Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Snæfellsbær fréttir

Vegakerfið og ástand vega á Vesturlandi

Í dag kom út Hagvísir um umferð og ástand vega á Vesturlandi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sem byggir á staðtölum frá Vegagerðinni og skoðanakönnunum meðal íbúa og fyrirtækja á Vesturlandi. Megin niðurstaðan er sú að íbúar og fyrirtæki á Vesturlandi telja vegakerfið fara versnandi þar en á sama tíma …

Meira..»

Snæfellsjökulhlaup á kjördag

Snæfellsjökulhlaup var háð laugardaginn 24. júní þegar hlaupið var 22 km veglengd frá Arnarstapa til Ólafsvík yfir Jökulhálsveg.  152 hlauparar luku keppni en stærstur hluti hlaupara kom af höfuðborgarsvæðinu.  Úrslit í hlaupinu má sjá hér! Ljósmyndir frá hlaupinu er hægt að skoða á Facebook síðu hlaupsins Mynd: Facebooksíða Snæfellsjökulshlaupsins 2016 …

Meira..»

Sæmundur heiðraður

Menningarnefnd Snæfellsbæjar útnefndi að venju Snæfellsbæing ársins 2016 á 17. júní og veitti honum viðurkenningu. Að þessu sinni var það Sæmundur Kristjánsson. Sæmundur er fæddur og uppalinn í Snæfellsbæ, hann fæddist á Hellissandi en flutti aðeins fjögurra ára gamall á Rif þar sem hann býr enn. Hann lærði í vélsmiðjunni …

Meira..»

Litríkur Útnesvegur

Útnesvegur á milli Rifs og Hellissands er heldur betur líflegur á litinn þessa dagana. Ástæðan er sú að verið er að gera rannsókn á því hvort hægt sé að fæla kríuungana af malbikinu. Það eru þau Kristinn Kristinsson og Hanna Kristrún líffræðingar hjá Vör sjávarrannsóknasetri sem standa að þessari rannsókn. …

Meira..»

Listalíf

Listvinafélag Stykkishólmskirkju hleypir af stokkunum sumardagskrá í Stykkishólmskirkju á 17. júní þegar opnuð verður ljósmyndasýning í safnaðarheimili kirkjunnar, eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu. Tónleikar er fastur liður í starfsemi Listvinafélagsins en einnig tekur félagið virkan þátt í skipulagningu þjóðbúningahátíðarinnar Skotthúfunnar hér í Stykkishólmi. Fyrstu sumartónleikar Listvinafélagsins …

Meira..»

Snæfellsnes, Eyja-, Miklaholts-, og Kolbeinstaðahreppur – straumleysi 10.júní

Raforkunotendur á Staðarsveitar-, og Laugagerðislínu, rafmagnslaust verður aðfaranótt föstudagsins 10. júní frá miðnætti til kl. 07:00 vegna vinnu á 66 kV flutningslínu Landsnets. Búast má við rafmagnstruflunum á norðanverðu Snæfellsnesi á saman tíma. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Meira..»

Fasteignamat hækkar um 4,38% á Snæfellsnesi

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,8% frá yfirstandandi ári og verður 6.293 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2017 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 94,6% eigna en lækkar á 5,4% eigna frá fyrra ári. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra …

Meira..»

Snæfellsnes aðfaranótt 9 júní

Snæfellsnes norðanvert, Staðarsveit, Breiðavík, Eyja-, Miklaholts-, og Kolbeinstaðahreppur – straumleysi Raforkunotendur á Staðarsveitar-, og Laugagerðislínu, rafmagnslaust verður aðfaranótt 9. júní frá miðnætti til kl. 07:00 vegna vinnu á 66 kV flutningslínu Landsnets. Búast má við rafmagnstruflunum á norðanverðu Snæfellsnesi á saman tíma. Rarik biðst velvirðingar ægindum sem af þessu stafa. …

Meira..»

Æfingabúðir í frjálsum 15.-16. júní

SamVest stefnir að því að hafa 2ja daga æfingabúðir fyrir 10 ára og eldri í Borgarnesi 15. – 16. júní nk. Planið er æfing og skemmtun í bland og svo er endað á stuttu æfingamóti á fimmtudeginum. Kristín Halla hefur umsjón með þjálfuninni og einnig höfum við leitað til gestaþjálfara. …

Meira..»