Snæfellsbær fréttir

Allt á fullt eftir verkfall

Aflabrögð hafa verið mjög góð síðustu viku en heildarafli á höfnunum á Rifi og í Ólafsvík var rúm 1200 tonn frá 14. febrúar til 20. janúar í 107 löndunum. Þar af komu 550 tonn á land nú á síðasta mánudag en þá var fyrsti dagur eftir verkfall og nánast allir …

Meira..»

Þorra blótað í Röst

Þorrablót Neshrepps utan Ennis var haldið í Röst Hellis­sandi á síðasta laugardag. Að Þorrablótinu stóðu Kvenfélag Hellissands, Lionsklúbburinn Þernan og Lionsklúbbur Nes­þinga. Þorrablótið heppnaðist mjög vel og seldust um 150 miðar. Um veislustjórn sáu þau Guðrún Gunnarsdóttir, Sigga Beinteins, Jógvan Hansen ásamt Grétari Örvarssyni. Var ekki að heyra annað en …

Meira..»

Utanvegahlaup ársins 2016

Snæfellsjökulshlaupið fékk góða viðurkenningu á dögunum þegar það var valið utanvega­hlaup ársins af hlaup.is og lesendum þess. Var það valið besta utanveghlaupið út frá einkunnagjöf hlaupara á hlaup.is. Verðlaunin voru svo afhent þann 12. febrúar síðastliðinn en þetta er í áttunda skipti sem verðlaun þessi eru afhent. Fjögurra skóga hlaupið …

Meira..»

Hrun úr Enninu

Á síðasta föstudag féll skriða í Enninu að vestan, um var að ræða tugi rúmmetra af efni sem hafði losnað úr Enninu sennilega eftir leysingarnar undanfarið. Myndaðist stór hola í Enninu og þyrlaðist þó nokkuð af grjóti á veginn. Tóku vegfarendur sem komu að þessu til við að hreinsa veginn svo …

Meira..»

Fiskverkunarfólk á námskeiði

Fiskverkunarfólk í Snæfellsbæ hefur ekki setið auðum höndum þó minna hafi verið um vinnu vegna sjómannaverkfallsins. En Símenntunarmiðstöð Vestur­lands í samvinnu við Fisk­tækniskóla Suðurnesja hefur staðið fyrir Grunnnámskeiði fyrir fiskvinnslufólk undanfarið. Komu kennarar bæði frá Fisk­tækniskólanum og af Snæfellsnesi, auk þess sem nokkrir túlkar komu að verkefninu. Námskeiðið sem þetta …

Meira..»

Þorrablót á Jaðri

Heimilisfólk á Dvalar­- og hjúkrunarheimilinu Jaðri ásamt starfsfólki og gestum hélt árlegt Þorrablót sitt í síðustu viku. Inga Jóhanna Kristinsdóttir forstöðu­ kona bauð gesti velkomna og vonaði að allir ættu ánægjulega stund en Þorrablótið er stærsti viðburðurinn sem fram fer á Jaðri á hverju ári og er þorrablótið alltaf hin …

Meira..»

Jákup B. landaði í Ólafsvík

Það var nóg að gera á Norðurgarðinum í Ólafsvíkur­höfn á síðasta mánudag þegar færeyski línubáturinn Jákup B frá Klakksvík landaði rúmum 49 tonnum af fiski þar. Fór aflinn til sölu á Fiskmarkaði Íslands en aflinn fékkst í fimm lögnum vestur af Snæfellsnesi. Gott verð fékkst fyrir fiskinn sem var að …

Meira..»

Opið hús í reiðhöllinni

Hesteigendafélagið Hringur í Ólafsvík stóð fyrir opnu húsi um síðustu helgi. Tilefnið var að bjóða bæjarbúum að skoða nýju reiðhöllina sem félagsmenn hafa staðið í ströngu við að byggja undanfarið en reiðhöllin er staðsett í Fossárdal. Bæjarbúar tóku boðinu vel og mættu margir til að skoða reiðhöllina sem er vegleg …

Meira..»

Heilsufarsskoðanir á Snæfellsnesi

Snæfellingar smelltu sér í heilsufarsmælingu um helgina. Mælingarnar voru í boði SÍBS og Hjartaheilla í samstarfi við heilsugæslu og sveitarfélögin Stykkishólmsbæ, Grundarfjörð og Snæfellsbæ. Blóðþrýstingur var mældur auk blóðfitu, blóðsykurs og súrefnismettunar. Þá var þeim sem mældust lágir í súrefnismettun boðið að fara í öndunarmælingu. Alls mættu 333 í mælingar …

Meira..»