Þriðjudagur , 25. september 2018

Snæfellsbær fréttir

Öflugur hópur skrifar undir samning

Nú í byrjun desember skrifuðu 7 ungir og efnilegir drengir undir samning við Knatt­spyrnudeild Víkings. Það voru þeir Pétur Steinar Jóhannsson, Konráð Ragnarsson, Sumar­liði Kristmundsson, Sigurjón Kristinsson, Brynjar Vilhjálms­son, Sanjin Horoz og Hilmar Björnsson. Samningarnir þeirra renna út í lok keppnistímabilsins 2019. Jónas Gestur Jónasson for­ maður Víkings var mjög …

Meira..»

Borgardætur með tónleika í Klifi

Jólatónleikar með Borgar dætrum voru haldnir í Klifi Ólafsvík þann 1. desember síðastliðinn. Voru tónleikarnir á vegum Menningarnefndar Snæ­fellsbæjar. Síðan árið 2000 hafa þær staðið fyrir jólatónleikum í desember á ýmsum stöðum og verið gerður góður rómur að. Söngtríóið Borgardætur skipa þær Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berg­lind Björk Jónasdóttir …

Meira..»

Hanna tilnefnd til hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands

Hanna Jónsdóttir þroskaþjálfi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga var ein af þremur sem hlaut tilnefningu Öryrkjabandalags Íslands í flokki einstaklinga. Hanna var tilnefnd fyrir frumkvöðlastarf í þágu fatlaðs fólks í Stykkishólmi. Aðrir sem tilnefndir voru í þessum flokki voru Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þroskahjálpar fyrir störf í þágu fólks með …

Meira..»

Hátíðleg aðventuhátíð

Árleg aðventuhátíð Kvenfélags Ólafsvíkur var haldin í Ólafs­víkurkirkju fyrsta sunnudag í aðventu. Dagskráin var fjölbreytt og jólaleg. Séra Óskar Ingi Óskarsson flutti bæn, nemendur úr tónlistarskóla Snæfellsbæjar fluttu 3 tónlistaratriði. Barna-­ og skólakór Snæfellsbæjar kom einnig fram og söng. Börn úr TTT­-starfi kirkjunnar fluttu leikþátt og Svanhildur Pálsdóttir kvenfélagskona las jólasögu. …

Meira..»

Ferðaþjónustan

Fimmtudaginn 24. nóvember sl. mættu aðilar í ferðaþjónustu á Vesturlandi í Stykkishólm á uppskeruhátíð í kjölfar aðalfundar Ferðamálasamtaka Snæfellsness. Farið var með hópinn í ýmsar heimsóknir í bænum til þess að sjá hvað hann hefur fram að bjóða í ferðaþjónustu, afþreyingu og verslun svo dæmi séu tekin. Ágætlega var mætt …

Meira..»

Fengu kennslu frá Heimi Hallgríms

Knattspyrnuskóli var starf­ ræktur í Snæfellsbæ helgina 25. til 27. nóvember síðastliðinn. Að knattspyrnuskólanum stóð Ungmennafélagið Víkingur/ Reynir í Íþróttahúsi Snæfells­ bæjar í Ólafsvík. Yfir 70 þátttak­ endur tóku þátt bæði strákar og stelpur frá 7. flokk upp í 2. flokk. Var skólinn og helgin öll hin glæsilegasta, boðið var …

Meira..»

Hólmari í ungmennaráði Menntamálastofnunnar

Sara Rós Hulda Róbertsdóttir, nemandi í 10. bekk í GSS, hefur verið tilnefnd sem fulltrúi í ungmennaráði Menntamálastofnunnar. Var hún tilnefnd af ungmennaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Foreldrar Söru eru þau Róbert Stefánsson og Menja von Schmalensee. Í ungmennaráði Menntamálastofnunnar eru 22 ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Skiptast þau í 12 …

Meira..»

Kör fuku í sjóinn

Um síðustu helgi hvessti nokkuð og á laugardaginn gekk á með mjög hvössum vind­ strengjum. Á bryggjunni í Ólafs­ vík var talsvert af tómum körum sem höfðu lítið að gera í vindinn, á endanum fór svo að kara­stæður fuku um koll og ofan í sjó. Körunum var komið á þurrt …

Meira..»

Hafrannsóknastofnun og Vör í samstarf

Hafrannsóknastofnun, rann­sókna­ og ráðgjafarstofnun hafs og vatna og Vör, sjávarrann­sóknarsetur við Breiðafjörð hafa gert með sér samstarfssamning. Samningur kveður á um sam­starf um sjávarrannsóknir í Breiðafirði. Starfsstöð Haf­rannsóknastofnunar í Ólafsvík og Varar mun verða til húsa í húsnæði Varar í Ólafsvík. Á starfsstöðinni er gert ráð fyrir að minnsta kosti …

Meira..»