Snæfellsbær fréttir

Gatnagerð

Núna standa yfir og eru reyndar búnar að vera með hléum í vetur, framkvæmdir við Fossabrekku í Ólafsvík. Er þetta annar áfangi sem byrjað var á árið 2008, í hruninu var svo allt sett á bið. Eina einbýlishúsið sem stendur við Fossabrekku seldist fyrr á árinu og var þá ákveðið …

Meira..»

Tekið til hendinni

Á Facebooksíðu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls kemur fram að starfsmenn Þjóðgarðsins fengu til sín sjálfboðaliða frá Royal St. George’s College í Kanada fyrir skömmu, sjálfboðaliðarnir hreinsuðu strandlengjuna á Malarrifi. Þegar upp var staðið höfðu þau safnað um 80 kg. af plastrusli. Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli

Meira..»

Ránarkonur funduðu á Mottudeginum

Mottumars, árlegt átaksverk­efni Krabbameinsfélags Íslands frá 2010, er tileinkað baráttu gegn krabbameinum í körlum. Markmiðið í ár er að auka þekkingu á skaðsemi tóbaks­ notkunar og hvetja karla sem nota tóbak til þess að hætta. Í átakinu ber hæst keppnina „Hættu nú alveg“ auk þess sem lögð verður áhersla á …

Meira..»

Hugmyndasmiðja um Gestastofu

S.l. laugardag var efnt til hugmyndasmiðju um væntanlega Gestastofu fyrir Snæfellsnes.  Um 30 þátttakendur alls staðar að af Snæfellsnesi komu saman á Breiðabliki til að ræða og koma með hugmyndir um efnið.  Hófst vinnan kl. 10:30 og stóð til kl. 13:30. Stjórn fundarins var í höndum Sigurborgar Hannesdóttur og óhætt …

Meira..»

SamVest æfingabúðir UDN á Laugum

Um síðustu helgi voru æfinga­búðir á vegum SamVest á Laugum í Sælingsdal. 32 krakkar mættu frá fjórum félögum (HSS, Skipa­skagi, Víkingur Ólafsvík og UDN). Æfingabúðirnar gengu mjög vel. Þeir Hermann Þór Haraldsson og Kormákur Ari Hafliðason frá FH sáum um æfingarnar á laugardeginu og Eva Kristín (Víkingur Ólafsvík), Sigríður Drífa (HSS) …

Meira..»

Eldriborgarar fengu ársmiða

Kári Viðarsson mætti sem leynigestur á ársfund Eldriborgara síðastliðinn miðvikudag. Tilgangur heimsóknarinnar var að gefa öllum meðlimum í félaginu ársmiða sem gildir á alla viðburði Frystiklefans árið 2017. Er þetta í annað skipti sem félagarnir fá þessa flottu gjöf sem styrkt er af fjölmörgum fyrirtækjum í plássinu. Á síðasta ári …

Meira..»

Lestrarátak Ævars

Haldin var lokhátíð Lestrar­átaks Ævars Vísindamanns hjá nemendum 1. til 4. bekkjar í Grunnskóla Snæfellsbæjar í síðustu viku. Það var Olga Heiðarsdóttir starfsmaður á skólabókasafninu sem hélt utan um átakið og veitti hún viður­kenningarnar á hátíðinni. Átak Ævars stóð yfir frá 1. janúar til 1. mars. Á næstu dögum mun …

Meira..»

Reiðnámskeið í nýju húsi

Hesteigendafélagið Hringur í Ólafsvík réðist í byggingu reiðskemmu s.l. haust og var mikið unnið í sjálfboðavinnu við bygginguna. Nú er skemman orðin nothæf og því var ekki eftir neinu að bíða heldur var boðið upp á reiðnámskeið helgina 24.-­26. febrúar. Guðmundur M. Skúlason reiðkennari sá um námskeiðið. Á föstudagskvöldinu var …

Meira..»

Skoðuðu ljósleiðaraleið

Þann 2. mars fóru fulltrúar Snæfellsbæjar, Vegagerðarinnar og Rafals og könnuðu fyrirhugaða ljósleiðaraleið í sunnanverðum Snæfellsbæ, en þann 28. febrúar skrifuðu fulltrúar fjarskiptasjóðs og sveitarfélög víðs vegar að um landið undir samninga um styrki sjóðsins til sveitarfélaganna vegna ljósleiðaravæðingar þeirra í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Snæfellsbær fékk þar úthlutað styrk …

Meira..»