Snæfellsbær fréttir

Fjárfest í öflugu kælikerfi

Nú í haust hafa staðið yfir tals­verðar framkvæmdir í slægingar­ og flokkunarstöð Fiskmarkaðs Íslands í Rifi, þó ber helst að nefna kælikerfi sem ætlað er að halda hráefni kældu í móttöku eða við bestu mögulegar aðstæður fyrir og eftir meðferð. Kælikerfið var keypt af Frostmark ehf., hafa þeir víðtæka reynslu …

Meira..»

Úrslit í Futsal

Ú́rslitaleikur meistaraflokks karla í Futsal fór fram í Laugar­dalshöll á síðasta sunnudag. Þar áttust við Selfoss og Víkingur frá Ólafsvík. Fyrir leikinn átti Víkingur möguleika á því að vinna titilinn þriðja árið í röð. Svo varð þó ekki en Selfoss vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitili í Futsal og endaði leikurinn 3 …

Meira..»

Jólin kvödd í roki og rigningu

Jólin voru kvödd með hefðbundnum hætti í Snæfellsbæ á þrettándanum. Lionsklúbbarnir í Ólafsvík stóðu fyrir göngu frá Pakkhúsinu í Ólafsvík að brennunni sem staðsett var rétt fyrir innan félagsheimilið Klif. Gengið var í fylgd álfadrottingar, álfakóngs og álfameyja. Einnig var Grýla mætt ásamt púkum. Þegar búið var að kveikja í …

Meira..»

Styttist í þorra

Eftir smá hlé veisluhalda og hátíða er komið að næstu törn. Föstudaginn 20. janúar er bóndadagur og markar hann upphaf þorra. Tíðkast það að konur færi bónda sínum blóm á þeim degi. Vilji menn hins vegar halda í hefðir er vert að benda á þjóðsögur Jóns Árnasonar en þar er …

Meira..»

NV-kjördæmi á fulltrúa í ríkisstjórn

Tekist hefur að mynda ríkisstjórn rúmum 10 vikum eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð komust að niðurstöðu og undirrituðu stjórnarsáttmála í vikunni. Búið er að skipa í ráðherraembætti og eiga kjósendur í NV-kjördæmi fulltrúa þar. Það er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir en hún vermdi 2. sæti lista Sjálfstæðismanna í …

Meira..»

Vesturlandið þykir spennandi

Vesturlandi hefur hlotnast sá heiður að rata á lista CNN yfir bestu staði til að heimsækja árið 2017. Landshlutinn er þar ásamt ekki ómerkari stöðum en Kólumbíu, Bordeux í Frakklandi, Amman í Jórdaníu, Rúanda og Ástralíu svo dæmi séu tekin. Í rökstuðningi CNN er tekið fram að Reykjavík hafi verið …

Meira..»

Þétting Ljósnets á næstunni

Mikill munur er á gæðum nettenginga eftir því hvar fólk býr í Ólafsvík, sumstaðar er það meira að segja þannig að öðru megin við götuna gefst íbúum kostur á Ljósnetinu en hinum megin ekki og er ástæðan línulengd frá símstöð, símstöðin er á pósthúsinu og er fjarlægðin mæld eftir því …

Meira..»

Einstakt ferðalag í Frystiklefanum

Föstudaginn 30. des lagði ég leið mína í Frystiklefann að sjá leiksýninguna Journey to the center of the earth. Hér er mín upplifun á sýningunni. Un er að ræða stærsta verk­efnið sem Frystiklefinn hefur ráðist í. Verkið er byggt á hinni heimsfrægu og klassísku vísindaskáldsögu Jules Verne og innblásið af …

Meira..»

Jólin taka enda

Jólin taka formlegan enda á þrettándanum, föstudaginn 6. janúar nk. þegar Kertasníkir snýr aftur heim til fjalla. Björgunarsveitir munu selja flugelda sem ekki seldust fyrir áramótin þannig að skotglaðir geta fengið sína útrás fyrir sprengingar og ljósadýrð um leið og þeir styrkja starf björgunarsveitanna. Sala flugelda er ein helsta tekjulind …

Meira..»