Laugardagur , 17. nóvember 2018

Snæfellsbær fréttir

Stórsveitartónleikar

Stórsveit Snæfellsness hélt tónleika á Uppstigningardag í Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Sveitin undir stjórn Símonar Karls Sigurðarsonar fékk stórsveitarsnillinginn Samúel Jón Samúelsson, „Samma í Jagúar“ til liðs við sveitina á vorönninni. Tónlistin sem flutt var á tónleikunum var eftir meðlimi sveitarinnar, Samma, sem einnig hafði útsett sérstaklega fyrir sveitina og ýmsa aðra. …

Meira..»

Stykkishólmz-Bitterinn sló í gegn

Matarmarkaðurinn Stykkishólmz bitter var haldinn í annað sinn laugardag fyrir Hvítasunnu að þessu sinni niðri við höfn. Það voru þær Theódóra Matthíasdóttir og Sara Hjörleifsdóttir sem sáu um undirbúning markaðsins líkt og í desember s.l. þegar hann var haldinn í Rækjunesinu á Reitarveginum. Reist hafði verið tjald við höfnina og …

Meira..»

Gestastofan í þjóðgarðinum komin inn á fjárhagsáætlun ríkistjórnar

Ársfundur Umhverfisstofnunar var haldinn s.l. föstudag.  Þar ávarpaði Sigrún Magnúsdóttir Umhverfis- og auðlindaráðherra fundinn og sagði m.a.: “Í lok vetrar fékk í hendur ágæta vinnu um hvernig styrkja mætti gott samstarf enn betur á milli Umhverfisstofnunar og Landgræðslunnar . Sameiginlegir snertifletir eru margir og starfsfólk beggja stofnana búa að dýrmætri …

Meira..»

Jón Björnsson nýr þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Jón Björnsson hefur verið ráðinn þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Jón er með BSc próf í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur starfað við landvörslu í Hornstrandarfriðlandinu frá árinu 2000 og sem sérfræðingur Hornstrandarfriðlandsins 2008-2015. Undanfarið rúmt ár hefur hann unnið sem sérfræðingur á Suðurlandi og Friðlandi að Fjallabaki …

Meira..»

Æfing og mót hjá SamVest

Föstudaginn 22. apríl sl. var haldin samæfing í frjálsum íþróttum á vegum Sam-Vest. SamVest er samstarf í frjálsum íþróttum milli sjö héraðssambanda á Vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Fyrir ári sömdu SamVest og frjálsíþróttadeild FH um samstarf og eru samæfingar nú haldnar 3svar á vetri í nýju frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika …

Meira..»

Góð afkoma af rekstri Snæfellsbæjar

Fimmtudaginn 7. apríl 2016 var ársreikningur Snæfellsbæjar 2015 afgreiddur í bæjarráð til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Eins og sveitarstjórnarlög kveða á um, skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn. Fyrri umræða um ársreikninginn var fimmtudaginn 7. apríl 2016 og síðari umræða verður miðvikudaginn 4. maí n.k. Ársreikningurinn er …

Meira..»

Upplestrarkeppnin

Þann 6. apríl var stóra upplestarkeppnin haldin í GSnb. Þar spreyttu 20 nemendur 7. bekkjar sig í að lesa upp sögur og ljóð fyrir fullan sal af fólki. Dómarar, þau Gunnsteinn Sigurðsson, G. Sirrý Gunnarsdóttir og Helga Guðjónsdóttir, áttu ekki auðvelt starf fyrir höndum. Nemendur stóðu sig með stakri prýði …

Meira..»

Kári III til heimahafnar

Nýr bátur kom til Rifshafnar á síðasta sunnudag. Báturinn er af gerðinni Sómi 990 sem er stærsti sómi í þessum flokki, hann er 9.98 metrar mesta lengd og 2.61 metrar á breidd. Hann fékk nafnið Kári lll, hann er búinn 500 hö Volvo penta vél. Kári III var smíðaður 2013 …

Meira..»

Lífsbjörg endurnýjar bíl

Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ fékk afhentan nýjan bíl um síðustu helgi. Var af því tilefni haldin veisla í tilefni dagsins í Björgunarstöðinni Von þar sem styrktaraðilum og bæjarbúum var boðið að skoða bílinn og gleðjast með björgunarsveitinni. Bíllinn er VW Caravelle árgerð 2016, tekur hann 9 manns í sæti. Bíllinn …

Meira..»