Snæfellsbær fréttir

Asahláka í kjölfar snjókomu

Óveður gekk yfir landið á fimmtudag 1. febrúar og fór Snæfellsbær ekki varhluta af því. Snjó kyngdi niður á fimmtudeginum og var því mjög blint þegar tók að hvessa. Um ellefuleitið um kvöldið tók svo að rigna og þá birti aðeins til en hávaðarok skall á. Björgunarsveitin Lífsbjörg hafði í …

Meira..»

Kaffihúsakvöld

Það var líf og fjör í félagsmiðstöðinni Afdrep á síðasta fimmtudag, þá var haldið kaffihúsakvöld til fjáröflunar fyrir krakkana. Ágóðan af kvöldinu ætla þau að nota til að gera eitthvað skemmtilegt fyrir sig. Tvö söngatriði voru á kvöldinu það voru þær Sara Dögg Eysteinsdóttir og Birgitta Sveinsdóttir sem tóku lagið …

Meira..»

Bingóágóðinn fór í Afdrep

Ungmennaráð Snæfellsbæjar stóð fyrir bingói fyrir síðustu jól. Heppnaðist bingóið mjög vel og var fullt út úr dyrum á sal Grunnskóla Snæfellsbæjar þegar það var haldið. Ágóðann af bingóinu sem var tæpar 60 þúsund krónur afhenti Isabella Una Halldórsdóttir fyrir hönd ungmennaráðs Snæfellsbæjar félagsmiðstöðinni Afdrep á síðasta fimmtudag. Það voru …

Meira..»

Þorrablót í Klifi

Þorra var blótað í Ólafsvík á síðasta laugardag í félagsheimilinu Klifi. Að þorrablótinu stóðu eins og áður Kvenfélag Ólafsvíkur, Lionsklúbburinn Rán, Lionsklúbbur Ólafsvíkur, Átthagafélag Fróðhreppinga og Leikfélag Ólafsvíkur. Mikill undirbúningur liggur að baki svona þorrablóti og skilaði hann sér greinilega. Elva Magnúsdóttir flutti minni kvenna og Baldvin Leifur Ívarsson minni …

Meira..»

Leikskólinn í heimsókn

Á hverjum vetri koma skólahópar leikskólanna í Snæfellsbæ í heimsókn í 1. bekk skólans til að kynnast skólanum og því sem þar fer fram. Er þetta hluti af samstarfi skólans og leikskólanna sem nefnist „Brúum bilið“. Skólahópur leikskólans fór í heimsókn í skólann á síðasta föstudag og voru í heimsókn …

Meira..»

Hvernig standa fyrirtæki á Snæfellsnesi miðað við önnur landssvæði?

Það er athyglisvert að velta því fyrir sér hvernig fyrirtækjum hér á svæðinu gengur á landsvísu.  Til þess eru tæki tól og í síðust viku birtum við lista Creditinfo yfir Fyrirmyndarfyrirtæki á Íslandi. Á þann lista rötuðu 19 fyrirtæki á Snæfellsnesi, lang flest starfandi í útgerð eða tengdum greinum.  Nýlega …

Meira..»

Bætt aðgengi að Ólafsvíkurkirkju

Gleðilegt ár og takk fyrir allt á liðnu ári. Sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju hefur í mörg ar leitað leiða til að leysa aðgengismál inn í kirkjuna. Ekki er auðveldur aðgangur fyrir alla inn í Ólafsvíkurkirkju né safnaðarheimili. Eftir að hafa kynnt sér vel ýmsar leiðir eru tvær megin leiðir í boði, lyfta …

Meira..»

Vélsleðafólk athugið

Við viljum koma því á framfæri að síðastliðið sumar voru gróðursettar 20.000 trjáplöntur í svæði sem Skógræktarfélag Ólafsvíkur hefur til umráða ofan Ólafsvíkur. Öll hlíðin uppaf gamla tjaldstæðinu í Ólafsvík upp að fjallsbrún, inn alla hlíðina og út Krókabrekkur er fullsett af plöntum, brekkan fyrir ofan Hábrekkuna niður í dalinn …

Meira..»

Aflabrögð í Snæfellsbæ

Vel hefur veiðst undanfarið þó tíðin hafi verið risjótt. Tímabilið 1. til 21. janúar var landað samtals 1.110 tonnum í 124 löndunum á Rifshöfn, 865 tonnum í 160 löndunum í Ólafsvíkurhöfn og 243 tonnum í 25 löndunum á Arnarstapa. Hjá dragnótsbátunum landaði Egill SH 75 tonnum í 9, Rifsari SH …

Meira..»

Vetrarþjónusta aukin á þjóðvegum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið í samráði við Vegagerðina að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðnum köflum á þjóðvegakerfin í því skyni að bæta umferðaröryggi. Ráðherra og vegamálastjóri hafa að undanförnu kannað með hvaða hætti og hvar helst þarf að bæta þjónustuna og Vegagerðin hefur áætlað kostnað við þessa auknu …

Meira..»