Miðvikudagur , 21. nóvember 2018

Snæfellsbær fréttir

Þreföldun selds afla milli ára

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar hefur vaxið og dafnað frá því hann opnaði. Markaðurinn opnaði 31. desember 2015 og hefur því starfað í rétt rúmt ár. Fyrst um sinn var markaðurinn til húsa að Snoppuvegi 1 en hefur nú flutt sig um set og er staðsettur í stærra húsnæði við Ennisbraut 34. Þar …

Meira..»

Bjarki Freyr fékk viðurkenningu

112 dagurinn var haldinn hátíð­legur í Snæfellsbæ sem og annars staðar á landinu laugardaginn 11. febrúar. Að venju keyrði bílalest viðbragðsaðila um bæjar­félagið og endaði aksturinn í hús­næði Lífsbjargar. Þar kynntu við­bragðsaðilar starf sitt, búnað og tæki. Bæjarbúar létu sitt ekki eftir liggja og mættu vel í húsnæði Lífsbjargar á …

Meira..»

Útlit fyrir slæmt veður

Veðurstofa Íslands varar við mjög slæmu veðri um land allt föstudaginn 24. febrúar. Búast má við að vindhraði nái víða 20-28 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu eftir hádegi á morgun, ásamt mjög hvössum vindhviðum, allt að 40 m/s, segir á heimasíðu veðurstofunnar. Úrkoma fylgir veðrinu, fyrst snjókoma sem breytist í …

Meira..»

Afhentu rósir á konudaginn

Konudagsmessa var haldin í Ólafsvíkurkirkju s.l. sunnudag. Messan var einnig fyrsti viðburður afmælisnefndar vegna 50 ára afmælis Ólafsvíkurkirkju. Verða fleiri viðburðir út afmælisárið þar sem Ólafsvíkurkirkja verður 50 ára þann 19. nóvember á þessu ári en hún var vígð þann 19. nóvember 1967. Konur í Kven­félagi Ólafsvíkur tóku virkan þátt …

Meira..»

Enginn skólaakstur föstudaginn 24. febrúar

Útlit er fyrir slæmt veður og slæma færð á morgun, föstudag og því hefur verið ákveðið fella niður skólaakstur frá Stykkishólmi og Snæfellsbæ. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans. Þó svo að skólahald verði ekki með hefðbundnu sniði eru nemendur minntir á að hægt er að vinna verkefni í Moodle. …

Meira..»

Allt á fullt eftir verkfall

Aflabrögð hafa verið mjög góð síðustu viku en heildarafli á höfnunum á Rifi og í Ólafsvík var rúm 1200 tonn frá 14. febrúar til 20. janúar í 107 löndunum. Þar af komu 550 tonn á land nú á síðasta mánudag en þá var fyrsti dagur eftir verkfall og nánast allir …

Meira..»

Þorra blótað í Röst

Þorrablót Neshrepps utan Ennis var haldið í Röst Hellis­sandi á síðasta laugardag. Að Þorrablótinu stóðu Kvenfélag Hellissands, Lionsklúbburinn Þernan og Lionsklúbbur Nes­þinga. Þorrablótið heppnaðist mjög vel og seldust um 150 miðar. Um veislustjórn sáu þau Guðrún Gunnarsdóttir, Sigga Beinteins, Jógvan Hansen ásamt Grétari Örvarssyni. Var ekki að heyra annað en …

Meira..»

Utanvegahlaup ársins 2016

Snæfellsjökulshlaupið fékk góða viðurkenningu á dögunum þegar það var valið utanvega­hlaup ársins af hlaup.is og lesendum þess. Var það valið besta utanveghlaupið út frá einkunnagjöf hlaupara á hlaup.is. Verðlaunin voru svo afhent þann 12. febrúar síðastliðinn en þetta er í áttunda skipti sem verðlaun þessi eru afhent. Fjögurra skóga hlaupið …

Meira..»

Hrun úr Enninu

Á síðasta föstudag féll skriða í Enninu að vestan, um var að ræða tugi rúmmetra af efni sem hafði losnað úr Enninu sennilega eftir leysingarnar undanfarið. Myndaðist stór hola í Enninu og þyrlaðist þó nokkuð af grjóti á veginn. Tóku vegfarendur sem komu að þessu til við að hreinsa veginn svo …

Meira..»

Fiskverkunarfólk á námskeiði

Fiskverkunarfólk í Snæfellsbæ hefur ekki setið auðum höndum þó minna hafi verið um vinnu vegna sjómannaverkfallsins. En Símenntunarmiðstöð Vestur­lands í samvinnu við Fisk­tækniskóla Suðurnesja hefur staðið fyrir Grunnnámskeiði fyrir fiskvinnslufólk undanfarið. Komu kennarar bæði frá Fisk­tækniskólanum og af Snæfellsnesi, auk þess sem nokkrir túlkar komu að verkefninu. Námskeiðið sem þetta …

Meira..»