Snæfellsbær fréttir

Hæfileikamót

Hæfileikamót KSÍ og N1 hjá stúlkum fór fram á Akranesi 14. og 15. október síðastliðinn. Mótið fór fram undir stjórn Dean Martin en hann hefur undanfarið ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og var þetta mót framhald af þeirri vinnu. Þarna var um að ræða stúlkur á aldrinum 13 til …

Meira..»

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Dagana 5.-6. október var haldin fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017 í Reykjavík. Mörg erindi voru þar og flutt og er hægt að sjá myndbönd á vef sambands sveitarfélaga samband.is af hverju og einu. Þar er einnig hægt að kynna sér gögn sem lögð voru fram. Þarna liggja fyrir áhugaverðar upplýsingar …

Meira..»

Nýbygging á Hellissandi

Nú á dögunum var tekinn grunnur fyrir nýju húsi þar sem áður stóð Gilsbakki á Hellissandi. Á þennan grunn á svo að flytja nýtt hús sem hefur reyndar verið í byggingu frá því haustið 2012. Að þessari framkvæmd standa þau hjónin Lúðvík Ver Smárason og Anna Þóra Böðvarsdóttir. Aðspurður að …

Meira..»

Gáfu hefilbekk

Í síðustu viku afhenti Lionsklúbbur Ólafsvíkur, Grunnskóla Snæfellsbæjar formlega 6 hefilbekki sem klúbburinn gaf skólanum fyrr á árinu. Hefilbekkirnir munu nýtast skólanum mjög vel og eins og sjá má á myndinni eru nemendur byrjaðir að nota þá og líkar vel. Í sumar var aðstaða til smíðakennslu í Grunnskóla Snæfellsbæjar stórlega …

Meira..»

Danskennsla í Gsnb

Jón Pétur Úlfljótsson frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru kom í Grunnskóla Snæfellsbæjar í september. Var hann með danskennslu í 5. til 7. bekk sem er nýjung. Að auki hitti hann nemendur á yngsta- og unglingastigi skólans og dansaði með þeim hópdansa. Mæltist þetta mjög vel fyrir og hafði Jón …

Meira..»

Endurbættur Hamar kominn heim

Hamar SH 224 kom til heimahafnar í Rifi á dögunum. Báturinn hefur verið í Gdansk í Póllandi undanfarið og hafa miklar endurbætur verið gerðar á honum. Kristinn J. Friðþjófsson ehf. á Rifi á Hamar SH og gerir hann út ásamt öðrum bát. Það sem gerir endurbæturnar mjög svo sérstakar er …

Meira..»

Lætur smíða nýjan Bárð

Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Pétur Pétursson skrifaði undir samning við dönsku skipasmíðastöðina Bredgaard Bådeværft fimmtudaginn 14. september. Samningurinn sem var undirritaður á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi hljóðar upp á nýjan bát sem leysa mun hin fengsæla Bárð SH 81 af hólmi en Pétur hefur gert hann út síðan árið 2001. Pétur …

Meira..»