Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Snæfellsbær fréttir

Þjóðhátíðardagurinn í Snæfellsbæ

Hátíðarhöld á 17. júní fóru fram í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar að þessu sinni, höfðu þau verið flutt inn vegna slæmrar veðurspár. Dró það ekki úr hátíðleikanum enda búið að skreyta sal íþróttahússins og búið að setja upp hoppukastala og klifur sem Unglingadeildin Drekinn sá um ásamt því að mála börnin. Vel …

Meira..»

Fjögurra ára týndi bangsa á ferðalagi

Eftirfarandi bón barst á ritstjórnarskrifstofuna: Þessi sæti BANGSI fór á flakk á SNÆFELLSNESI í síðustu viku og hans er sárt saknað af 4ra ára eiganda sínum. Hann hefur trúlega farið í felur einhversstaðar í kringum N1 á Hellissandi eða í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ef einhver hefur fundið bangsakrílið eða …

Meira..»

Aðgengi bætt til muna

Á dögunum var bætt til muna aðgengi að handverksstofu eldriborgara í Snæfellsbæ. Það var Jón Guðmundsson sem gerði það með aðstoð Herberts Halldórssonar. Aðgengið sem var fyrir var ekki nógu gott og vildi Kristinn Jónasson bæjarstjóri að það væri lagfært svo ekki hlytust slys af. Er aðgengið sem bæði er sólpallur …

Meira..»

Fréttir á ensku

Nú hefst sú nýjung hjá Snæfellingum.is að valdar fréttir birtast á ensku. Efni fréttanna og/eða greinanna miða að ferðafólki sem fjölgað hefur gríðarlega undanfarið. Þær munu snúast um efni sem viðkemur ferðafólki s.s. upplýsingar um breytta opnunartíma á frídögum o.þ.h. Inn á milli munu birtast færslur um efni sem okkur …

Meira..»

Áhöfn Saxhamars fær viðurkenningu

Á Sjómannadaginn 2017 hlaut áhöfn Saxhamars SH 50 viður­kenningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fyrir að hafa sýnt öðrum fremur góða öryggis­vitund á námskeiðum Slysa­varnaskóla sjómanna. Á Saxhamri er Friðþjófur Sævarsson skipstjóri og tók Sævar Freyr Reynisson yfirstýrimaður á móti viðurkenningunni fyrir hönd áhafnarinnar ásamt eigin­ konu sinni Írisi Jónasdóttur. Svanfríður Anna …

Meira..»

Sumarsýningar Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla í Norska húsinu

Laugardaginn 10. júní kl. 15:00 opnuðu sumarsýningar Norska hússins – BSH. Að þessu sinni eru tvær sýningar, myndlistarsýning eftir Ernu Guðmarsdóttur, Fuglar og Fantasíur og ljósmyndasýning eftir Hjördísi Eyþórsdóttur, Snæfellsnes // 中國 . Erna Guðmarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1940 og stundaði fyrst listnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og lauk …

Meira..»

Fullorðnir Vestlendingar meta andlega heilsu slæma

Embætti landlæknis hefur birt lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi fyrir árið 2017. Tilgangur þeirra er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig borið saman við landið í heild. Auðveldar það sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að skilja þarfir íbúa í sínu umdæmi og þannig vinna saman …

Meira..»

Sjómannadagurinn í Snæfellsbæ

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri í Snæfellsbæ um síðustu helgi. Hátíðarhöldin ná nú frá föstu­degi til sunnudags. Hófust hátíðarhöldin á föstudegi með dorgveiðikepnni og skemmti­siglingu. Að því loknu var gestum boðið upp á grillaðar pylsur. Tónlistaratriði voru á Þorgríms­palli en þar spiluðu þau Hlöðver Smári og Lena ásamt því …

Meira..»

Enduropnun Sjóminjasafnsins

Miklar breytingar hafa farið fram á Sjóminjasafninu á Hellissandi undanfarið og var það opnað aftur um síðustu helgi. Á safninu eru nú tvær nýjar sýningar. “Sjósókn undir Jökli” nefnist önnur og er hún í bátaskýlinu. Þar er Blikinn í aðalhlutverki og þeir safngripir sem tilheyra sjósókn og ekki síst árabátaöldinni. …

Meira..»

Myndlist í Gamla Rifi

Olga Heiðarsdóttir opnaði myndlistarsýningu sína á Gamla Rifi á síðasta laugardag. Er þetta fyrsta sýning Olgu sem búsett er á Hellissandi og ættuð af Snæfellsnesi. Hún útskrifaðist með B.A í þjóðfræði og hefur hún meðal annar sérhæft sig í skriftum um naivisma í íslenskri myndlist. Umfjöllunarefni Olgu er náttúran á …

Meira..»