Miðvikudagur , 26. september 2018

Snæfellsbær fréttir

Aðalskipulag í Snæfellsbæ

Í síðustu viku voru haldnir tveir kynningarfundir vegna tillögu nýs aðalskipulags Snæfellsbæjar. Var annar haldinn á Lýsuhóli þar sem meðfylgjandi mynd var tekin og hinn í félagsheimilinu Klifi. Vel var mætt á báða fundina en tilgangur með kynningum sem þessum er að gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma …

Meira..»

Dagur kvenfélagskonunnar þann 1. feb.

1. febrúar var Dagur kvenfélagskonunnar. Hann er helgaður kvenfélagskonum og útnefndi Kvenfélagasamband Íslands stofndag sinn sem „Dag kvenfélagskonunnar“ árið 2010. Fyrsta kvenfélagið á landinu var stofnað árið 1869. Störf kvenfélagskvenna eru og hafa verið samfélaginu öllu mjög mikilvæg þó ekki hafi þau alltaf farið hátt eða mikið farið fyrir þeim …

Meira..»

Löndunarkrönum fjölgað

Nýr löndunarkrani sem er staðsettur efst á Norðurtanga var tekinn í notkun í Ólafsvíkur­höfn á dögunum. Kraninn er góð viðbót og mun hann nýtast mjög vel en oft hefur verið erfitt að landa á gömlu krönunum sérstaklega í sunnanáttum vegna sjógangs og vinds. Þessi krani er búinn fjarstýringu sem er …

Meira..»

Þorri genginn í garð

Víða eru haldin þorrablót um þessar mundir. Þorra var blótað í Ólafsvík síðasta laugardagskvöld fyrir fullu húsi. Líkt og undanfarin ár stóðu Fróðhreppingafélagið, Kvenfélag Ólafsvíkur, Leikfélag Ólafsvíkur, Lionsklúbbur Ólafs­víkur og Lionsklúbburinn Rán fyrir skemmtuninni í Félags­heimilinu Klifi. Það var hin eina og sanna Dóra sem sá um veislustjórn og tók einnig þátt …

Meira..»

Gestastofa Snæfellsness

Samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Stykkishólms að veita 500.000 kr. af fé sem eyrnamerkt er Stykkishólmi og Grundarfirði vegna verkefnisins „Ímynd Snæfellsness” í verkefni tengt Gestastofu Snæfellsness. Uppi eru hugmyndir um hvort Svæðisgarðurinn Snæfellsnes geti staðið fyrir uppbyggingu og rekstri á gestastofu sem veitir upplýsingar um Snæfellsnes í heild í …

Meira..»

Sameiginleg ályktun bæjarstjóra á Snæfellsnesi

Bæjarstjórar Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna sjómannaverkfallsins sem nú stendur yfir. Þar lýsa þeir þungum áhyggjum yfir ástandinu og „beina tilmælum til samninganefnda útgerðar- og sjómanna að leggja sig fram um að ná samningum og ljúka verkfalli.“ Eins og það er orðað í ályktuninni. Hér …

Meira..»

Opinber fyrirspurn til bæjarstjórnar Snæfellsbæjar

Sælt veri fólkið og gleðilegt nýtt ár. Þann 26. maí 2016 sendi undir­ritaður fyrirspurn á bæjarstjórn Snæfellsbæjar varðandi aðgang að eignarskrá yfir listaverk og gjafir í eigu Snæfellsbæjar. Nú átta mánuðum síðar hefur enn ekki borist svar frá bæjarstjórn varðandi umleitan mína og langar mig af því tilefni að ítreka …

Meira..»

Vinaliðar úr Gsnb í ferðalagi

Vinaliðarnir í Grunnskóla Snæ­fellsbæjar fóru í vinaliðaferðina sína í síðustu viku. Vinaliðar eru valdir tvisvar sinnum á ári í 3. til 7. bekk en skólinn tekur þátt í Vinaverkefninu sem gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Markmiðið er …

Meira..»

Ókeypis heilsufarsmælingar

Dagana 4. og 5. febrúar býðst íbúum á Snæfellsnesi upp á að mæta í ókeypis heilsufarsmælingar í boði SÍBS og Hjartaheilla í samstarfi við heilsugæsluna og sveitarfélögin á svæðinu. Í heilsufarsmælingunum eru blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur og súrefnismettun mæld. Auk þess verður boðið upp á öndunarmælingu hjá hjúkrunarfræðingi fyrir þá sem …

Meira..»

Framúrskarandi fyrirtæki á Snæfellsnesi

Miðvikudaginn 25. janúar tilkynnti Creditinfo hvaða félög eru á lista Framúrskarandi fyrirtækja árið 2016. Að þessu sinni voru það 621 fyrirtæki sem hlutu viðurkenningu, en það er um 2% af skráðum fyrirtækjum hérlendis. Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti og eru því …

Meira..»