Þriðjudagur , 25. september 2018

Snæfellsnes

Kynjahlutfall í Stykkishólmi jafnt

Ólafur Sveinsson og Vífill Karlsson, fulltrúar atvinnuráðgjafar SSV, mættu á fund Atvinnumálanefndar í Stykkishólmi og fóru yfir nokkur vel valin mál. Í erindi þeirra kom m.a. fram að aldursdreifing í Stykkishólmi er mjög jákvæð og fjölgar íbúum í yngri kantinum. Eins og annarstaðar á landinu hækkar meðalaldurinn hér í bæ. …

Meira..»

Miklar framkvæmdir

Ásýnd bæjarins breytist stöðugt þessa dagana. Skemmst er frá því að segja að nýtt bókasafn heldur áfram að taka á sig mynd. Liðna helgi risu grindur fjögurra smáhýsa við smekkfullt tjaldsvæðið í Stykkishólmi. Hjónin Kristján Auðunn Berntsson og Eydís Jónsdóttir hafa verið að setja saman húsin saman í vor og …

Meira..»

Myndlist í Gamla Rifi

Olga Heiðarsdóttir opnaði myndlistarsýningu sína á Gamla Rifi á síðasta laugardag. Er þetta fyrsta sýning Olgu sem búsett er á Hellissandi og ættuð af Snæfellsnesi. Hún útskrifaðist með B.A í þjóðfræði og hefur hún meðal annar sérhæft sig í skriftum um naivisma í íslenskri myndlist. Umfjöllunarefni Olgu er náttúran á …

Meira..»

Nýtt gervigras á sparkvellina

Í síðustu viku var gervigrasið á sparkvöllunum á Hellissandi og í Ólafsvík endurnýjað. Í Grundar­firði var skipt um gervigras á sparkvelli í síðasta mánuði. Var sett nýjasta kynslóð af gervigrasi á vellina og því verða foreldrar ánægðir þegar börn þeirra hætta að bera gúmikurl með sér heim í skóm og …

Meira..»

X-ið og Ásbyrgi

Skipavík hyggst byggja húsnæði á Aðalgötu 22, þar sem nú stendur húsnæði sem síðast hýsti félagsmiðstöðina X-ið. Bæjarstjóra hefur verið veitt heimild að ganga til viðræðna við Skipavík um að taka fyrirhugað húsnæði á leigu undir fjölnota félagsmiðstöð. Áætlanir Skipavíkur eru reisa húsnæði á einni hæð sem hægt væri að …

Meira..»

Fasteignamat hækkar um land allt

Þjóðskrá Íslands hefur nú birt nýtt fasteignamat fyrir árið 2018. Samkvæmt því hækkar heildarmat fasteigna á landinu um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári. Fasteignamat skapar grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda og er stofn fasteignagjalda og …

Meira..»

Ljón á veginum

Árleg vegahreinsun Lionsklúbbs Stykkishólms fór fram miðvikudaginn 31. maí sl. Vaskir menn vopnaðir ruslapokum mættu strax eftir vinnu og þefuðu uppi rusl í vegköntum á norðan- og sunnanverðu Snæfellsnesi. Gengið var meðfram þjóðveginum frá Haffjarðará til Stykkishólms, alls 56 km, frá Vegamótum vestur að Vigdísarlundi, alls 5,5, km og frá …

Meira..»

Hestaþing Snæfellings

Hestaþing Snæfellings, Opið gæðingamót og úrtaka fyrir Fjórðungsmót, var haldið laugardaginn 3. júní sl. á félagssvæði Hesteigendafélags Stykkishólms við Fákaborg í Stykkishólmi. Myndir frá Snæfellingi/Herborg S. Sigurðard.: Keppt var í sex flokkum auk pollaflokks og voru skráningar 45 talsins. Mótið tókst í alla staði vel, þátttakendur og gestir voru ánægðir með …

Meira..»