Snæfellsbær fréttir

Fullorðnir Vestlendingar meta andlega heilsu slæma

Embætti landlæknis hefur birt lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi fyrir árið 2017. Tilgangur þeirra er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig borið saman við landið í heild. Auðveldar það sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að skilja þarfir íbúa í sínu umdæmi og þannig vinna saman …

Meira..»

Sjómannadagurinn í Snæfellsbæ

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri í Snæfellsbæ um síðustu helgi. Hátíðarhöldin ná nú frá föstu­degi til sunnudags. Hófust hátíðarhöldin á föstudegi með dorgveiðikepnni og skemmti­siglingu. Að því loknu var gestum boðið upp á grillaðar pylsur. Tónlistaratriði voru á Þorgríms­palli en þar spiluðu þau Hlöðver Smári og Lena ásamt því …

Meira..»

Enduropnun Sjóminjasafnsins

Miklar breytingar hafa farið fram á Sjóminjasafninu á Hellissandi undanfarið og var það opnað aftur um síðustu helgi. Á safninu eru nú tvær nýjar sýningar. “Sjósókn undir Jökli” nefnist önnur og er hún í bátaskýlinu. Þar er Blikinn í aðalhlutverki og þeir safngripir sem tilheyra sjósókn og ekki síst árabátaöldinni. …

Meira..»

Myndlist í Gamla Rifi

Olga Heiðarsdóttir opnaði myndlistarsýningu sína á Gamla Rifi á síðasta laugardag. Er þetta fyrsta sýning Olgu sem búsett er á Hellissandi og ættuð af Snæfellsnesi. Hún útskrifaðist með B.A í þjóðfræði og hefur hún meðal annar sérhæft sig í skriftum um naivisma í íslenskri myndlist. Umfjöllunarefni Olgu er náttúran á …

Meira..»

Nýtt gervigras á sparkvellina

Í síðustu viku var gervigrasið á sparkvöllunum á Hellissandi og í Ólafsvík endurnýjað. Í Grundar­firði var skipt um gervigras á sparkvelli í síðasta mánuði. Var sett nýjasta kynslóð af gervigrasi á vellina og því verða foreldrar ánægðir þegar börn þeirra hætta að bera gúmikurl með sér heim í skóm og …

Meira..»

Fasteignamat hækkar um land allt

Þjóðskrá Íslands hefur nú birt nýtt fasteignamat fyrir árið 2018. Samkvæmt því hækkar heildarmat fasteigna á landinu um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári. Fasteignamat skapar grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda og er stofn fasteignagjalda og …

Meira..»

Heiðursfélagar Skotfélags Snæfellsness

Á aðalfundi Skotfélags Snæfellsness sem haldinn var á veitingahúsinu Hrauni í Ólafsvík þann 25. maí, heiðraði félagið 3 félagsmenn fyrir óeigingjörn sjálfboðaliðastörf með því að gera þá að heiðursfélögum félagsins.  Það voru þeir Karl Jóhann Jóhannsson, Birgir Guðmundsson og Unnsteinn Guðmundsson sem voru heiðraðir, en allir voru þeir stofnendur að …

Meira..»

Konuhittingur

Rauðikrossinn í Ólafsvík, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes ásamt fleiri félögum hafa í vetur verið í samstarfsverkefni. Markmiðið með þessu verkefni er að konur af mismunandi þjóðerni hittist, tali saman og kynnist. Í þetta skiptið var ferðinni heitið í Gestastofu þjóðgarðsins á Malarrifi. Þar tók Ragnhildur Sigurðardóttir á móti konunum sýndi þeim Gestastofuna …

Meira..»

Grundarfjarðarlína í jörð

Nú á dögunum hóf Steypustöð Skagafjarðar framkvæmdir við lagningu Grundarfjarðarlínu. Það er 2,66 kw jarðstrengs milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar ásamt byggingu nýrra tengi­virkja. Með þessari framkvæmd mun áreiðanleiki svæðiskerfisins á Vesturlandi og afhendingar­ öryggi batna á Snæfellsnesi. Hafa truflanir með tilheyrandi straumleysi verið tíðar á Snæ­fellsnesi undanfarin ár því loft …

Meira..»

Viðburðarsumar Frystiklefans í Rifi

Þann 1. júní næstkomandi hefst 90 daga viðburðarmaraþon í Frystiklefanum í Rifi. Á dagskránni í sumar verða meðal annars söngleikurinn Journey to the centre of the earth, gestaleiksýningin Purgatorio, Kvikmyndin Hrútar og fjöldinn allur af tónleikum. Ber þar helst að nefna Mugison, Valdimar, Jónas Sig & Ritvélar Framtíðarinnar og síðast …

Meira..»