Snæfellsbær fréttir

Mannamót 2017

Fimmtudaginn 19. janúar fer fram fundur markaðsstofa landhlutanna í flugskýli flugfélagsins Ernis í Reykjavík. Fundurinn ber heitið Mannamót og er hann haldinn fyrir samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landbyggðinni. Þar gefst fyrirtækjum af landbyggðinni tækifæri á þvi að sýna sig og sjá aðra. Áhersla fundarins verður á verarferðamennsku. Markaðsstofur …

Meira..»

FSN keppir í Morfís í kvöld

Morfíslið FSN mætir liði MH í kvöld í æsispennandi kappræðum. Lið FSN er skipað þeim Ísól Lilju Róbertsdóttur, Jóni Grétari Benjamínssyni, Lenu H.F. Fleckinger Örvarsdóttur og Guðbjörgu Helgu Halldórsdóttur. Ísól og Jón Grétar koma frá Stykkishólmi. Þjálfari liðsins er Loftur Árni Björgvinsson. Í Morfís (Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi) …

Meira..»

Þjónusta Stígamóta á Vesturlandi

Stígamót auglýsa að fljótlega hefjist ókeypis þjónusta fyrir brotaþola kynferðisofbeldis á Vesturlandi. Þjónustan verður staðsett í Borgarnesi. Nú eru talsmenn Stígamóta á ferð um landshlutann að kynna starfsemina fyrir fagaðilum og almenningi. Stígamót eru grasrótarsamtök sem aðstoðar fólk sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi. Þar geta brotaþolar fengið stuðning og deilt …

Meira..»

Sjöundi Grænfáninn í Lýsuhólsskóla

Grunnskóli Snæfellsbæjar, Lýsu­hólsskóli tók á móti sínum sjöunda Grænfána þann 20. desember 2016. Caitlin Wilson, verkefnastjóri Græn­fánaverkefnisins, afhenti nýjan fána. Afhendingin fór fram á litlu jólum skólans og þá voru einnig haldnir jólatónleikar nemenda tónlistar­ skólans. Til grundvallar þessari sjöundu Grænfánaveitingu lágu þættirnir lýðheilsa, úrgangur og átthagar. Hér kemur yfirlit …

Meira..»

Björn kveður Vegagerðina

Björn Jónsson lét af störfum sem rekstrarstjóri hjá Vega­gerðinni nú um áramótin eftir 31 árs farsælt starf sem héraðsstjóri og svo rekstrarstjóri. Var af því tilefni boðið til veislu til að þakka honum fyrir störf sín og kveðja. Björn hefur unnið hjá eða fyrir Vegagerðina stóran hluta starfsævinnar. Hann er …

Meira..»

Fjárfest í öflugu kælikerfi

Nú í haust hafa staðið yfir tals­verðar framkvæmdir í slægingar­ og flokkunarstöð Fiskmarkaðs Íslands í Rifi, þó ber helst að nefna kælikerfi sem ætlað er að halda hráefni kældu í móttöku eða við bestu mögulegar aðstæður fyrir og eftir meðferð. Kælikerfið var keypt af Frostmark ehf., hafa þeir víðtæka reynslu …

Meira..»

Úrslit í Futsal

Ú́rslitaleikur meistaraflokks karla í Futsal fór fram í Laugar­dalshöll á síðasta sunnudag. Þar áttust við Selfoss og Víkingur frá Ólafsvík. Fyrir leikinn átti Víkingur möguleika á því að vinna titilinn þriðja árið í röð. Svo varð þó ekki en Selfoss vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitili í Futsal og endaði leikurinn 3 …

Meira..»

Jólin kvödd í roki og rigningu

Jólin voru kvödd með hefðbundnum hætti í Snæfellsbæ á þrettándanum. Lionsklúbbarnir í Ólafsvík stóðu fyrir göngu frá Pakkhúsinu í Ólafsvík að brennunni sem staðsett var rétt fyrir innan félagsheimilið Klif. Gengið var í fylgd álfadrottingar, álfakóngs og álfameyja. Einnig var Grýla mætt ásamt púkum. Þegar búið var að kveikja í …

Meira..»

Styttist í þorra

Eftir smá hlé veisluhalda og hátíða er komið að næstu törn. Föstudaginn 20. janúar er bóndadagur og markar hann upphaf þorra. Tíðkast það að konur færi bónda sínum blóm á þeim degi. Vilji menn hins vegar halda í hefðir er vert að benda á þjóðsögur Jóns Árnasonar en þar er …

Meira..»

NV-kjördæmi á fulltrúa í ríkisstjórn

Tekist hefur að mynda ríkisstjórn rúmum 10 vikum eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð komust að niðurstöðu og undirrituðu stjórnarsáttmála í vikunni. Búið er að skipa í ráðherraembætti og eiga kjósendur í NV-kjördæmi fulltrúa þar. Það er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir en hún vermdi 2. sæti lista Sjálfstæðismanna í …

Meira..»