Snæfellsbær fréttir

Kötturinn sleginn úr tunnunni

Öskudagurinn er einn af uppá­haldsdögum barnanna og eru börnin í Grunnskóla Snæfells­bæjar engin undantekning. Þau mættu að sjálfsögðu í búningum í skólann í tilefni dagsins ásamt starfsfólki. Í lok skóladags var svo slegið upp öskudagsballi þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni. Settar eru upp tvær tunnur og slá 1. …

Meira..»

3D prentari að gjöf

Grunnskóla Snæfellsbæjar barst á dögunum höfðingleg gjöf. Það var Ásbjörn Óttarsson og fjöl­skylda hans sem færðu skólanum MakerBot Replicator 3D prentara og skanna að gjöf. Gjöfina gáfu þau í minningu Tryggva Eðvarðssonar afa Ás­bjarnar sem hefði orðið 100 ára þann 12. febrúar síðastliðinn. Við afhendinguna sagði Ásbjörn að það væri …

Meira..»

Aflabrögð

Af miðunum er það að frétta að loðnan er komin og því mun fiskeríið á línuna minnka og þeim bátum sem fara á sjó fækka næstu daga. Að sama skapi mun aflinn í netin og snurvoðina líklega aukast. En frá 28. febrúar til 6. mars komu á land 772 tonn …

Meira..»

Kvíði og þunglyndi

S.l. Þriðjudag var haldinn fyrirlestur um kvíða og þunglyndi hjá börnum. Fyrirlesturinn var haldinn í Grunnskóla Stykkishólms.  Inga Stefánsdóttir sálfræðingur hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellsness fór yfir helstu merki um kvíða og þunglyndi hjá börnum í dag og hver úrræðin geta verið.  Mjög góð mæting var á fundinn og líflegar …

Meira..»

Handverk í nýtt húsnæði

Félag eldri borgara í Snæfells­bæ opnaði nýja og glæsilega handverksaðstöðu á síðasta laugardag. Aðstaðan er staðsett á efri hæð hússins við Kirkjutún 2 en Átthagastofa Snæfellsbæjar er staðsett á neðri hæðinni. Félag eldri borgara var áður með aðstöðu sem var minni og óhentugri, einnig var það húsnæði farið að leka. …

Meira..»

Skapandi stærðfræðinám

Þessa dagana eru nokkrir kennarar og leikskólakennaranemar sem og einn stuðningsfulltrúi í heimsókn í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Eru þeir í æfingakennslu og að kynna sér starfið. Að fá kennaranema er bæði jákvætt fyrir nemann sem og skólann sem tekur á móti honum og nemendur skólans. Með nemunum kemur oft ferskur blær …

Meira..»

Ljósleiðaravæðing heldur áfram

Skrifað var undir samninga um styrki fjarskiptasjóðs til 24 sveitarfélaga í vikunni af fulltrúum fjarskiptasjóðs og sveitarfélaganna. Samningarnir eru í tengslum við átakið Ísland ljóstengt, landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Samtals fá sveitarfélögin 450 millj. kr. í styrki. Lægsti styrkurinn er tæplega 1,5 millj. en sá …

Meira..»

Aflabrögð

Fiskerí hefur verið gott síðan verkfallinu lauk og ekkert lát virðist vera á því. Frá 21. til 27. febrúar komu 778 tonn að landi í Rifshöfn í 50 löndunum og 769 tonn í 56 löndunum í Ólafsvíkurhöfn. Hjá litlu netabátunum var Bárður SH með 36 tonn í 5, Katrín SH …

Meira..»

Víkingur vann ÍR

Víkingur náði í sín fyrstu stig í Lengjubikarnum á móti ÍR á síðasta sunnudag. Bæði Víkingur og ÍR voru án stiga fyrir leikinn en þau töpuðu fyrstu leikjum sínum í 3. riðli A-­deildar í Lengjubikarnum. Víkingur byrjaði leikinn vel, fyrsta markið koma á 9. mín­útu þegar Pape Mamadou Faye skoraði …

Meira..»

Samstarfssamningur endurnýjaður

Snæfellsbær og Frystiklefinn í Rifi skrifuðu undir samstarfs­samning í síðustu viku. Er það áframhaldandi samstarf frá síð­asta ári sem hefur gengið sérlega vel. Með þessum nýja samningi verður framhald á verkefnum Frystiklefans í leikskólum Snæ­fellsbæjar og á dvalarheimilinu. Auk þess verður haldið áfram með ókeypis leiklistarnám fyrir grunnskólabörn. Það sem …

Meira..»