Fimmtudagur , 20. september 2018

Snæfellsbær fréttir

Aflabrögð – 12.04.17

Í byrjun vikunnar voru enn nokkrir bátar að róa í Snæfellsbæ en stóra stoppið byrjaði þann 11. apríl. Í Ólafsvíkurhöfn komu á land 149 tonn í 34 löndunum, í Rifshöfn voru það 436 tonn í 17 löndunum og á Arnarstapa komu 86 tonn í 9 löndunum. Hjá stóru línubátunum landaði …

Meira..»

Útgáfuhóf á Stapa

Út er komin ljóðabókin Hug­dettur og heilabrot: Ljóðasafn hjónanna Hallgríms Ólafssonar og Helgu Halldórsdóttur frá Dagverðará. Yrkisefni þeirra eru fjölmörg og fjölbreytt: ljóðin endurspegla heilabrot þeirra og hugdettur um náttúruna, söguna, mannfólkið, lífið og tilveruna. Árið 1928 festu þau hjónin, ásamt foreldrum og Þórði bróður Helgu, kaup á eyði­jörðinni Dagverðará …

Meira..»

Eftirlit aukið á höfninni

Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp á Ólafsvíkurhöfn og eru nú þegar búið að taka í notkun 5 myndavélar en þær verða líklega sex eða sjö þegar allar verða komnar í gagnið. Var myndavélunum komið upp í kjölfar þess að brotist var ítrekað inn í allmarga báta á svæðinu. Þar var …

Meira..»

Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutar

Uppbyggingarsjóður Vesturlands varð til árið 2015 þegar Vaxtarsamningur og Menningarsamningur runnu saman í einn sjóð. Frá stofnun sjóðsins hefur hann veitt styrki að upphæð 105 m.kr. á Vesturlandi. Úthlutanir sjóðsins fara í styrki til menningarverkefna, stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála og styrki til nýsköpunar- og atvinnuþróunar. Föstudaginn 4. apríl voru …

Meira..»

Breytingar á þjónustu Íslandspósts

Frá og með 1. maí nk. taka í gildi breytingar hjá Íslandspósti á landsbyggðinni. Ein þeirra breytinga er sú að ekki verður boðið upp á aldreifingu fjölpósts á fimmtudögum eins og verið hefur nema á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu. Fyrir landsbyggðina verður boðið upp á tveggja daga dreifingu. Flest héraðsfréttablöð eru …

Meira..»

Aflabrögð – 06.04.17

Vel hefur veiðst undanfarið og nokkrir bátar komnir í páskafrí en litla hryggningarstoppið hófst þann 1. apríl síðastliðinn og það stóra mun hefjast þann 11. apríl. Hjá dragnótabátum var Ólafur Bjarnason SH með 69 tonn í 4, Esjar SH 64 tonn í 5, Guðmundur Jensson SH 57 tonn í 3, …

Meira..»

Öflugt starf á 10 ára afmælisári

Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar var haldinn í Von sunnudaginn 26. mars síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir starf sveitarinnar á síðasta ári og einnig yfir starf unglingadeildarinnar Drekans. Núverandi stjórn bauð sig fram til áframhaldandi starfa og fékk hún kosningu til þess. Stjórnina skipa Halldór Sigurjónsson formaður, Hafrún Ævarsdóttir ritari, Ægir …

Meira..»

Víkingar skemmtu sér

Skemmti- og styrktarkvöld knattspyrnudeildar Víkings var haldið síðasta laugardagskvöld í Félagsheimilinu Klifi. Gestir kvöldsins gæddu sér á dýrindismat sem þeir Lárus, Stefán og Hilmar undirbjuggu. Leikmenn meistaraflokks sáu um að þjóna til borðs og gerðu það listavel, þeir sáu einnig um skemmtiatriði þar sem þeir athuguðu þekkingu gesta á leikmönnum …

Meira..»

Út að borða fær nýja merkingu

Það var nóg að gera hjá þeim Erlu Gunnlaugsdóttur og Ásdísi Lilju Pétursdóttur á laugardag en þær eiga og reka matvagninn sem opnaði þann dag á Sáinu í Ólafsvík. Í matvagninum ætla þær stöllur að selja fisk og franskar eða “fish and chips” og einnig pylsur með fjölbreyttu meðlæti bæði …

Meira..»

Vélhjólaklúbbur hjólar af stað

Meðlimir Griðunga, vélhjólaklúbbs á Snæfellsnesi, hittust 4. apríl sl. Tilgangur fundarins var að hrista saman hópinn fyrir komandi sumar. Því miður var færðin þannig þennan dag að félagsmenn gátu ekki mætt á stálfákunum á fundinn. Það skipti nú ekki öllu máli þar sem ætlunin var að hittast yfir kaffi og …

Meira..»