Snæfellsbær fréttir

Viðburðum frestað vegna veðurs

Eftir mikil hlýindi og hægviðri hefur veðrið tekið stakkaskiptum með stormi og éljagangi. Búist er við SV stormi eða roki (20-28 m/s) í dag og éljagangi með hvössum hviðum (35-45 m/s). Víða er skafrenningur og skyggni lélegt á vegum. Það lægir með kvöldinu en hvessir aftur á morgun víða um …

Meira..»

Hvað á að horfa á um jólin?

Þó svo að hátíðisdagarnir raðist nú þannig að fjórir virkir dagar verða á milli hátíða er ekki þar með sagt að allir mæti í vinnu þá daga. Eflaust verða margir á ferðinni og heimsækja vini og ættingja og mæta í aragrúa af jólaboðum. En til eru þeir sem setjast í …

Meira..»

Árlegir jólatónleikar

Kirkjukór Ólafsvíkur hélt árlega jólatónleika sína á dögu­num í Ólafsvíkurkirkju. Söng­skráin var fjölbreytt, bæði voru flutt jólalög, sálmar og ýmis önnur lög við góðar undirtektir þeirra fjölmörgu tónleikagesta sem komu á tónleikana. Að tónleikum loknum var tónleika­gestum að venju boðið upp á kaffi og konfekt í safnaðar­ heimilinu. Jólatónleikar Kirkju­kórs Ólafsvíkur …

Meira..»

Komu í veg fyrir olíumengun

Loka þurfti veginum á milli Rifs og Ólafsvíkur um tíma á mánudaginn sl. vegna óhapps. Varð óhappið við afleggjarann í Neðra­ Rifi þegar vöruflutningabíll með aftanívagni tók að leka olíu. Láku um 100 lítrar af olíu úr tanki bílsins þegar tankurinn af aftanívagni bílsins losnaði og fór undir hjól hans. …

Meira..»

Litlu jólin á Jaðri

Starfsmenn og heimilisfólk á Dvalar­- og hjúkrunarheimilinu Jaðri gerðu sér dagamun á aðventunni. Áttu þau saman notalega jólastund á litlu jólunum sínum. Fengu þau góða gesti en nokkrir fullorðnir nem­endur Tónlistarskóla Snæfells­bæjar komu ásamt kennurum sínum og fluttu nokkur jólalög. Það voru þau Steinunn Stefáns­dóttir, Sóley Jónsdóttir og Þor­steinn Jakobsson …

Meira..»

Útvarp G.Snb

Nú á aðventunni var í fyrsta sinn útvarp á vegum Grunn­skóla Snæfellsbæjar. Sent var út á tíðninni 103,5 sem náðist í Ólafsvík, Rifi, Hellissandi og í Grundarfirði. Jafnframt var sent út á netinu. Við höfum haft spurnir af hlustendum víða um heim. Útsendingartíminn var 32 klukkustundir. Ýmist var sent út …

Meira..»

Útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Þriðjudaginn 20. desember sl. brautskráðust 13 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félagsfræðibraut brautskráðust þau Andri Már Magnason, Bergdís Rán Jónsdóttir, Jóhanna Kristín Sigurðardóttir, Jórunn Sif Helgadóttir, Lovísa Margrét Kristjánsdóttir, Margrét Hólmfríður Magnúsdóttir og Viktor Marinó Alexandersson. Af náttúrufræðibraut brautskráðust Alexander Rodriguez Hafdísarson, Guðlaug Íris Jóhannsdóttir, Ingvar Örn Kristjánsson og Margrét …

Meira..»