Föstudagur , 16. nóvember 2018

Snæfellsbær fréttir

Viðburðarík áskrift

Á heimasíðu Snæfellinga.is má finna viðburðardagatal. Á því dagatali má finna helstu viðburði á Snæfellsnesi, staðsetningar þeirra og tímasetningar. Hægt er að gerast áskrifandi að uppfærslum dagatalsins á síðunni. Það er einföld aðgerð, fyrir neðan dagatalið er að finna hnappa fyrir Google dagatal annars vegar og iCal dagatal hins vegar. …

Meira..»

Nemendur Lýsuhólsskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, veitti í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Kuðunginn hlaut Endurvinnslan og í rökstuðningi dómnefndar sagði að „umhverfismálin hafi verið samofin starfsemi fyrirtækisins frá upphafi enda til þess stofnað til að taka á því umhverfisvandamáli sem fylgdi auknu magni umbúða í …

Meira..»

Afhenti innbundin Sjómannadagsblöð

Í vikunni var Bókasafni Snæfellsbæjar færð gjöf en það er þriðja bindi af Sjómannadagsblaði Snæfellsbæjar. Í þessu bindi eru það blöðin frá 2006 til 2012 sem bókasafnið eignast en fyrir á það tvö bindi sem afhent voru safninu 2007. Fyrra bindið hefur að geyma blöð frá árinu 1987 til 1999 og …

Meira..»

Æfingaferð Víkings til Spánar

Meistaraflokkur karla hjá Vík­ingi var eitt af 32 meistaraflokks­liðum sem fóru erlendis í æfinga­ferð fyrir Íslandsmótið í sumar. Í hópnum sem fór til Pinatar á Spáni dagana 9. til 19. apríl voru rúmlega 20 leikmenn, þjálfarar og fararstjórar. Hópurinn tók þó smá breyt­ingum á meðan á ferðinni stóð. Hilmar Hauksson …

Meira..»

Dró Brynju í land

Síðasta föstudag lauk hrygn­inga stoppinu og máttu bátar setja út veiðarfæri klukkan 10:00 þann dag. Voru bátar að tínast út úr höfnum Snæfellsbæjar fram eftir morgni þar á meðal Brynja SH, ekki vildi betur til en þegar Brynja var kominn rétt út fyrir höfnin í Ólafsvík að það steindó á …

Meira..»

Bræður opna kaffihús

Kaffihúsið Kaldilækur mun opna á næstunni í Snæfellsbæ. Kaffihúsið er staðsett í Sjómanna­garðinum í Ólafsvík og verður rekið af þeim bræðrum Antoni Jónasi og Ólafi Hlyni Illugasonum. Aðspurður að því hvaðan þessi hugmynd hafi komið sagði Anton Jónas: „Það hefur lengi staðið í mér hvað það sé lítið að gera …

Meira..»

Breytingar á útgáfudögum Jökuls

Um miðjan apríl barst útgef­anda Jökuls bréf frá Íslandspósti þar sem farið var yfir ýmsar breytingar á verðskrá sem fyrir­huguð er þann 1. maí n.k. Í sama bréfi var einnig tilkynnt að um mánaðarmótin muni Íslandspóstur hætta aldreifingu á landsbyggðinni og verður Jökli því alltaf dreift á tveimur dögum hér …

Meira..»

Slæmt ástand bryggjunnar í Flatey

Á aðalfundi Framfarafélags Flateyjar 2017 skoraði félagið á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, sveitarstjórn Reykhólahrepps og samgöngusvið Vegagerðarinnar að vinna að endurbótum ferjubryggjunnar í Flatey á Breiðafirði. Greint er frá þessu á heimasíðu Framfarafélagsins, Flatey.com. Í ályktuninni segir að ástand bryggjunnar hafi versnað gífurlega undanfarin ár og að nú sé hluti …

Meira..»

Rekstur Snæfellsbæjar mjög góður

Miðvikudaginn 5. apríl var ársreikningur Snæfellsbæjar 2016 afgreiddur í bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Starfsemi Snæfellsbæjar er skipt upp í tvo hluta, A-­hluta annars vegar og B­-hluta hins vegar. Til A­-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B-­hluta eru fyrirtæki sem …

Meira..»