Snæfellsbær fréttir

Vetrarþjónusta aukin á þjóðvegum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið í samráði við Vegagerðina að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðnum köflum á þjóðvegakerfin í því skyni að bæta umferðaröryggi. Ráðherra og vegamálastjóri hafa að undanförnu kannað með hvaða hætti og hvar helst þarf að bæta þjónustuna og Vegagerðin hefur áætlað kostnað við þessa auknu …

Meira..»

Mannamót 2018 – Myndir

Mannamót – stefnumót ferðaþjónustuaðila var haldið í flugskýli Ernis á Reykjavíkurflugvelli s.l. fimmtudag.  18 ferðaþjónustufyrirtæki á Snæfellsnesi tóku þátt að þessu sinni og mörkuðu sig saman sem eitt svæði. Það eru markaðsstofur landshlutanna sem standa að þessum viðburði til þess að ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni geti átt stefnumót við ferðaskrifstofur og …

Meira..»

Fyrirmyndarfyrirtæki – landið og Snæfellsnes

Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu í gær fyrir rekstrarárið 2016. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra afhenti Hampiðjunni sérstök verðlaun fyrir nýsköpun og N1 verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsábyrgð. Creditinfo hefur greint rekstur íslenskra fyrirtækja síðustu átta ár og birt lista yfir þau fyrirtæki sem teljast framúrskarandi. Það …

Meira..»

Áramót

Gleðilegt nýtt ár ágætu lesendur Jökuls. Eins og hefð er orðin, mun ég í nokkrum orðum fara yfir nýliðið ár hér í Snæfellsbæ. Árið 2017 var mikið framkvæmdaár í Snæfellsbæ. Margar götur bæjarins fengu andlitslyftingu þegar þær voru malbikaðar. Göngustígurinn á milli Rifs og Ólafsvíkur var malbikaður í samstarfi við …

Meira..»

Stór verk unnin í heimabyggð

Það var mikið um að vera um borð í Rifsnesi SH í jólastoppinu. Fór þá Hraðfrystihús Hellissands ásamt Smiðjunni Fönix í það verkefni að rífa aðalvélina í Rifsnesinu. Vélin er af gerðinni Yanmar M220-SN 1100 hestöfl. Skipt var um höfuðlegur, stangarlegur og pakkningar. Stimplar, slífar og hedd voru sett í …

Meira..»

Skelltu sér á skauta

Nemendur í 2. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar skelltu sér á skauta í þremur hópum í fallegu en köldu veðri í síðustu viku. Margir voru að stíga sín fyrstu skref á skautum og stóðu sig mjög vel. Mikið fjör var á ísnum og skemmtu allir sér mjög vel bæði nemendur …

Meira..»

Söfnuðu fyrir gynskoðunarbekk

Kvennafélög í Snæfellsbæ tóku sig saman og héldu Konukvöld í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Kvöldið var fjáröflunarkvöld og var verið að safna fyrir gynskoðunarbekk fyrir Heilsugæslustöðina í Snæfellsbæ. Verður nýr gynskoðunarbekkur til mikilla bóta fyrir bæði mæðraeftirlit og krabbameinsskoðanir en gamli bekkurinn er kominn vel til ára sinna og mikil …

Meira..»

Styrkt úr Menningarsjóði

Þann 29. desember síðastliðinn veitti Menningarsjóðurinn Fegurri Byggðir, Sjóminjasafninu í sjómannagarðinum á Hellissandi viðurkenningu og styrk að upphæð 200.000 krónur. Stjórn sjómannasafnsins með Þóru Olsen í fararbroddi hefur unnið mikið starf í uppbyggingu á húsnæði safnsins ásamt því að settar hafa verið upp metnaðarfullar sýningar í safninu. Markmið menningarsjóðsins er …

Meira..»

Jólin kvödd í fallegu veðri

Það er alltaf mikið um dýrðir þegar jólin eru kvödd í Ólafsvík á þrettándanum og var engin undantekning á því í ár. Þrettándabrenna var tendruð við Hvalsá að lokinni skrúðgöngu sem farin var frá Pakkshúsinu. Fjölmennt var í skrúðgöngunni sem leidd var af álfadrottningu, álfakóng og ýmsum púkum og verum. …

Meira..»