Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Snæfellsbær fréttir

Bátar í vanda

Í desember lentu tveir bátar frá Stykkishólmi í vandræðum hér á Breiðafirðinum. Farþegabáturinn Austri SH strandaði austan við Skoreyjar. Farþegaskipið Særún var á leið til Flateyjar þegar slysið átti sér stað og fór af leið til aðstoðar þegar neyðarkall barst. Farþegar fóru um borð í Særúnu en bátar úr Stykkishólmshöfn …

Meira..»

Framtíðarsýn um ferðamál

Eins og við höfum sagt frá á þessum vettvangi hefur verið hrint af stað vinnu við áfangastaðaáætlun á Vesturlandi undir nafninu DMP. Verkefnið snýst um stöðugreiningu, stefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir þróun ferðamála. Áætlun verður tilbúin í maí 2018. Það er Ferðamálastofa sem stendur fyrir þessu verkefni ásamt Markaðsstofunum á Íslandi. …

Meira..»

Styrkir vegna fullveldisafmælis á Snæfellsnes 2018

Á næsta ári fögnum við aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Afmælisnefnd var falið, samkvæmt þingsályktun, að standa fyrir hátíðarhöldum um land allt. Var ákveðið að fara þá leið að leita til landsmanna um mótun dagskrár afmælisársins. Auglýst var eftir tillögum að verkefnum á dagskrána. Alls bárust 169 tillögur og var …

Meira..»

Bökuðu og skreyttu piparkökur

Piparkökudagur var haldinn á öllum starfsstöðvum Grunnskóla Snæfellsbæjar á síðasta laugardag. Það voru foreldrafélög skólans sem stóðu fyrir honum. Norðan heiðar voru skreyttar piparkökur og hlustað á jólalög. Sunnan heiðar voru skreyttar piparkökur og búið til jólaskraut ásamt því að gluggar voru skreyttir. Á dögum sem þessum koma foreldrar, nemendur, …

Meira..»

Ljós tendruð á trjánum í Snæfellsbæ

Kveikt var á jólatrjánum í Snæfellsbæ á fyrsta sunnudegi í aðventu. Að venju var vegleg dagskrá. Það var Karítas Lily Kristinsdóttir sem kveikti á trénu á Hellissandi og Eiríkur Elías Einarsson sem kveikti á því í Ólafsvík. Skólakór Snæfellsbæjar kom og söng nokkur lög fyrir viðstadda. Gengið var í kringum …

Meira..»

Hátíðleg byrjun aðventu

Aðventuhátíð Kvenfélags Ólafsvíkur í samtarfi við Ólafsvíkurkirkju fór fram á fyrsta sunnudegi í aðventu að venju. Elísa Dögg Helgadóttir setti hátíðina og sá um að kynna það sem í boði var. Var hátíðin mjög vel sótt og atriðin fjölbreytt og skemmtilegt ásamt því að vera mjög hátíðleg. Hófst hún á …

Meira..»

Aflabrögð

Það var mjög gott fiskerí hjá Saxhamri SH á dragnótinni en þeir lönduðu 49 tonnum sunnudaginn 3. desember. Lönduðu þeir því alls 91 tonni í 3 löndunum dagana 27. nóvember til 3. desember. Esjar SH 26 tonnum í 4, Rifsari SH 18 tonnum í 1, Matthías SH 18 tonnum í …

Meira..»

Eldvarnarátak í grunnskólanum í Snæfellsbæ

Árlegt Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkrafluttningamanna fer fram í nóvember. Þá heimsækja slökkviliðsmenn um land allt nemendur í 3. bekk grunnskóla landsins og fræða þá um eldvarnir. Það er engin undantekning á þessu í Snæfellsbæ og bíða nemendur 3. bekkjar alltaf spenntir eftir þessari heimsókn. Félagar úr Slökkviliði Snæfellsbæjar komu …

Meira..»

Ný framkvæmdaáætlun Snæfellsness

Umhverfisvottunarverkefnið sem verið hefur í gangi frá árinu 2008 á Snæfellsnesi og vakið mikla athygli hefur gefið út nýja framkvæmdaáætlun fyrir árin 2018-2022.  Sveitarfélögin fimm sem standa að umhverfisvottuninni hafa öll samþykkt áætlunina. Verkefnið kveður á um að sveitarfélögin vinni markvisst að úrbótum í umhverfismálum í starfsemi sinni, í átt …

Meira..»