Snæfellsbær fréttir

Lætur smíða nýjan Bárð

Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Pétur Pétursson skrifaði undir samning við dönsku skipasmíðastöðina Bredgaard Bådeværft fimmtudaginn 14. september. Samningurinn sem var undirritaður á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi hljóðar upp á nýjan bát sem leysa mun hin fengsæla Bárð SH 81 af hólmi en Pétur hefur gert hann út síðan árið 2001. Pétur …

Meira..»

Víkingur Ólafsvík tók á móti FH á dögunum þegar næst síðasta umferð í Pepsí-deild karla fór fram. Víkingur komst yfir á 24. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði eftir mistök Gunnars Nielsens í marki FH. Stefndi í að Víkingur landaði 3 stigum úr leiknum þegar FH fékk víti á 68. …

Meira..»

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfs

Árlegt fótboltamaraþon og uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins í fótbolta fór fram um síðustu helgi. Spilaður var fótbolti í sólarhring og skipt upp tímanum á Stykkishólm, Grundarfjörð og Snæfellsbæ. Fyrr í vikunni höfðu krakkarnir gengið í hús og safnað áheitum og safnaðist vel. Skemmtu bæði krakkarnir og fullorðnir sér mjög vel. Eins og …

Meira..»

Keppni í Útsvari lokið

Það var sannkallaður Vesturlandsslagur í Útsvari á síðasta föstudag. Þá mættust lið Akraness og lið Snæfellbæjar. Lið Akraness var skipað þaulvönu fólki þeim; Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur, Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur og Erni Arnarsyni. En þau komust alla leið í úrslitaþáttinn síðasta vetur þar sem þau töpuðu þó fyrir liði Fjarðarbyggðjar. Lið …

Meira..»

Mikil fjölgun á tjaldstæðum

Íbúar Snæfellsbæjar hafa ekki farið varhluta af auknumferðamannastraumi til landsins frekar en aðrir landsmenn.Mikil aukning var á fjölda gesta á tjaldstæðunum í Snæfellsbæ á milli ára en Snæfellsbær rekur tjaldstæðið í Ólafsvík og á Hellissandi. Í maí árið 2016 komu 380 gestir en í ár voru þeir 1145. Í júní …

Meira..»

Kynningarfundur um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðar, Stykkishólms og Helgafellssveitar

Tæplega 100 manns sóttu kynningarfund um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðar, Stykkishólms ogHelgafellssveitar sem haldinn var á Fosshótel Stykkishólmi í dag.  Fundurinn hófst á því að Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar kynnti umfjöllunarefnið.  Því næst kynntu Sævar Kristinsson og Sveinbjörn Grímsson frá KPMG verkefnið, niðurstöður könnunar frá því í sumar, hugsanlegar sviðsmyndir …

Meira..»

Starfshópur um Þjóðgarðastofnun skipaður

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað starfshóp til að vinna að gerð lagafrumvarps um Þjóðgarðastofnun. Nýlega kynnti ráðherra áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og tiltekinna verkefna á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Markmiðið er að efla og …

Meira..»

Unglingalandsmót

20. unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.  Keppendur HSH voru 19 að þessu sinni og gekk þeim prýðilega á mótinu. Okkar fulltrúar kepptu flestir í körfubolta og fótbolta. Í körfunni voru okkar keppendur í liðum sem tóku gull og silfur á mótinu og 2 stúlkur voru í fótboltaliðum …

Meira..»

Minjaráð Vesturlands

Hjá Minjastofnun Íslands eru starfrækt minjaráð landshlutanna og er eitt slíkt starfandi fyrir Vesturland. Á fundi ráðsins frá því í maí s.l. var m.a. Samþykktar tvær ályktanir annars vegar er því beint til Minjastofnunar Íslands að hún beiti sér fyrir rannsóknum á þeim rústum sem eru í mestri hættu í …

Meira..»