Snæfellsbær fréttir

Allra veðra von

Skjótt skipast veður í lofti á litla Íslandi. Þegar þetta er skrifað varar Veðurstofa Íslands við miklu rigningarveðri á vestanverðu landinu fimmtudaginn 24. nóv. Gert er ráð fyrir miklum leysingum og er fólk beðið um að huga að niðurföllum og hreinsa frá þeim til að fyrirbyggja vatnstjón. Einnig þarf fólk …

Meira..»

Styttan af sjómanninum lagfærð

Nú í haust var ráðist í það verkefni að gera endurbætur á styttunni af sjómanninum í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Þessi stytta er gerð af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal og hann setti hana upp árið 1961. Styttan hefur eðlilega látið á sjá á þessum tíma eða 55 árum. M.a. var sprunga um …

Meira..»

Bland í poka í Grunnskólanum

Föstudaginn 11. nóvember var opið hús í Grunnskóla Snæ­fellsbæjar í Ólafsvík. Þar fengu gestir að skoða afrakstur vinnu nemenda í „Bland í poka” ­ ljósmyndaþema á miðstigi og „Snilldarstund” sem voru ein­staklingsverkefni á unglingastigi. Opið var inn í kennslustofur þar sem nemendur unnu við fjölbreytt verkefni og námsefni, meðal annars …

Meira..»

Blóðsykursmæling í Snæfellsbæ

Lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ stóðu fyrir árlegri blóðsykurs­ mælingu um síðustu helgi í Átt­hagastofu Snæfellsbæjar. Blóð­sykursmælingin hefur verið árlega síðustu ár í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra 14. nóvember. Buðu lionsklúbbarnir upp á þessa fríu mælingu í sam­starfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Snæfellsbæ. Það voru þær Sigrún Erla og Erna Sylvía hjúkrunarfræðingar …

Meira..»

Jólagjafahandbókin komin út

Jólagjafahandbók Snæfellsness 2016 fylgir með Stykkishólms-Póstinum þessa vikuna. Í fyrra kom út samskonar handbók sem innihélt jólagjafahugmyndir frá fyrirtækjum og verslunum Stykkishólmi. Vel var tekið í þá handbók og var því ákveðið að færa út kvíarnar og hafa allt Snæfellsnesið með í ár. Í handbókinni má finna tillögur frá fyrirtækjum, …

Meira..»

Ásbyrgi leitar að húsnæði

Leitað er að húsnæði fyrir starfsemi Ásbyrgis í Stykkishólmi. Ásbyrgi er dagvinnustofa og atvinnutengd úrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu. Í dag er Ásbyrgi staðsett á Skólastíg 11a (gamla skólastjórabústaðnum) og er fyrir löngu búið að sprengja utan af sér. Vinnustofan þarfnast meira pláss með betra aðgengi. Í Ásbyrgi er …

Meira..»

Foreldragreiðslur í Snæfellsbæ

Snæfellsbær samþykkti nýverið að veita foreldrum barna sem bíða þess að komast á leikskóla greiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og dagvistunar á leikskóla. Ekkert dagforeldri er á svæðinu og því eiga sumir engra kosta völ en að vera heima með barn eftir að fæðingarorlofi lýkur þangað til …

Meira..»

Tölulegar pælingar um kosningar

Nú liggja fyrir úrslit í Alþingiskosningum og byrjar þá alvaran. Síðustu tölur komu að morgni 30. október og voru það tölur úr Norðvesturkjördæmi. Á kjörskrá Norðvesturkjördæmis voru 21.479 en kjörsóknin var 17.444 eða 81,2%. Það voru því 4.035 sem ekki greiddu atkvæði. Það eru fleiri en samanlagðir íbúar Stykkishólms, Grundarfjarðar, …

Meira..»

Ályktun Æðarræktarfélags Snæfellinga

Eftirfarandi er ályktun frá Æðarræktarfélagi Snæfellinga sem samþykkt var á aðalfundi 20. október sl. og birtist hér í heild sinni. — Aðalfundur Æðarræktarfélags Snæfellinga skorar á sveitarstjórnir við Breiðafjörð að standa vörð um lífríki Breiðafjarðar og leggjast gegn áformum um stóraukna nýtingu á sjávargróðri án undangenginna rannsókna. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á …

Meira..»

Fjölmenningarhátíð á Snæfellsnesi

Fjölmenningarhátíð var haldin 15. október sl. í Frystiklefanum á Rifi. Var þetta í annað skiptið sem hátíðin var haldin. Að sögn Ragnhildar Sigurðardóttur, framkvæmdastýru Svæðisgarðsins Snæfellsnes, gekk allt saman vonum framar. Fólk mætti af öllu Snæfellsnesi og ætla má að met hafi verið sett í mætingu í Frystiklefann þegar u.þ.b. …

Meira..»