Fimmtudagur , 20. september 2018

Snæfellsnes

Fréttir á ensku

Nú hefst sú nýjung hjá Snæfellingum.is að valdar fréttir birtast á ensku. Efni fréttanna og/eða greinanna miða að ferðafólki sem fjölgað hefur gríðarlega undanfarið. Þær munu snúast um efni sem viðkemur ferðafólki s.s. upplýsingar um breytta opnunartíma á frídögum o.þ.h. Inn á milli munu birtast færslur um efni sem okkur …

Meira..»

Áhöfn Saxhamars fær viðurkenningu

Á Sjómannadaginn 2017 hlaut áhöfn Saxhamars SH 50 viður­kenningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fyrir að hafa sýnt öðrum fremur góða öryggis­vitund á námskeiðum Slysa­varnaskóla sjómanna. Á Saxhamri er Friðþjófur Sævarsson skipstjóri og tók Sævar Freyr Reynisson yfirstýrimaður á móti viðurkenningunni fyrir hönd áhafnarinnar ásamt eigin­ konu sinni Írisi Jónasdóttur. Svanfríður Anna …

Meira..»

Sumarsýningar Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla í Norska húsinu

Laugardaginn 10. júní kl. 15:00 opnuðu sumarsýningar Norska hússins – BSH. Að þessu sinni eru tvær sýningar, myndlistarsýning eftir Ernu Guðmarsdóttur, Fuglar og Fantasíur og ljósmyndasýning eftir Hjördísi Eyþórsdóttur, Snæfellsnes // 中國 . Erna Guðmarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1940 og stundaði fyrst listnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og lauk …

Meira..»

Ljóti andarunginn í Stykkishólmi

Þriðjudaginn 13. júlí var leiksýning í Kvenfélagsgarðinum. Þar var mættur Leikhópurinn Lotta og flutti sýninguna Ljóti andarunginn. Leikhópurinn hefur þótt mjög vinsæll hjá yngstu kynslóðinni. Þetta er ellefta sýningin sem þau setja upp og ferðast með í kringum landið. Efniviðurinn er fenginn úr klassískum ævintýrum sem flestum eru kunn. Eins …

Meira..»

Dreifing Stykkishólms-Póstsins

Í vor kom tilkynning frá Íslandspósti um að aldreifingu á fjölpósti yrði hætt á fimmtudögum á landsbyggðinni. Til að tryggja það að allir bæjarbúar fengju blöðin sín á fimmtudegi í stað þess að skipta dreifingu í tvo daga var brugðið á það ráð að fá starfsfólk Ásbyrgis til þess að …

Meira..»

Norska húsið 185 ára

Næstkomandi mánudag 19. júní eru 185 ár síðan fótstykkið var lagt að Norska húsinu í Stykkishólmi. Í tilefni afmælisins verður ókeypis inn á safnið og gestum boðið upp á veitingar milli kl. 15 og 17. Tilvalið að kíkja á nýju sýningarnar Fuglar og Fantasíur & Snæfellsnes // 中國,við þetta tilefni. …

Meira..»

Fullorðnir Vestlendingar meta andlega heilsu slæma

Embætti landlæknis hefur birt lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi fyrir árið 2017. Tilgangur þeirra er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig borið saman við landið í heild. Auðveldar það sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að skilja þarfir íbúa í sínu umdæmi og þannig vinna saman …

Meira..»

Sjómannadagurinn í Snæfellsbæ

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri í Snæfellsbæ um síðustu helgi. Hátíðarhöldin ná nú frá föstu­degi til sunnudags. Hófust hátíðarhöldin á föstudegi með dorgveiðikepnni og skemmti­siglingu. Að því loknu var gestum boðið upp á grillaðar pylsur. Tónlistaratriði voru á Þorgríms­palli en þar spiluðu þau Hlöðver Smári og Lena ásamt því …

Meira..»

Sjómannadagurinn í Stykkishólmi – MYNDIR

Það var sólríkur sjómannadagur sl. sunnudag. Sjómannadagurinn er ætíð haldinn fyrsta sunnudag í júní nema hvítasunnu beri upp á þann dag, sem var tilfellið í ár. Bæjarbúar fjölmenntu niður á höfn og fylgdust með skemmtidagskrá þar sem lið kepptu í hefðbundnum sjómannadagsgreinum s.s. brettahlaupi, koddaslag og kappróðri. Það stóð þó …

Meira..»

Sjávarfang til sölu við höfnina

Bleiki liturinn á Slowly kaffi niður við höfn á vel við nýjustu vörurnar hjá þeim stöllum Theó og Mæsu.  Þær hafa nú bætt við kaffi og kruðeríúrvalið ferskri bláskel og frosinni hreinsaðri hörpuskel frá Símoni skeljabónda.  En þeir sem til þekkja greina vel bleikt í vöðvanum á bláskelinni og þá …

Meira..»