Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Snæfellsbær fréttir

Ekkert ferðaveður

Í tilkynningu frá Vegargerðinni segir að ófært sé nú á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og ekkert ferðaveður. Gert er ráð fyrir hviðum upp í allt að 40m/s á norðanverðu Snæfellsnesi og nær illviðrið hámarki í kvöld. Spáð er að vind lægi með morgninum. Engin kennsla fór fram í Fjölbrautarskóla Snæfellinga …

Meira..»

Lýðræðisvika í FSN

Vafalaust hefur það ekki farið framhjá neinum að Alþingiskosningar eru á næsta leiti. Útlit er fyrir að mikil nýliðun eigi sér stað á þinginu og nýjustu kannanir sýna að mynda verði þriggja flokka stjórn til að ná meirihluta. Sérfræðingar hafa farið mikinn í fjölmiðlum og kafað ítarlega ofan í mál …

Meira..»

Skuggakosningar í dag

Kjörklefar opnuðu hjá nemendum í Fjölbrautaskóla Snæfellinga nú í morgun. Um er að ræða svokallaðar skuggakosningar þar sem framhaldsskólanemendur fá að kjósa þá flokka sem eru í framboði til Alþingis í kosningum 29. október. Kosningar þessar eru liður í átakinu #ÉgKýs sem á að stuðla að meiri kosningaþátttöku ungmenna. Þriðjudaginn …

Meira..»

Rökkurdagar hefjast í dag

Menningarhátíðin Rökkurdagar hefst í dag, miðvikudag, og stendur til laugardagsins 22. október. Er þetta í 15. sinn sem hátíðin er haldin. Breyting er á fyrirkomulagi Rökkurdaga í ár, en nú er hún liður í Opnum október, sameiginlegu verkefni sveitarfélaga Snæfellsness. Opinn október, undir stjórn Svæðisgarðs Snæfellsness, er haldinn til að …

Meira..»

Úrhelli og hviður

Veðurstofa Íslands varar fólk við mikilli rigningu sunnan- og vestantil á landinu í nótt og á morgun. Í tilkynningu er fólk beðið um að huga að niðurföllum og tryggja að vatn komist að þeim. Á þessum árstíma fella tré lauf sem auðveldlega geta stíflað niðurföll með tilheyrandi vatnsskaða. Búist er …

Meira..»

Northern Wave á Rifi

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin helgina 21.-23. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin en hingað til hefur hún farið fram í Grundarfirði. Með auknum ferðamannastraumi reyndist erfitt að fá nægt gistipláss fyrir gesti hátíðarinnar í Grundarfirði og hefur hátíðin því verið færð í Snæfellsbæ. Gestir hátíðarinnar munu gista í ólíkum …

Meira..»

Uppskeruhátíð og maraþon

Fótboltamaraþon fór fram um helgina á vegum Snæfellsnessamstarfsins, var það haldið í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar og í leiðinni voru haldnar uppskeruhátíðir hjá krökkunum og veittar viðurkenningar. Krakkarnir spiluðu fótbolta í 22 tíma og tók meistaraflokkur karla síðustu tvo tímana fyrir þau í Reykjavík þegar þeir spiluðu síðasta leik sumarsins í Pepsídeildinni við Stjörnuna. Grillaðar voru pylsur fyrir krakkana sem þau gæddu sér á, á …

Meira..»

Tillaga að samstarfi hafna

Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 5. október sl. kynnti Gísli Gíslason tillögu vinnuhóps að samgönguáætlun Vesturlands 2017-2019. Í tillögunum má m.a. finna áætlanir um framkvæmdir við hafnir á Vesturlandi. Þar er talið skynsamlegt að hafnir á Snæfellsnesi myndi „…verulega aukið samstarf á grundvelli stefnu varðandi hlutverk hafna á svæðinu.” …

Meira..»

Drög að áætlun um uppbyggingu á ferðamannastöðum

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti drög að áætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, um land allt, til verndar náttúru og menningarminjum. Þar má finna forgangsröðun verkefna sem ráðlagt er að ganga í árið 2017. Mörg verkefni eru á áætlun um land allt og er meðal þeirra stærstu Þjóðgarðsmiðstöð á …

Meira..»

Samgönguáætlun Vesturlands

Á fundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var á Hótel Stykkishólmi 5. október sl. kenndi ýmissa grasa. Gísli Gíslason, formaður vinnuhóps um samgönguáætlun Vesturlands fyrir árin 2017-2029, lagði fram tillögu um samgönguáætlun. Tekið er fram í tillögunum að sveitarfélög á Vesturlandi verði að vera samstíga í samgönguáætlunum sínum. Í …

Meira..»