Snæfellsbær fréttir

10 ára afmæli Lífsbjargar

Laugardaginn 6. maí síðast­liðinn hélt Björgunarsveitin Lífs­björg upp á tíu ára afmæli sitt. Mættu fjölmargir í Björgunar­stöðina Von til þess að fagna afmælinu með björgunar­sveitinni. Eins og venja er í veislum var boðið upp á dýrindis kræsingar sem reiddar voru fram af Slysavarnakonum í Ólafsvík og á Hellissandi. Afmælisbarninu bárust góðar …

Meira..»

Fiskmarkaður Íslands og BB og synir ehf í samstarf

Í samstarfinu felst að BB og synir taka að sér löndun og akstur á fiski frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur frá viðskiptavinum Fiskmarkaðs Íslands. Bæring Guðmundsson stefnir á að láta af störfum hjá Fiskmarkaði Íslands um næstkomandi áramót. Bæring hefur starfað hjá Fiskmarkaði Íslands frá stofnun árið 1991 og verður því …

Meira..»

Árlegt héraðsmót HSH í Stykkishólmi

Sunnudaginn 7. maí sl. mættu um 54 keppendur til leiks á árlegt héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss. Frjálsíþróttaráð HSH stóð að undirbúningi og framkvæmd mótsins sem fram fór í Íþróttamiðstöð Stykkishólms. Keppendur komu frá öllu Snæfellsnesi og kepptu í hinum ýmsu greinum. Átta ára og yngri kepptu í langstökki …

Meira..»

Uppbrotsdagar í FSN

Vikan sem nú er að klárast hefur verið með óhefðbundnu sniði í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Um er að ræða svokallaða uppbrotsdaga þar sem nemendur vinna lokaverkefni þvert á áfanga. Þ.e.a.s. verkefnin snúast ekki endilega um einn áfanga hvert, sem dæmi er verkefni í kynjafræði og uppeldisfræði eitt verkefni. Hugmyndin með þessu …

Meira..»

Strandhreinsiverkefni á Snæfellsnesi 6. maí 2017

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og Umhverfisvottun Snæfellsness þakkar öllum þeim sem tóku þátt í Norræna strandhreinsunardeginum s.l. laugardag. Mörg tonn af rusli, að mestu leyti plast, voru hreinsuð skipulega af þremur strandsvæðum og að auki voru víða minni hreinsanir. Landeigendur tóku til hendinni, ferðaþjónustufyrirtæki, eyjar voru hreinsaðar, kafað var í höfnina í …

Meira..»

Slangran – barist gegn slettum í málinu

Hópur í Listaháskóla Íslands hefur komið á laggirnar Facebook síðunni Slangran. Vill hópurinn vekja athygli á því hversu mikið Íslendingar sletta á ensku í daglegu lífi. Á síðunni má finna fréttir varðandi tungumálið og hættunum sem steðjar að því. Einnig er þar að finna talsett brot úr vinsælum sjónvarpsþáttum yfirfærð á …

Meira..»

Ánægðir Berlínarfarar

Tæplega 30 nemendur úr FSN fóru ásamt Hólmfríði Friðjónsdóttur þýskukennara og Lofti Árna Björgvinssyni enskukennara til Berlínar dagana 21. – 25. apríl. Ferðalagið hófst aðfararnótt föstudagsins 21. apríl og lenti hópurinn í samgönguvandræðum strax eftir lendingu þegar lest sem átti að ferja þau á hótelið gekk ekki. Með klókindum náðu …

Meira..»

Hreinsum Ísland: Norræni strandhreinsunardagurinn fer fram laugardaginn 6. maí á Snæfellsnesi

Á laugardaginn 6. maí næstkomandi en þá fer fram Norræni strandhreinsunardagurinn á Snæfellsnesi. Að honum standa Landvernd og nokkur umhverfisverndarsamtök á Norðurlöndum auk annarra skipuleggjenda á Íslandi sem eru Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, EarthCheck Snæfellsnesi, Lionshreyfingin á Íslandi og Blái herinn. Snæfellsnes varð fyrir valinu því að þar hefur lengi verið hugað …

Meira..»

Jarðstrengur milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur

Í lok síðasta mánaðar var skrifað undir samning þess efnis að leggja 66 kV jarðstreng á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og byggingu nýrra tengivirkja. Steypustöð Skagafjarðar mun sjá um vinnuna. Truflanir hafa verið á norðanverðu nesinu og má rekja þær til loftlínunnar sem liggur frá Vegamótum til Ólafsvíkur. Hún fer …

Meira..»

Viðburðarík áskrift

Á heimasíðu Snæfellinga.is má finna viðburðardagatal. Á því dagatali má finna helstu viðburði á Snæfellsnesi, staðsetningar þeirra og tímasetningar. Hægt er að gerast áskrifandi að uppfærslum dagatalsins á síðunni. Það er einföld aðgerð, fyrir neðan dagatalið er að finna hnappa fyrir Google dagatal annars vegar og iCal dagatal hins vegar. …

Meira..»