Föstudagur , 16. nóvember 2018

Snæfellsbær fréttir

Rak á land

Hnísu rak á land í fjörunni neðan við Bug fyrir innan Ólafsvík á miðvikudag í síðustu viku. Ekki voru neinir sjáanlegir áverkar á dýrinu og því ólíklegt að hún hafi farið í veiðarfæri og dáið þess vegna. En það gerist oft að þær festist í netum bátanna. Ekki er því …

Meira..»

Lestur Passíusálma

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru lesnir í Ólafsvíkur­kirkju á föstudaginn langa. Um lesturinn sáu Kirkjukór Ólafs­víkur, Kvenfélag Ólafsvíkur, félagar úr Rotaryklúbb Ólafs­víkur, Félag eldriborgara í Snæ­fellsbæ, Lionsklúbbur Ólafs­víkur, Lionsklúbburinn Rán, Ungmennafélagið Víkingur og Soroptimistar. Kaffiveitingar voru í safnaðarheimilinu og þegin frjáls framlög fyrir þau. Lestur Passíusálmanna tók rúma 4 tíma, það voru …

Meira..»

Nýr framkvæmdastjóri Víkings/Reynis

Fyrir skömmu var ákveðið að auglýsa starf framkvæmdastjóra umf. Víkings/Reynis, í auglýsing­unni kom fram að framkvæmda­stjóri verði yfir mfl. karla og kvenna hjá Víkingi og einnig barna­ og unglingastarfi Víkings/ Reynis. Í byrjun mánaðar kom svo í ljós að búið er að ráða fram­kvæmdastjóra, ritstjóri Jökuls hafði samband við þann …

Meira..»

Matarlist í Ólafsvík

Laugardaginn 15. apríl síðast­liðinn opnaði nýr veitingastaður í Snæfellsbæ. Veitingastaðurinn heitir Matarlist og er staðsettur að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. Það eru þau hjónin Justyna og Mikolaj sem eiga hann og reka en þau leigja húsnæðið til að byrja með, á Matarlist vinna tveir kokkar ásamt Justynu og dóttir hennar …

Meira..»

Dansverkið FUBAR kemur vestur

Áhugafólk um menningarviðburði á Snæfellsnesi býðst brátt að sækja danssýningu í Frystiklefanum í Rifi.Sigríður Soffía Níelsdóttir mun flytja dansverk sitt FUBAR. Jónas Sen sér um tónlistina og í sýningunni má sjá hann stíga nokkur dansspor.Þó að um danssýningu sé að ræða inniheldur hún einnig uppistand þar sem Sigríður segir tragí-kómískar …

Meira..»

Sumardagurinn fyrsti

Sumarið byrjar samkvæmt dagatali fimmtudaginn 19. apríl. Miðað við tíðarfar undanfarið má þó gera ráð fyrir að það finnist ekki á veðrinu að sumarið sé mætt. Spáin gefur reyndar til kynna að hitinn verði réttu megin við núllið. Sumardagurinn fyrsti, sem einnig er þekktur sem yngismeyjardagur, er fyrsti fimmtudagur eftir …

Meira..»

Frábær árangur í stærðfræðikeppni

Stærðfræðikeppni grunn­skólanna var haldin í 19. sinn þann 24. mars síðastliðinn, í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Í ár tóku tæplega 150 nemendur þátt, um 60 úr 8.bekk, 60 úr 9.bekk og um 30 úr 10. bekk og hafa keppendur aldrei verið fleiri. Þátttakendur komu úr átta grunnskólum af Vesturlandi auk …

Meira..»

Aflabrögð – 12.04.17

Í byrjun vikunnar voru enn nokkrir bátar að róa í Snæfellsbæ en stóra stoppið byrjaði þann 11. apríl. Í Ólafsvíkurhöfn komu á land 149 tonn í 34 löndunum, í Rifshöfn voru það 436 tonn í 17 löndunum og á Arnarstapa komu 86 tonn í 9 löndunum. Hjá stóru línubátunum landaði …

Meira..»

Útgáfuhóf á Stapa

Út er komin ljóðabókin Hug­dettur og heilabrot: Ljóðasafn hjónanna Hallgríms Ólafssonar og Helgu Halldórsdóttur frá Dagverðará. Yrkisefni þeirra eru fjölmörg og fjölbreytt: ljóðin endurspegla heilabrot þeirra og hugdettur um náttúruna, söguna, mannfólkið, lífið og tilveruna. Árið 1928 festu þau hjónin, ásamt foreldrum og Þórði bróður Helgu, kaup á eyði­jörðinni Dagverðará …

Meira..»

Eftirlit aukið á höfninni

Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp á Ólafsvíkurhöfn og eru nú þegar búið að taka í notkun 5 myndavélar en þær verða líklega sex eða sjö þegar allar verða komnar í gagnið. Var myndavélunum komið upp í kjölfar þess að brotist var ítrekað inn í allmarga báta á svæðinu. Þar var …

Meira..»