Snæfellsbær fréttir

Ferðaþjónusta á Snæfellsnesi í sókn

Mannamót, fundur markaðstofa landshlutanna, var haldinn í Reykjavík fimmtudaginn 19. janúar. Á fundinn mæta samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna og kynna starfsemi sína fyrir aðilum í ferðaþjónustu. Var þetta í 4. skipti sem fundurinn er haldinn. Alls voru 210 fyrirtæki með bása og voru gestir yfir daginn um 7-800 talsins. Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri …

Meira..»

Frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ

Framundan er fjör og ferðalög Nú þegar sól er farin að hækka á lofti þá hugsa eldri borgarar í Snæfellsbæ sér til hreyfings. Framundan er fjör og ferðalög og fyrst á dagskrá er leikhúsferð föstudaginn þann 10. febrúar. Það er söngleikurinn Mamma Mía í Borgarleikhúsinu sem hefur orðið fyrir valinu. Ekki …

Meira..»

Breytingar í bæjarstjórn

Breyting varð á bæjarstjórn Snæfellsbæjar um áramótin. Vegna flutninga úr bæjarfélaginu lét Kristín Björg Árnadóttir af störfum í bæjarstjórn og í hennar stað kom Júníana Björg Óttarsdóttir inn. Á fyrsta bæjarstjórnarfundi ársins, þann 5. janúar s.l. var Björn H. Hilmarsson síðan kosinn nýr forseti bæjarstjórnar og tók hann við af …

Meira..»

Flaut upp í krapa

Umferðaróhapp varð í Ólafs­vík síðastliðinn sunnudag. Öku­maður bifreiðar sem ekið var upp Engihlíð missti stjórn á henni þegar bíllinn flaut upp, mikill krapi var á veginum, varð þetta til þess að bifreiðin lenti utanvegar en hátt er fram af veginum þar sem óhappið átti sér stað. Engann sakaði en skemmdir urðu …

Meira..»

Endurbætur á þili í Rifshöfn

Framkvæmdir við Rifshöfn hafa gengið vel miðað við aðstæður en veðrið hefur ekki verið upp á það besta fyrir framkvæmdir af þessu tagi. Nú þegar er búið að reka niður 28 plötur eða 42 metra af þeim 200 metrum sem reka á niður í þessum áfanga. Vegna framkvæmdanna hefur hluta af …

Meira..»

Nýársmót HSH

Nýársmót HSH var haldið sunnudaginn 15. janúar í íþróttahúsinu í Ólafsvík. Mótið átti að vera jólamót en hafði verið frestað vegna veðurs. Mótið var skipulagt af frjálsíþróttaráði HSH og var fyrir alla aldurshópa barna og ungmenna, en alls tóku þátt 52 keppendur, alls staðar af Snfæfellsnesinu. Yngsti þátttakandinn var á fjórða ári …

Meira..»

Mannamót 2017

Fimmtudaginn 19. janúar fer fram fundur markaðsstofa landhlutanna í flugskýli flugfélagsins Ernis í Reykjavík. Fundurinn ber heitið Mannamót og er hann haldinn fyrir samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landbyggðinni. Þar gefst fyrirtækjum af landbyggðinni tækifæri á þvi að sýna sig og sjá aðra. Áhersla fundarins verður á verarferðamennsku. Markaðsstofur …

Meira..»

FSN keppir í Morfís í kvöld

Morfíslið FSN mætir liði MH í kvöld í æsispennandi kappræðum. Lið FSN er skipað þeim Ísól Lilju Róbertsdóttur, Jóni Grétari Benjamínssyni, Lenu H.F. Fleckinger Örvarsdóttur og Guðbjörgu Helgu Halldórsdóttur. Ísól og Jón Grétar koma frá Stykkishólmi. Þjálfari liðsins er Loftur Árni Björgvinsson. Í Morfís (Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi) …

Meira..»

Þjónusta Stígamóta á Vesturlandi

Stígamót auglýsa að fljótlega hefjist ókeypis þjónusta fyrir brotaþola kynferðisofbeldis á Vesturlandi. Þjónustan verður staðsett í Borgarnesi. Nú eru talsmenn Stígamóta á ferð um landshlutann að kynna starfsemina fyrir fagaðilum og almenningi. Stígamót eru grasrótarsamtök sem aðstoðar fólk sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi. Þar geta brotaþolar fengið stuðning og deilt …

Meira..»

Sjöundi Grænfáninn í Lýsuhólsskóla

Grunnskóli Snæfellsbæjar, Lýsu­hólsskóli tók á móti sínum sjöunda Grænfána þann 20. desember 2016. Caitlin Wilson, verkefnastjóri Græn­fánaverkefnisins, afhenti nýjan fána. Afhendingin fór fram á litlu jólum skólans og þá voru einnig haldnir jólatónleikar nemenda tónlistar­ skólans. Til grundvallar þessari sjöundu Grænfánaveitingu lágu þættirnir lýðheilsa, úrgangur og átthagar. Hér kemur yfirlit …

Meira..»