Snæfellsbær fréttir

Fjör á árshátíð Snæfellsbæjar

Árshátíð Snæfellsbæjar var haldin um síðustu helgi í Félagsheimilinu Klifi. Veislu­stjórar kvöldsins voru þau Selma Björnsdóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson eða Jónsi í Svörtum fötum. Stjórnuðu þau borðhaldi af mikilli snilld. Þau tóku lagið á milli rétta, slógu á létta strengi ásamt því að kynna skemmtiatriði sem starfsmenn hina ýmsu …

Meira..»

Færeysk löndun í Ólafsvík

Færeyski línubáturinn Skörin Fd750 landaði rúmum 32 tonn­um í Ólafsvíkurhöfn síðasta laugardag. Er þetta þriðji Færeyski báturinn sem landar í Ólafsvík núna í vetur. Allir þessir bátar eru útbúnir með togarakössum sem hafa hingað til verið hífðir upp úr bátunum og sturtað í kör á bryggjunni. Kallaði það á meiri …

Meira..»

Mikil aukning sundgesta í Snæfellsbæ

Veturinn 2013 ­- 2014 var ráðist í miklar breytingar á Sundlaug Snæfellsbæjar. Ásamt því að lagfæra húsnæðið var það opnað þannig að það varð allt miklu bjartara, einnig var gert útisvæði með tveimur heitum pottum, vaðlaug og barna rennibraut, seinna bættist svo við kaldur pottur. Mikil ánægja hefur verið með …

Meira..»

Gera klárt á net

Það var nóg að gera hjá strákunum á Magnúsi SH á síðasta fimmtudag. Voru þeir að gera klárt á net og ætluðu að leggja á mánudaginn. Sögðu þeir að gott væri að fá nokkra daga til að slípa sig saman og rifja upp netataktana frá síðustu vertíð en þeir fara …

Meira..»

Úrslit upplestrarkeppni

Lokahátíð stóru upplestrar­keppninnar fór fram miðviku­daginn 15. mars í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Nemendur 7. bekkjar stóðu sig mjög vel og höfðu greinilega æft sig vel og til­ einkað sér handleiðslu kennara sinna. Að keppni lokinni voru það þau Sunna Líf Purisevic, Sædís Rún Heiðarsdóttir og Sigurbjörn Ágúst Kjartansson sem sköruðu fram …

Meira..»

Leki kom að Sæljósi GK

Á síðasta fimmtudag barst Landhelgisgæslunni beiðni um aðstoð en leki hafði komið að Sæljósi GK um tvær sjómílur norðvestan við Rif. Þyrlan var send á loft en snúið við stuttu seinna. Nærstaddir bátar voru beðnir að sigla að bátnum. Var báturinn tekinn í tog af Saxhamri SH og síðar Björgunarbátnum …

Meira..»

Upprennandi tónlistarfólk

Undanúrslit Músíktilrauna hefjast laugardaginn 25. mars í Norðurljósasal Hörpu. Fjögur undanúrslitakvöld verða dagana 25.-28. mars, úrslitakvöldið fer fram 1. apríl. Á Músíktilraunum keppa hljómsveitir allsstaðar af landinu. Keppnin er ætluð tónlistarmönnum á aldrinum 13-25 ára og er markmið hennar að búa til stökkpall fyrir ungar og efnilegar hljómsveitir, að skapa …

Meira..»

Ný heimasíða SSV

Samtök sveitarfélaga í Vesturlandi (SSV) hafa tekið í notkun nýja heimasíðu. Síðan var hönnuð af Aroni Hallssyni, vefhönnuði. Í tilkynningu segir að það sé von samtakanna að með nýrri síðu takist að bæta upplýsingamiðlun og þjónustu við sveitarfélögin, stofnanir, atvinnulífið og seintaklinga sem nýta sér hana. Ýmiskonar upplýsingar og fróðleik …

Meira..»

Fjölmargir viðburðir á Heilsuviku

Heilsuvika hefur staðið yfir í Snæfellsbæ frá því á síðasta fimmtudag. Fjölmargar uppá­komur hafa verið í boði allt frá Bosnískri pítugerð, Zumba, Joga, samfloti í sundlauginni og Fome­ flex til fyrirlestra um kvíða. Um helgina var hægt að láta teyma undir sér á hestbaki í nýrri og glæsilegri reiðskemmu Hesteigendafélagsins …

Meira..»

Sálmakvöld

Það var gleði og söngur sem einkenndi sálmakvöld í Safnaðarheimili Ingjaldshóls­kirkju þann 1. mars síðastliðinn. Þar mættu Kirkjukór Ólafs­víkurkirkju og Kór Ingjalds­hólskirkju ásamt kórstjórum og undirleikara. Tilgangur kvöldsins var að hittast og syngja en Margrét Bóasdóttir verkefnastjóri kirkjutónlistar var komin í heimsókn til að kynna nýja sálmabók sem gefin verður …

Meira..»