Snæfellsbær fréttir

Foreldragreiðslur í Snæfellsbæ

Snæfellsbær samþykkti nýverið að veita foreldrum barna sem bíða þess að komast á leikskóla greiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og dagvistunar á leikskóla. Ekkert dagforeldri er á svæðinu og því eiga sumir engra kosta völ en að vera heima með barn eftir að fæðingarorlofi lýkur þangað til …

Meira..»

Tölulegar pælingar um kosningar

Nú liggja fyrir úrslit í Alþingiskosningum og byrjar þá alvaran. Síðustu tölur komu að morgni 30. október og voru það tölur úr Norðvesturkjördæmi. Á kjörskrá Norðvesturkjördæmis voru 21.479 en kjörsóknin var 17.444 eða 81,2%. Það voru því 4.035 sem ekki greiddu atkvæði. Það eru fleiri en samanlagðir íbúar Stykkishólms, Grundarfjarðar, …

Meira..»

Ályktun Æðarræktarfélags Snæfellinga

Eftirfarandi er ályktun frá Æðarræktarfélagi Snæfellinga sem samþykkt var á aðalfundi 20. október sl. og birtist hér í heild sinni. — Aðalfundur Æðarræktarfélags Snæfellinga skorar á sveitarstjórnir við Breiðafjörð að standa vörð um lífríki Breiðafjarðar og leggjast gegn áformum um stóraukna nýtingu á sjávargróðri án undangenginna rannsókna. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á …

Meira..»

Fjölmenningarhátíð á Snæfellsnesi

Fjölmenningarhátíð var haldin 15. október sl. í Frystiklefanum á Rifi. Var þetta í annað skiptið sem hátíðin var haldin. Að sögn Ragnhildar Sigurðardóttur, framkvæmdastýru Svæðisgarðsins Snæfellsnes, gekk allt saman vonum framar. Fólk mætti af öllu Snæfellsnesi og ætla má að met hafi verið sett í mætingu í Frystiklefann þegar u.þ.b. …

Meira..»

Ekkert ferðaveður

Í tilkynningu frá Vegargerðinni segir að ófært sé nú á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og ekkert ferðaveður. Gert er ráð fyrir hviðum upp í allt að 40m/s á norðanverðu Snæfellsnesi og nær illviðrið hámarki í kvöld. Spáð er að vind lægi með morgninum. Engin kennsla fór fram í Fjölbrautarskóla Snæfellinga …

Meira..»

Lýðræðisvika í FSN

Vafalaust hefur það ekki farið framhjá neinum að Alþingiskosningar eru á næsta leiti. Útlit er fyrir að mikil nýliðun eigi sér stað á þinginu og nýjustu kannanir sýna að mynda verði þriggja flokka stjórn til að ná meirihluta. Sérfræðingar hafa farið mikinn í fjölmiðlum og kafað ítarlega ofan í mál …

Meira..»

Skuggakosningar í dag

Kjörklefar opnuðu hjá nemendum í Fjölbrautaskóla Snæfellinga nú í morgun. Um er að ræða svokallaðar skuggakosningar þar sem framhaldsskólanemendur fá að kjósa þá flokka sem eru í framboði til Alþingis í kosningum 29. október. Kosningar þessar eru liður í átakinu #ÉgKýs sem á að stuðla að meiri kosningaþátttöku ungmenna. Þriðjudaginn …

Meira..»

Rökkurdagar hefjast í dag

Menningarhátíðin Rökkurdagar hefst í dag, miðvikudag, og stendur til laugardagsins 22. október. Er þetta í 15. sinn sem hátíðin er haldin. Breyting er á fyrirkomulagi Rökkurdaga í ár, en nú er hún liður í Opnum október, sameiginlegu verkefni sveitarfélaga Snæfellsness. Opinn október, undir stjórn Svæðisgarðs Snæfellsness, er haldinn til að …

Meira..»

Úrhelli og hviður

Veðurstofa Íslands varar fólk við mikilli rigningu sunnan- og vestantil á landinu í nótt og á morgun. Í tilkynningu er fólk beðið um að huga að niðurföllum og tryggja að vatn komist að þeim. Á þessum árstíma fella tré lauf sem auðveldlega geta stíflað niðurföll með tilheyrandi vatnsskaða. Búist er …

Meira..»

Northern Wave á Rifi

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin helgina 21.-23. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin en hingað til hefur hún farið fram í Grundarfirði. Með auknum ferðamannastraumi reyndist erfitt að fá nægt gistipláss fyrir gesti hátíðarinnar í Grundarfirði og hefur hátíðin því verið færð í Snæfellsbæ. Gestir hátíðarinnar munu gista í ólíkum …

Meira..»