Föstudagur , 16. nóvember 2018

Snæfellsnes

Allt á fullt eftir verkfall

Aflabrögð hafa verið mjög góð síðustu viku en heildarafli á höfnunum á Rifi og í Ólafsvík var rúm 1200 tonn frá 14. febrúar til 20. janúar í 107 löndunum. Þar af komu 550 tonn á land nú á síðasta mánudag en þá var fyrsti dagur eftir verkfall og nánast allir …

Meira..»

Tiltekt í Amtsbókasafni

Starfsmenn Amtsbókasafnsins eru nú í óðaönn að pakka niður safnkostinum fyrir flutninga. Eins og fram hefur komið flyst bókasafnið í nýtt húsnæði við Grunnskólann síðar á þessu ári þar sem það sameinast bókasafni skólans. Lengi vel hefur verið hægt að mæta á safnið og kaupa þar eintök á gjafverði. Við …

Meira..»

Úr fundargerðum Stykkishólmsbæjar

Sjö athugasemdarbréf bárust vegna breytingar á deiliskipulagi miðbæjarins. Afgreiðslu var frestað á bæjarstjórnarfundi vegna þess að höfundur skipulags hafði ekki lokið við að vinna að mati á athugasemdunum sem bárust. Minnihluti L-listans komu með þá tillögu að þegar svör hönnuðar liggi fyrir varðandi athugasemdirnar verði fundað með skipulags- og bygginarnefnd, …

Meira..»

Verkfalli lokið

Sátt hefur náðst í deilu sjómanna og útgerða og fiska menn nú sem aldrei fyrr. Veiðar hafa gengið vel og vona menn að aflinn nái að slá aðeins á tekjutapið sem hlaust af verkfallinu. Bæjarstjórar sendu frá sér sameiginlega ályktun varðandi verkfallið fyrr á þessu ári þar sem þeir lýstu …

Meira..»

Vel heppnað þorrablót

Mikið fjör var á þorrafagnaði Hólmara síðustu helgi á Fosshótel Stykkishólmi. Nefndin beindi spjótum sínum í allar áttir í skopstælingum sínum á mönnum og málefnum við góðar undirtektir. Vel var mætt og fengu gestir dýrindis þorramat til að gæða sér á. Mikil gleði var í mannskapnum og ekki var annað …

Meira..»

Setning Júlíönu og upplestur í Gömlu kirkjunni – Myndir

Júlíana – hátíð sögu og bóka var sett fimmtudaginn 16. febrúar í Vatnasafninu í Stykkishólmi. Þar hlaut eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson viðurkenningu fyrir framlag sitt til menningarmála. Nemendur í Grunnskólanum í Stykkishólmi lásu upp verk eftir samnemendur sína Gömlu kirkjunni í Stykkishólmi í dag, föstudaginn 17. febrúar. Verkin höfðu þau unnið undir …

Meira..»

Ný heimasíða Grunnskólans

Búið er að opna fyrir nýja heimasíðu Grunnskólans í Stykkishólmi á slóðinni grunnskoli.stykkisholmur.is. Síða skólans er nú komin nær kröfum nútímans um útlit og virkni en síðan sem var uppi var komin til ára sinna. Efnislega er vefurinn eins og áður en allt viðmót hefur tekið stakkaskiptum og er hann …

Meira..»

Hraðakstur

Bréf barst á bæjarskrifstofuna er varðaði hraðakstur í Tjarnarási og við leikskólann. Bréfið var tekið fyrir hjá skipulags- og bygginganefnd á síðasta fundi og óskaði nefndin eftir því að settur verði upp umferðargreinir við Tjarnarás. Starfsfólk leikskólans segist aðallega hafa fengið ábendingar vegna gangbrautarinnar sem er yfir Aðalgötu við afleggjarann …

Meira..»

Þorra blótað í Röst

Þorrablót Neshrepps utan Ennis var haldið í Röst Hellis­sandi á síðasta laugardag. Að Þorrablótinu stóðu Kvenfélag Hellissands, Lionsklúbburinn Þernan og Lionsklúbbur Nes­þinga. Þorrablótið heppnaðist mjög vel og seldust um 150 miðar. Um veislustjórn sáu þau Guðrún Gunnarsdóttir, Sigga Beinteins, Jógvan Hansen ásamt Grétari Örvarssyni. Var ekki að heyra annað en …

Meira..»