Föstudagur , 21. september 2018

Snæfellsbær fréttir

Þeytivinda í sundlaugina

Lionsklúbbur Ólafsvíkur færði Sundlaug Snæfellsbæjar veglega gjöf á dögunum. Færðu Lionsmenn sundalauginni sundfatavindu að gjöf sem búið er að setja upp í karlaklefa sundlaugarinnar nú þegar. Er hún mikið notuð en með komu vindunnar er mun auðveldara fyrir alla, sérstaklega börn að vinda sundfötin sín vel áður en þau eru …

Meira..»

Gjöf í Smiðjuna

Þriðjudaginn, 11. september fengum við í Smiðjunni skemmtilega heimsókn frá vini okkar, Vivva. Hann kom færandi hendi og gaf okku útskurðar sög. Í henni getum við búið til ýmsa skemmtilega og fjölbreytta hluti.  Smiðjan sendir kærlegskveðjur til Vivva og þakklæti. Ef bæjarbúar eiga plötubúta og sandpappir þá væri það vel …

Meira..»

Líf og fjör í réttum

Réttað var á þremur stöðum í Snæfellsbæ um síðustu helgi en þá var réttað í Ólafsvíkurrétt, Þæfusteinsrétt og Hellnarétt í Breiðuvík. Mikið líf og fjör var að venju í réttunum enda lék veðrið bæði við menn og dýr. Sú hefð hefur skapast í Ólafsvíkurrétt og Þæfusteinsrétt að gestum sem og …

Meira..»

Snsnapp!

Eins og við höfum áður sagt frá þá settum við í gang Snæfellinga – Snapp. Þá er notast við samfélagsmiðilinn Snapchat og gestasnapparar, sem svo eru kallaðir, fengnir til að snappa 2-3 daga á aðgangi Snæfellinga.is Þetta uppátæki hefur fengið góðar viðtökur og gengið á milli sveitarfélaganna á Nesinu þar …

Meira..»

Innbrot í heimahús, maður handtekinn.

A.m.k. tvö innbrot voru framin í heimahús í dag annarsvegar á Hellissandi og hinsvegar í Grundarfirði. Í báðum tilfellum var komið að hinum óboðna gesti svo ekki tókst honum vel upp í þessi skipti. Bæði hús voru ólæst og því greið leið inn. Viðvaranir um innbrotið og hvatning til fólks …

Meira..»

Íslandsmót í rallý

Um helgina fer fram fjórða umferð Íslandsmótsins í rallý. Rallý Reykjavík verður haldin nú um helgina og verður ekið á Snæfellsnesi föstudaginn 24. ágúst. Fyrsti leggur hér á svæðinu er frá Arnarstapa og verður ekið um Jökulháls, Eysteinsdal milli kl. 10 – 14:30 og Berserkjahraun milli kl. 14 – 18. …

Meira..»

Snappað á Snæ

Í síðustu viku hrintum við af stað Snapptjattinu Snaefellingar.is Fyrsti snappari var Dönsku daga nefndin sem hafði í nógu að snúast alla helgina og næst fór aðgangurinn yfir til Hafrúnar Bylgju Guðmundsdóttur sem kom víða við og ferðaðist snappið um FSN, Grundarfjörð, Breiðafjörð og hingað og þangað um Stykkishólm. Tilgangurinn …

Meira..»

Góðgerðir

Að vinna að góðgerðarmálum, láta gott af sér leiða er eitthvað sem margir taka til sín. Fólk leggur sitt á vogarskálarnar með ýmsum aðferðum og oft hver með sínu nefi. Framundan er Reykjavíkurmaraþonið sem orðið er einn af stærstu viðburðum á sviði góðgerðarmála hér á landi, en hlaupið fer fram …

Meira..»

Ný lög um lögheimili og aðsetur

Hjónum er nú heimilt að skrá sig til lögheimilis hvoru á sínum stað, samkvæmt nýjum lögum um lögheimili og aðsetur sem samþykkt voru á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Meginmarkmið laganna er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning fólks sé  rétt. Í ljósi þess að eldri lög um lögheimili …

Meira..»

Leikjanámskeið Víkings/Reynis

Árlegu leikjanámskeiði Víkings/Reynis lauk með grillveislu þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur og fisk ásamt svala. Leikjanámskeiðið var með svipuðu sniði og undanfarin ár farið var í fossaferð, fyrirtækjaheimsóknir, veiðiferð, sund, fjöruferð, ratleik, sveitaferð, á hestbak og auðvitað lokahófið og grillið. Hafa leikjanámskeiðin verið vinsæl enda vandað til …

Meira..»