Snæfellsbær fréttir

Aflabrögð

Það var mjög gott fiskerí hjá Saxhamri SH á dragnótinni en þeir lönduðu 49 tonnum sunnudaginn 3. desember. Lönduðu þeir því alls 91 tonni í 3 löndunum dagana 27. nóvember til 3. desember. Esjar SH 26 tonnum í 4, Rifsari SH 18 tonnum í 1, Matthías SH 18 tonnum í …

Meira..»

Eldvarnarátak í grunnskólanum í Snæfellsbæ

Árlegt Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkrafluttningamanna fer fram í nóvember. Þá heimsækja slökkviliðsmenn um land allt nemendur í 3. bekk grunnskóla landsins og fræða þá um eldvarnir. Það er engin undantekning á þessu í Snæfellsbæ og bíða nemendur 3. bekkjar alltaf spenntir eftir þessari heimsókn. Félagar úr Slökkviliði Snæfellsbæjar komu …

Meira..»

Ný framkvæmdaáætlun Snæfellsness

Umhverfisvottunarverkefnið sem verið hefur í gangi frá árinu 2008 á Snæfellsnesi og vakið mikla athygli hefur gefið út nýja framkvæmdaáætlun fyrir árin 2018-2022.  Sveitarfélögin fimm sem standa að umhverfisvottuninni hafa öll samþykkt áætlunina. Verkefnið kveður á um að sveitarfélögin vinni markvisst að úrbótum í umhverfismálum í starfsemi sinni, í átt …

Meira..»

Fjörugt kótilettukvöld

Lionsklúbbur Nesþinga stóð fyrir Kótilettukvöldi í Félagsheimilinu Röst á síðasta laugardagskvöld. Var þetta hið skemmtilegasta kvöld hjá þeim lionsfélögum. Að sjálfsögðu var boðið upp á kótilettur í raspi með grænum baunum, rauðkáli, kartöflum og rabbabarasultu, bræddu smjöri ásamt kaffi og konfekti. Herlegheitin voru elduð og framreidd af lionsmönnum. Veislustjóri var …

Meira..»

50 ára vígsluafmæli Ólafsvíkurkirkju

Ólafsvíkurkirkja fagnaði 50 ára vígsluafmæli sínu á síðasta sunnudag þann 19. nóvember. Margt hefur verið gert á afmælisárinu til að fagna en á síðasta sunnudag var hátíðarmessa í kirkjunni. Í messunni predikaði frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Þrír af fyrrum sóknarprestum Ólafsvíkurkirkju þeir séra Friðrik Hjartar, séra Óskar Hafsteinn …

Meira..»

Nýr formaður HSH

Fyrir nokkru tók nýr formaður við í Héraðssambandi Snæfellsnes og Hnappadalssýslu en félagið hafði þá verið formannslaust síðustu þrjú ár. Við formennsku tók Hjörleifur K. Hjörleifsson, formaður aðalstjórnar Ungmennafélagsins Snæfells í Stykkishólmi. Ekki er þó gert ráð fyrir að hann sitji lengi. Jafnvel ekki nema fram að sambandsþingi sem boðað …

Meira..»

Aflabrögð

Dagana 16. til 22. október lönduðu 8 dragnótabátar í höfnum Snæfellsbæjar, Magnús SH landaði 16 tonnum í1löndun, Esjar SH 15 tonnum í 1, Egill SH 12 tonnum í 1, Ólafur Bjarnason SH 12 tonn í 3, Sveinbjörn Jakobsson SH 9 tonn í 3, Gunnar Bjarnason SH 5 tonn í 2, …

Meira..»

Fjölmennur fundur

Íbúafundur var haldinn í Snæfellsbæ þriðjudaginn 17. október síðastliðinn í Félagsheimilinu Klifi. Fyrir svörum á fundinum sátu fulltrúar bæjarins í bæjarstjórn og var Ásbjörn Óttarsson fundarstjóri. Á fundinum fór Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar yfir fjármál bæjarins árið 2016-2017 í stórum dráttum, bæði tekjur og gjöld. Einnig fór hann yfir helstu …

Meira..»

Fjölmenningarhátíð

Það var mikið um dýrðir í Frystiklefanum á síðasta laugardag þegar Fjölmenningarhátíðin var haldin. Hún hefur nú verið árleg í nokkur ár og heppnast alltaf jafn vel. Var hátíðin mjög vel sótt. Kynnir hátíðarinnar var Dóra Unnars en á hátíðinni flutti Kristinn Jónasson bæjarstjóri ræðu. Einnig flutti forseti Íslands Guðni …

Meira..»