninga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert viðaukasamninga við sóknaráætlanir þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga, á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Markmiðið er að styrkja sóknaráætlanir framangreindra landshluta með sérstöku framlagi og treysta þannig byggð á tilteknum svæðum. Framlag ráðuneytisins til samninganna er samtals 107 milljónir króna. Fjárveitingin byggist á stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin …

Meira..»

Aflabrögð

Dagana 16. til 22. október lönduðu 8 dragnótabátar í höfnum Snæfellsbæjar, Magnús SH landaði 16 tonnum í1löndun, Esjar SH 15 tonnum í 1, Egill SH 12 tonnum í 1, Ólafur Bjarnason SH 12 tonn í 3, Sveinbjörn Jakobsson SH 9 tonn í 3, Gunnar Bjarnason SH 5 tonn í 2, …

Meira..»

Haustmarkaður – hressandi eftir kosningar

Haustmarkaður verður haldinn á Breiðabliki n.k. sunnudag frá kl. 13 -17. Þangað streyma Snæfellingar með handverk, mat og fleira og selja vörur sínar. Allir eru velkomnir og um að gera að taka sunnudagsbíltúr eftir kosninganóttina á undan og næla sér í góðmeti og hver veit nema að hægt verði að …

Meira..»

Fjölmennur fundur

Íbúafundur var haldinn í Snæfellsbæ þriðjudaginn 17. október síðastliðinn í Félagsheimilinu Klifi. Fyrir svörum á fundinum sátu fulltrúar bæjarins í bæjarstjórn og var Ásbjörn Óttarsson fundarstjóri. Á fundinum fór Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar yfir fjármál bæjarins árið 2016-2017 í stórum dráttum, bæði tekjur og gjöld. Einnig fór hann yfir helstu …

Meira..»

Fjölmenningarhátíð

Það var mikið um dýrðir í Frystiklefanum á síðasta laugardag þegar Fjölmenningarhátíðin var haldin. Hún hefur nú verið árleg í nokkur ár og heppnast alltaf jafn vel. Var hátíðin mjög vel sótt. Kynnir hátíðarinnar var Dóra Unnars en á hátíðinni flutti Kristinn Jónasson bæjarstjóri ræðu. Einnig flutti forseti Íslands Guðni …

Meira..»

Náttúrstofan og Rannsóknarsetrið á líffræðiráðstefnunni

Líffræðiráðstefnan er stærsta ráðstefna sinnar tegundar hér á landi en hún verður haldin í Reykjavík dagana 26.-28. október. Náttúrustofa Vesturlands (NSV) og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi taka þátt í ráðstefnunni og koma starfsmenn NSV að fjórum verkefnum sem þar verða kynnt; tveim erindum og tveim veggspjöldum. Þau eru: – …

Meira..»

Jól í skókassa í Stykkishólmi & Helgafellssveit

Móttaka á skókössum verður í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 2. nóvember frá kl. 16 – 18 . Sýnishorn af tilbúnum skókössum verða í: Bókaverzlun Breiðafjarðar Borgarbraut 1 og Pósthúsinu Aðalgötu 25 „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur …

Meira..»

Öldrunarþjónustan í Stykkishólmi

Eins og greint var frá í síðasta Stykkishólms-Pósti þá hefur verið gert ráð fyrir fjármagni í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fjölgunar hjúkrunarrýma í öldrunarþjónustu á landsbyggðinni. Þar inni eru 18 rými á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Bæjarstjóri hefur óskað eftir fundi í framhaldi þessarar tilkynningar frá Velferðarráðuneytinu með forstjóra HVE. Að þeim …

Meira..»