Snæfellsbær fréttir

Námskeið í steinhöggi

Komandi helgi verður boðið upp á námskeið í steinhöggi á Arnarstapa. Námskeiðið er haldið í samvinnu Svæðisgarðs Snæfellsness, Vitbrigða Vesturlands og Símennturnarstöðvar Vesturlands með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Þátttakendur þurfa ekki að taka með sér verkfæri og fá að meitla steina undir dyggri leiðsögn Gerhards Königs, myndhöggvara. Skráning á námskeiðið …

Meira..»

Átak í skógræktarmálum í Ólafsvík

Um miðjan febrúar var kosin ný stjórn hjá Skógræktarfélagi Ólafsvíkur. Nýju stjórnina skipa Vagn Ingólfsson formaður, Valgerður Hlín Kristmannsdóttir ritari og Ólafur Helgi Ólafsson gjaldkeri. Varastjórn félagsins skipa Sigurður Ómar Scheving, Hilmar Már Arason og Hjörtur Ragnarsson. Ákveðið var að fara í stórátak í skógræktarmálum á svæði félagsins en þar …

Meira..»

Aflabrögð 24.05.17

Eins og sjá má á myndinni sem fylgir aflabrögðum að þessu sinni var nóg að gera við löndun á síðasta sunnudag og var landað 595 tonnum í 126 löndunum í Ólafsvíkurhöfn. 535 tonnum í 102 löndunum í Rifshöfn og 72 tonnum í 50 löndunum á Arnarstapa. Fyrsta strandveiðitímabili ársins lauk …

Meira..»

Nýir eigendur að Hvítahúsinu

Hvítahúsið í Krossavík hefur fengið nýja eigendur, það eru þau hjónin Elva Hreiðarsdóttir og Halldór Eyjólfsson sem keyptu húsið. Ætla þau að opna starfsemi sína í Hvítahúsi formlega sjómannadagshelgina næstkomandi og eru þau með margt spennandi á prjónunum varðandi húsið. Elva er fædd og uppalin í Ólafsvík hún er dóttir …

Meira..»

Björgin aðstoðar

Um klukkan 7:30 á sunnu­dagsmorgun barst útkall á Björgunarbátinn Björg frá Land­helgisgæslunni og var hún beðin um að fara og sækja togbátinn Dag SK­17 sem gerður er út á rækju í Breiðarfirði af Dögun ehf. á Sauðárkróki. Um var að ræða 363 brúttótonna skip sem var statt 9 sjómílur norðvestur …

Meira..»

Stigalaus umferð hjá Víkingsliðum

Það blæs ekki byrlega fyrir meistarflokksliðum Víkings Ólafsvíkur í karla- og kvennaflokki þessa dagana en þau fengu engin stig í þessari umferð. Kvennaliðið tók á móti Selfossi í 1. deild kvenna á síðasta föstu­dag á heimavelli. Leiknum lauk án þess að Víkingsstúlkur næðu að skora mark. Barbara Sól Gísladóttir skoraði …

Meira..»

Hesteigendafélagið Hringur Ólafsvík

Í blaðinu „Íþróttasumarið“ sem prentsmiðjan Steinprent gaf út fyrir síðustu mánaðarmót urðu þau mistök að birt var ársgömul grein um Hesteigendafélagið Hring, hér á eftir fer greinin eins og hún átti að vera í blaði þessa árs. Beðist er velvirðingar á þessu. Hesteigendafélagið Hringur var stofnað af hesteigendum í Ólafsvík …

Meira..»

Hljómborð fyrir afrakstur kaffisölu

Vortónleikar tónlistarskóla Snæfellsbæjar fóru fram í síðustu viku. Tónleikarnir voru haldnir í Félagsheimilinu Klifi og var að venju mjög vel mætt af aðstandendum þeirra sem stunda nám í skólanum. Foreldrafélag tónlistarskólans sér um kaffisölu á tónleikum skólans, er þetta alltaf vandað veisluborð og gaman að setjast niður að loknum tónleikum …

Meira..»

Gjöf til kirkjunnar

Um síðustu helgi komu saman afkomendur Kristjönu Þ. Tómasdóttur og Víglundar Jónssonar til að minnast þeirra hjóna, tilefnið var að þann 17. maí hefði Kristjana orðið 100 ára. Að þessu tilefni og einnig 50 ára afmæli Ólafsvíkurkirkju var ákveðið að gefa kirkjunni 15 Biblíur sem m.a. verða notaðar í tengslum við …

Meira..»