Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Snæfellsbær fréttir

Stigalaus umferð hjá Víkingsliðum

Það blæs ekki byrlega fyrir meistarflokksliðum Víkings Ólafsvíkur í karla- og kvennaflokki þessa dagana en þau fengu engin stig í þessari umferð. Kvennaliðið tók á móti Selfossi í 1. deild kvenna á síðasta föstu­dag á heimavelli. Leiknum lauk án þess að Víkingsstúlkur næðu að skora mark. Barbara Sól Gísladóttir skoraði …

Meira..»

Hesteigendafélagið Hringur Ólafsvík

Í blaðinu „Íþróttasumarið“ sem prentsmiðjan Steinprent gaf út fyrir síðustu mánaðarmót urðu þau mistök að birt var ársgömul grein um Hesteigendafélagið Hring, hér á eftir fer greinin eins og hún átti að vera í blaði þessa árs. Beðist er velvirðingar á þessu. Hesteigendafélagið Hringur var stofnað af hesteigendum í Ólafsvík …

Meira..»

Hljómborð fyrir afrakstur kaffisölu

Vortónleikar tónlistarskóla Snæfellsbæjar fóru fram í síðustu viku. Tónleikarnir voru haldnir í Félagsheimilinu Klifi og var að venju mjög vel mætt af aðstandendum þeirra sem stunda nám í skólanum. Foreldrafélag tónlistarskólans sér um kaffisölu á tónleikum skólans, er þetta alltaf vandað veisluborð og gaman að setjast niður að loknum tónleikum …

Meira..»

Gjöf til kirkjunnar

Um síðustu helgi komu saman afkomendur Kristjönu Þ. Tómasdóttur og Víglundar Jónssonar til að minnast þeirra hjóna, tilefnið var að þann 17. maí hefði Kristjana orðið 100 ára. Að þessu tilefni og einnig 50 ára afmæli Ólafsvíkurkirkju var ákveðið að gefa kirkjunni 15 Biblíur sem m.a. verða notaðar í tengslum við …

Meira..»

Fyrstu stig í hús

Fyrstu stig Víkings þetta sumarið komu í hús á síðasta sunnudag þegar þeir sóttu Grindavík heim í þriðju umferð Pepsí deildarinnar. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en þónokkur vindur var í Grindavík. Það færðist þó heldur betur fjör í leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar fyrirliði Víkings Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði …

Meira..»

Hreinsa vegasorp

Umhverfismál eru Snæfell­ingum hugleikin og er skemmst að minnast strandhreinsunar­verkefni sem Svæðisgarður Snæfellinga skipulagði fyrir skömmu. Lionsklúbbar á Snæfellsnesi tóku þátt í því verkefni ásamt öðrum félögum, klúbbum og einstaklingum. Um síðustu helgi hóf Lionsklúbbur Ólafsvíkur svo hreinsun vegkanta en það er verkefni sem klúbburinn hefur tekið að sér í …

Meira..»

Strandveiðar hafnar

Greinilegt er að tími strand­veiða­ og handfærabáta er hafinn en aflatölurnar að þessu sinni eru fyrir tímabilið 1. til 13. maí. Í Rifshöfn komu á tímabilinu 731 tonn á land í 139 löndunum, í Ólafsvíkurhöfn 1095 tonn í 176 löndunum og á Arnarstapa 77 tonn í 86 löndunum. Hjá dragnótabátunum …

Meira..»

10 ára afmæli Lífsbjargar

Laugardaginn 6. maí síðast­liðinn hélt Björgunarsveitin Lífs­björg upp á tíu ára afmæli sitt. Mættu fjölmargir í Björgunar­stöðina Von til þess að fagna afmælinu með björgunar­sveitinni. Eins og venja er í veislum var boðið upp á dýrindis kræsingar sem reiddar voru fram af Slysavarnakonum í Ólafsvík og á Hellissandi. Afmælisbarninu bárust góðar …

Meira..»

Fiskmarkaður Íslands og BB og synir ehf í samstarf

Í samstarfinu felst að BB og synir taka að sér löndun og akstur á fiski frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur frá viðskiptavinum Fiskmarkaðs Íslands. Bæring Guðmundsson stefnir á að láta af störfum hjá Fiskmarkaði Íslands um næstkomandi áramót. Bæring hefur starfað hjá Fiskmarkaði Íslands frá stofnun árið 1991 og verður því …

Meira..»

Árlegt héraðsmót HSH í Stykkishólmi

Sunnudaginn 7. maí sl. mættu um 54 keppendur til leiks á árlegt héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss. Frjálsíþróttaráð HSH stóð að undirbúningi og framkvæmd mótsins sem fram fór í Íþróttamiðstöð Stykkishólms. Keppendur komu frá öllu Snæfellsnesi og kepptu í hinum ýmsu greinum. Átta ára og yngri kepptu í langstökki …

Meira..»