Snæfellsbær fréttir

Áramót

Gleðilegt nýtt ár ágætu lesendur Jökuls. Eins og hefð er orðin, mun ég í nokkrum orðum fara yfir nýliðið ár hér í Snæfellsbæ. Árið 2017 var mikið framkvæmdaár í Snæfellsbæ. Margar götur bæjarins fengu andlitslyftingu þegar þær voru malbikaðar. Göngustígurinn á milli Rifs og Ólafsvíkur var malbikaður í samstarfi við …

Meira..»

Stór verk unnin í heimabyggð

Það var mikið um að vera um borð í Rifsnesi SH í jólastoppinu. Fór þá Hraðfrystihús Hellissands ásamt Smiðjunni Fönix í það verkefni að rífa aðalvélina í Rifsnesinu. Vélin er af gerðinni Yanmar M220-SN 1100 hestöfl. Skipt var um höfuðlegur, stangarlegur og pakkningar. Stimplar, slífar og hedd voru sett í …

Meira..»

Skelltu sér á skauta

Nemendur í 2. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar skelltu sér á skauta í þremur hópum í fallegu en köldu veðri í síðustu viku. Margir voru að stíga sín fyrstu skref á skautum og stóðu sig mjög vel. Mikið fjör var á ísnum og skemmtu allir sér mjög vel bæði nemendur …

Meira..»

Söfnuðu fyrir gynskoðunarbekk

Kvennafélög í Snæfellsbæ tóku sig saman og héldu Konukvöld í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Kvöldið var fjáröflunarkvöld og var verið að safna fyrir gynskoðunarbekk fyrir Heilsugæslustöðina í Snæfellsbæ. Verður nýr gynskoðunarbekkur til mikilla bóta fyrir bæði mæðraeftirlit og krabbameinsskoðanir en gamli bekkurinn er kominn vel til ára sinna og mikil …

Meira..»

Styrkt úr Menningarsjóði

Þann 29. desember síðastliðinn veitti Menningarsjóðurinn Fegurri Byggðir, Sjóminjasafninu í sjómannagarðinum á Hellissandi viðurkenningu og styrk að upphæð 200.000 krónur. Stjórn sjómannasafnsins með Þóru Olsen í fararbroddi hefur unnið mikið starf í uppbyggingu á húsnæði safnsins ásamt því að settar hafa verið upp metnaðarfullar sýningar í safninu. Markmið menningarsjóðsins er …

Meira..»

Jólin kvödd í fallegu veðri

Það er alltaf mikið um dýrðir þegar jólin eru kvödd í Ólafsvík á þrettándanum og var engin undantekning á því í ár. Þrettándabrenna var tendruð við Hvalsá að lokinni skrúðgöngu sem farin var frá Pakkshúsinu. Fjölmennt var í skrúðgöngunni sem leidd var af álfadrottningu, álfakóng og ýmsum púkum og verum. …

Meira..»

Bátar í vanda

Í desember lentu tveir bátar frá Stykkishólmi í vandræðum hér á Breiðafirðinum. Farþegabáturinn Austri SH strandaði austan við Skoreyjar. Farþegaskipið Særún var á leið til Flateyjar þegar slysið átti sér stað og fór af leið til aðstoðar þegar neyðarkall barst. Farþegar fóru um borð í Særúnu en bátar úr Stykkishólmshöfn …

Meira..»

Framtíðarsýn um ferðamál

Eins og við höfum sagt frá á þessum vettvangi hefur verið hrint af stað vinnu við áfangastaðaáætlun á Vesturlandi undir nafninu DMP. Verkefnið snýst um stöðugreiningu, stefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir þróun ferðamála. Áætlun verður tilbúin í maí 2018. Það er Ferðamálastofa sem stendur fyrir þessu verkefni ásamt Markaðsstofunum á Íslandi. …

Meira..»

Styrkir vegna fullveldisafmælis á Snæfellsnes 2018

Á næsta ári fögnum við aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Afmælisnefnd var falið, samkvæmt þingsályktun, að standa fyrir hátíðarhöldum um land allt. Var ákveðið að fara þá leið að leita til landsmanna um mótun dagskrár afmælisársins. Auglýst var eftir tillögum að verkefnum á dagskrána. Alls bárust 169 tillögur og var …

Meira..»