Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Snæfellsbær fréttir

Northern Wave á Rifi

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin helgina 21.-23. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin en hingað til hefur hún farið fram í Grundarfirði. Með auknum ferðamannastraumi reyndist erfitt að fá nægt gistipláss fyrir gesti hátíðarinnar í Grundarfirði og hefur hátíðin því verið færð í Snæfellsbæ. Gestir hátíðarinnar munu gista í ólíkum …

Meira..»

Uppskeruhátíð og maraþon

Fótboltamaraþon fór fram um helgina á vegum Snæfellsnessamstarfsins, var það haldið í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar og í leiðinni voru haldnar uppskeruhátíðir hjá krökkunum og veittar viðurkenningar. Krakkarnir spiluðu fótbolta í 22 tíma og tók meistaraflokkur karla síðustu tvo tímana fyrir þau í Reykjavík þegar þeir spiluðu síðasta leik sumarsins í Pepsídeildinni við Stjörnuna. Grillaðar voru pylsur fyrir krakkana sem þau gæddu sér á, á …

Meira..»

Tillaga að samstarfi hafna

Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 5. október sl. kynnti Gísli Gíslason tillögu vinnuhóps að samgönguáætlun Vesturlands 2017-2019. Í tillögunum má m.a. finna áætlanir um framkvæmdir við hafnir á Vesturlandi. Þar er talið skynsamlegt að hafnir á Snæfellsnesi myndi „…verulega aukið samstarf á grundvelli stefnu varðandi hlutverk hafna á svæðinu.” …

Meira..»

Drög að áætlun um uppbyggingu á ferðamannastöðum

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti drög að áætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, um land allt, til verndar náttúru og menningarminjum. Þar má finna forgangsröðun verkefna sem ráðlagt er að ganga í árið 2017. Mörg verkefni eru á áætlun um land allt og er meðal þeirra stærstu Þjóðgarðsmiðstöð á …

Meira..»

Samgönguáætlun Vesturlands

Á fundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var á Hótel Stykkishólmi 5. október sl. kenndi ýmissa grasa. Gísli Gíslason, formaður vinnuhóps um samgönguáætlun Vesturlands fyrir árin 2017-2029, lagði fram tillögu um samgönguáætlun. Tekið er fram í tillögunum að sveitarfélög á Vesturlandi verði að vera samstíga í samgönguáætlunum sínum. Í …

Meira..»

Snilldarplan

Varla er meira um rætt þessa dagana, að afloknu annasamasta sumri í ferðaþjónustu á Íslandi, hvernig Íslendingum og ferða-mönnum hefur gengið að verða samferða um landið það sem af er. Skrif um ferðaþjónsustu og ferðamenn fylla marga metra á skjám landsmanna og skiptar skoðanir eru eins og gengur. Því er …

Meira..»

Makríldauði í Rifshöfn

Á fimmtudaginn í síðustu viku þann 1. september fór að bera á dauðum makríl í Rifshöfn. Dagana á undan hafði verið mikið af makríl á svæðinu eins og oft áður, hafði enginn orðið var við að neitt væri óeðlilegt fyrr en þennan dag. Ekki er vitað hvers vegna makríllinn dó …

Meira..»

Ungmenni á sjó

Það var líf og fjör um borð í Guðmundi Jenssyni SH í síðustu viku. Með áhöfninni á sjó þennan dag voru þrjú ungmenni þau Mýra Jóhannesdóttir, Kristinn Jökull Kristinsson og Jason Jens Illugason. Notuðu þau síðustu dagana í sumarfríinu til að kynnast því sem fram fer úti á sjó áður …

Meira..»

Talstöðvar að gjöf

Björgunarbátnum Björg barst góð gjöf á dögunum. Það var flutningafyrirtækið Sendó sem færði Björginni 4 VHF hand talstöðvar að gjöf, Sem er af gerðinni Vertex VX-454 frá Ísmar. Munu þær leysa af 4 eldri stöðvar sem voru komnar til ára sinna. Gunnþór Yngvason afhenti talstöðvarnar fyrir hönd eigenda Sendó þeirra …

Meira..»