Snæfellsbær fréttir

Bræður opna kaffihús

Kaffihúsið Kaldilækur mun opna á næstunni í Snæfellsbæ. Kaffihúsið er staðsett í Sjómanna­garðinum í Ólafsvík og verður rekið af þeim bræðrum Antoni Jónasi og Ólafi Hlyni Illugasonum. Aðspurður að því hvaðan þessi hugmynd hafi komið sagði Anton Jónas: „Það hefur lengi staðið í mér hvað það sé lítið að gera …

Meira..»

Breytingar á útgáfudögum Jökuls

Um miðjan apríl barst útgef­anda Jökuls bréf frá Íslandspósti þar sem farið var yfir ýmsar breytingar á verðskrá sem fyrir­huguð er þann 1. maí n.k. Í sama bréfi var einnig tilkynnt að um mánaðarmótin muni Íslandspóstur hætta aldreifingu á landsbyggðinni og verður Jökli því alltaf dreift á tveimur dögum hér …

Meira..»

Slæmt ástand bryggjunnar í Flatey

Á aðalfundi Framfarafélags Flateyjar 2017 skoraði félagið á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, sveitarstjórn Reykhólahrepps og samgöngusvið Vegagerðarinnar að vinna að endurbótum ferjubryggjunnar í Flatey á Breiðafirði. Greint er frá þessu á heimasíðu Framfarafélagsins, Flatey.com. Í ályktuninni segir að ástand bryggjunnar hafi versnað gífurlega undanfarin ár og að nú sé hluti …

Meira..»

Rekstur Snæfellsbæjar mjög góður

Miðvikudaginn 5. apríl var ársreikningur Snæfellsbæjar 2016 afgreiddur í bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Starfsemi Snæfellsbæjar er skipt upp í tvo hluta, A-­hluta annars vegar og B­-hluta hins vegar. Til A­-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B-­hluta eru fyrirtæki sem …

Meira..»

Rak á land

Hnísu rak á land í fjörunni neðan við Bug fyrir innan Ólafsvík á miðvikudag í síðustu viku. Ekki voru neinir sjáanlegir áverkar á dýrinu og því ólíklegt að hún hafi farið í veiðarfæri og dáið þess vegna. En það gerist oft að þær festist í netum bátanna. Ekki er því …

Meira..»

Lestur Passíusálma

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru lesnir í Ólafsvíkur­kirkju á föstudaginn langa. Um lesturinn sáu Kirkjukór Ólafs­víkur, Kvenfélag Ólafsvíkur, félagar úr Rotaryklúbb Ólafs­víkur, Félag eldriborgara í Snæ­fellsbæ, Lionsklúbbur Ólafs­víkur, Lionsklúbburinn Rán, Ungmennafélagið Víkingur og Soroptimistar. Kaffiveitingar voru í safnaðarheimilinu og þegin frjáls framlög fyrir þau. Lestur Passíusálmanna tók rúma 4 tíma, það voru …

Meira..»

Nýr framkvæmdastjóri Víkings/Reynis

Fyrir skömmu var ákveðið að auglýsa starf framkvæmdastjóra umf. Víkings/Reynis, í auglýsing­unni kom fram að framkvæmda­stjóri verði yfir mfl. karla og kvenna hjá Víkingi og einnig barna­ og unglingastarfi Víkings/ Reynis. Í byrjun mánaðar kom svo í ljós að búið er að ráða fram­kvæmdastjóra, ritstjóri Jökuls hafði samband við þann …

Meira..»

Matarlist í Ólafsvík

Laugardaginn 15. apríl síðast­liðinn opnaði nýr veitingastaður í Snæfellsbæ. Veitingastaðurinn heitir Matarlist og er staðsettur að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. Það eru þau hjónin Justyna og Mikolaj sem eiga hann og reka en þau leigja húsnæðið til að byrja með, á Matarlist vinna tveir kokkar ásamt Justynu og dóttir hennar …

Meira..»

Dansverkið FUBAR kemur vestur

Áhugafólk um menningarviðburði á Snæfellsnesi býðst brátt að sækja danssýningu í Frystiklefanum í Rifi.Sigríður Soffía Níelsdóttir mun flytja dansverk sitt FUBAR. Jónas Sen sér um tónlistina og í sýningunni má sjá hann stíga nokkur dansspor.Þó að um danssýningu sé að ræða inniheldur hún einnig uppistand þar sem Sigríður segir tragí-kómískar …

Meira..»