Þessa dagana eru nokkrir kennarar og leikskólakennaranemar sem og einn stuðningsfulltrúi í heimsókn í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Eru þeir í æfingakennslu og að kynna sér starfið. Að fá kennaranema er bæði jákvætt fyrir nemann sem og skólann sem tekur á móti honum og nemendur skólans. Með nemunum kemur oft ferskur blær …
Meira..»Ljósleiðaravæðing heldur áfram
Skrifað var undir samninga um styrki fjarskiptasjóðs til 24 sveitarfélaga í vikunni af fulltrúum fjarskiptasjóðs og sveitarfélaganna. Samningarnir eru í tengslum við átakið Ísland ljóstengt, landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Samtals fá sveitarfélögin 450 millj. kr. í styrki. Lægsti styrkurinn er tæplega 1,5 millj. en sá …
Meira..»Aflabrögð
Fiskerí hefur verið gott síðan verkfallinu lauk og ekkert lát virðist vera á því. Frá 21. til 27. febrúar komu 778 tonn að landi í Rifshöfn í 50 löndunum og 769 tonn í 56 löndunum í Ólafsvíkurhöfn. Hjá litlu netabátunum var Bárður SH með 36 tonn í 5, Katrín SH …
Meira..»Víkingur vann ÍR
Víkingur náði í sín fyrstu stig í Lengjubikarnum á móti ÍR á síðasta sunnudag. Bæði Víkingur og ÍR voru án stiga fyrir leikinn en þau töpuðu fyrstu leikjum sínum í 3. riðli A-deildar í Lengjubikarnum. Víkingur byrjaði leikinn vel, fyrsta markið koma á 9. mínútu þegar Pape Mamadou Faye skoraði …
Meira..»Samstarfssamningur endurnýjaður
Snæfellsbær og Frystiklefinn í Rifi skrifuðu undir samstarfssamning í síðustu viku. Er það áframhaldandi samstarf frá síðasta ári sem hefur gengið sérlega vel. Með þessum nýja samningi verður framhald á verkefnum Frystiklefans í leikskólum Snæfellsbæjar og á dvalarheimilinu. Auk þess verður haldið áfram með ókeypis leiklistarnám fyrir grunnskólabörn. Það sem …
Meira..»Þreföldun selds afla milli ára
Fiskmarkaður Snæfellsbæjar hefur vaxið og dafnað frá því hann opnaði. Markaðurinn opnaði 31. desember 2015 og hefur því starfað í rétt rúmt ár. Fyrst um sinn var markaðurinn til húsa að Snoppuvegi 1 en hefur nú flutt sig um set og er staðsettur í stærra húsnæði við Ennisbraut 34. Þar …
Meira..»Bjarki Freyr fékk viðurkenningu
112 dagurinn var haldinn hátíðlegur í Snæfellsbæ sem og annars staðar á landinu laugardaginn 11. febrúar. Að venju keyrði bílalest viðbragðsaðila um bæjarfélagið og endaði aksturinn í húsnæði Lífsbjargar. Þar kynntu viðbragðsaðilar starf sitt, búnað og tæki. Bæjarbúar létu sitt ekki eftir liggja og mættu vel í húsnæði Lífsbjargar á …
Meira..»Útlit fyrir slæmt veður
Veðurstofa Íslands varar við mjög slæmu veðri um land allt föstudaginn 24. febrúar. Búast má við að vindhraði nái víða 20-28 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu eftir hádegi á morgun, ásamt mjög hvössum vindhviðum, allt að 40 m/s, segir á heimasíðu veðurstofunnar. Úrkoma fylgir veðrinu, fyrst snjókoma sem breytist í …
Meira..»Afhentu rósir á konudaginn
Konudagsmessa var haldin í Ólafsvíkurkirkju s.l. sunnudag. Messan var einnig fyrsti viðburður afmælisnefndar vegna 50 ára afmælis Ólafsvíkurkirkju. Verða fleiri viðburðir út afmælisárið þar sem Ólafsvíkurkirkja verður 50 ára þann 19. nóvember á þessu ári en hún var vígð þann 19. nóvember 1967. Konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur tóku virkan þátt …
Meira..»Enginn skólaakstur föstudaginn 24. febrúar
Útlit er fyrir slæmt veður og slæma færð á morgun, föstudag og því hefur verið ákveðið fella niður skólaakstur frá Stykkishólmi og Snæfellsbæ. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans. Þó svo að skólahald verði ekki með hefðbundnu sniði eru nemendur minntir á að hægt er að vinna verkefni í Moodle. …
Meira..»