Fimmtudagur , 15. nóvember 2018

Snæfellsnes

Evrópskir Menningarminjadagar

Evrópski menningarminjadagarnir standa nú yfir. Minjastofnun stendur fyrir viðburðum víða um land og hér á Vesturlandi verður haldið upp á daginn 14. október n.k. á Fitjum í Skorradal. Þar mun Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum kynna verkefnið „Framdalurinn – Fitjasókn í Skorradal, verndarsvæði í byggð“. Komið verður saman við Fitjar, í …

Meira..»

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Dagana 5.-6. október var haldin fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017 í Reykjavík. Mörg erindi voru þar og flutt og er hægt að sjá myndbönd á vef sambands sveitarfélaga samband.is af hverju og einu. Þar er einnig hægt að kynna sér gögn sem lögð voru fram. Þarna liggja fyrir áhugaverðar upplýsingar …

Meira..»

Íbúafundur um atvinnumál

Íbúafundur var haldinn á Hótel Stykkishólmi miðvikudaginn 4.október s.l. Umfjöllunarefnið var nytjun lífríkis Breiðafjarðar og skipulagsmál miðbæjar og fleiri svæða í Stykkishólmi. Fundurinn stóð yfir í rúma tvo tíma og tæplega 70 manns mættu til fundarins. Fyrsta erindi kom frá Jónasi P. Jónassyni frá Hafró um Hörpudiskinn. Athyglisvert var í …

Meira..»

Nýbygging á Hellissandi

Nú á dögunum var tekinn grunnur fyrir nýju húsi þar sem áður stóð Gilsbakki á Hellissandi. Á þennan grunn á svo að flytja nýtt hús sem hefur reyndar verið í byggingu frá því haustið 2012. Að þessari framkvæmd standa þau hjónin Lúðvík Ver Smárason og Anna Þóra Böðvarsdóttir. Aðspurður að …

Meira..»

Dvalarheimilið

Skv. fundargerð stjórnar dvalarheimilisins í Stykkishólmi frá 3.október s.l. þá hafa tekjur ekki skilað sér sem skyldi í reksturinn. Fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir meiri tekjum en raunin var fyrstu mánuði ársins en nýting seinni hluta ársins er betri og þá mun staðan batna. Öll hjúkrunar- og dvalarrými eru fullnýtt um …

Meira..»

Bleiki dagurinn á föstudaginn

Október er árveknimánuður krabbameinsfélagsins vegna krabbameins hjá konum. Það fer nú vart framhjá neinum enda sýna margir aðilar stuðning sinn í verki með ýmsum bleikum vörum á boðstólum auk þess sem bleika slaufan er seld víða um land þennan mánuðinn. Byggingar hafa um árabil verið lýstar bleikum ljósum og á …

Meira..»

Hestaval í GSS

Með tilkomu nýrrar reiðskemmu opnaðist sá möguleiki að geta kennt reiðmennsku í Stykkishólmi. Ákveðið var því að bjóða nemendum í 8. – 10. bekk upp á svokallað Hestaval. Tíu nemendur hafa því undanfarið sinnt þessu vali undir leiðsögn kennara síns Lárusar Ástmars Hannessonar. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að …

Meira..»

Gáfu hefilbekk

Í síðustu viku afhenti Lionsklúbbur Ólafsvíkur, Grunnskóla Snæfellsbæjar formlega 6 hefilbekki sem klúbburinn gaf skólanum fyrr á árinu. Hefilbekkirnir munu nýtast skólanum mjög vel og eins og sjá má á myndinni eru nemendur byrjaðir að nota þá og líkar vel. Í sumar var aðstaða til smíðakennslu í Grunnskóla Snæfellsbæjar stórlega …

Meira..»