Þriðjudagur , 25. september 2018

Snæfellsnes

Smyrill í heimsókn

    Þessi fallegi ungi smyrill kom til Náttúrustofu Vesturlands s.l. sunnudag í aðhlynningu. Hann komst í mannahendur á Skógarströnd og átti erfitt með flug en var mjög hress að öðru leyti. Starfsfólk Náttúrustofunnar er alvant svona fóstrun og býr að ýmissi fæðu fyrir gesti þessu tagi. Þannig fékk hann …

Meira..»

Fjárlagafrumvarp: Fjármunir hingað?

Fjárlagafrumvarp var kynnt í vikunni og kennir þar margra grasa. Í fljótu bragði er ekki að sjá miklar breytingar hvað varðar Stykkishólm eða Vesturland. Framlög standa nokkurn veginn í stað til málaflokka heilbrigðisþjónustu, sýslumanns-embætta, vegamála og umhverfisverkefna. Þannig er ekki að sjá sérstaka fjármuni til St. Fransiskuspítala vegna öldrunarþjónustu frekar …

Meira..»

Æft fyrir afmæli

Þessa dagana eru danssporin stigin glatt í Íþróttahúsinu og þar eru á ferð leikskóla- og grunnskólakrakkar hér í bæ undir handleiðslu Jóns Péturs danskennara. Leikskólakrakkarnir eru með að þessu sinni til að undirbúa afmælishátíð leikskólans í Stykkishólmi sem fagnar 60 ára afmæli 7. október n.k. Þau voru afar spennt yfir …

Meira..»

Sameiningarmálin

Í síðustu viku voru haldnir kynningarfundir um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna Stykkishólms, Grundarfjarðar og Helgafellssveitar í öllum sveitarfélögunum. Tæplega 100 manns komu á fundinn í Stykkishólmi og því miður þá vantaði sárlega fulltrúa framtíðarinnar, unga fólkið, á fundinn. Í upphafi bauð Sturla Böðvarsson gesti velkomna og fór yfir ferlið fram að …

Meira..»

Spaghettí, hakk, marengsar og myndlist

Eins og fram hefur komið í Stykkishólms-Póstinum þá hafa staðið yfir myndlistarsýningar í safnaðarheimlili Stykkishólms-kirkju í sumar. Haraldur Jónsson sýndi frá 17. júní til ágústloka og þá tók við svissneska listakonan Maja Thommen. Maja sýnir verk sem unnin eru út frá náttúru Vesturlands undir heitinu SWIM! – Saga árinnar. Þetta …

Meira..»

Innblástur í Stykkishólmi

KÍTÓN – Konur í tónlist eru félaga-samtök kvenna sem starfa að tónlist. Samtökin hafa staðið fyrir tónsmiðjum á landsbyggðinni og hefur félagskonum gefist tækifæri til að sækja um í þær. Í ár eru 8 vaskar konur hér í Stykkishólmi að semja tónlist. Stykkishólms-Pósturinn fór í morgunkaffi til þeirra í vikunni …

Meira..»

Kynningarfundur um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðar, Stykkishólms og Helgafellssveitar

Tæplega 100 manns sóttu kynningarfund um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðar, Stykkishólms ogHelgafellssveitar sem haldinn var á Fosshótel Stykkishólmi í dag.  Fundurinn hófst á því að Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar kynnti umfjöllunarefnið.  Því næst kynntu Sævar Kristinsson og Sveinbjörn Grímsson frá KPMG verkefnið, niðurstöður könnunar frá því í sumar, hugsanlegar sviðsmyndir …

Meira..»

Tilkynning vegna framkvæmda við Leikskólann í Stykkishólmi

Til starfsmanna Leikskólans í Stykkishólmi, foreldra leikskólabarna og nágranna leikskólans. Svo sem greint hefur verið frá þá er unnið við að undirbúa stækkun Leikskólans í Stykkishólmi. Ástæður þeirra framkvæmda eru að íbúum fjölgar í bænum. Eftirspurn eftir skólavist fyrir börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hefur aukist og stefnir …

Meira..»