Snæfellsbær fréttir

Endurbyggingu Lárubúð lokið

Þeir voru ófáir sem lögðu leið sína í „Láru Bjarnabúð” í síðustu viku. Höfðu margir sýnt áhuga á að skoða húsið eftir miklar endurbætur sem gerðar hafa verið á þessu gamla húsi sem stendur við Ennisbraut 2 í Ólafsvík. Það er hverju bæjarfélagi ómetanlegt þegar gömul hús og sérstaklega þau …

Meira..»

ATON sýning

Norska húsið hefur sett upp sýningu um húsgagnasmiðjuna Aton sem rekin var um árabil hér í Stykkishólmi. Margar gerðir húsgagna eru til sýnins og saga Aton rakin. Að undirbúningi kom fjölskylda Dagbjarts Stígssonar sem var stofnandi Aton en einnig var Sigríður Hanna Jóhannesdóttir ötul að safna saman munum á sýninguna. …

Meira..»

Útskrift frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Föstudaginn 27. maí braut-skráðist 21 nemandi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félagsfræðabraut brautskráðust þau Arna Dögg Hjaltalín, Berglind Muller, Hilmar Orri Jóhannsson, Matthías Fred Eggertsson og Sæþór Sumarliðason. Af náttúrufræðibraut brautskráðust Agnes Eik Sigurjónsdóttir, Aldís Ásgeirsdóttir, Anna Kara Eiríksdóttir, Gréta Sigurðardóttir, Íris Dögg Skarphéðinsdóttir, Jóhann Kristófer Sævarsson, Katrín Eva Hafsteinsdóttir, Kristófer …

Meira..»

Sjómannadagsblað

Sjómannadagsblað Snæfells-bæjar kemur út nú í vikunni fyrir sjómannadag. Það byrjar á hugvekju eftir sr Karl V Matthíasson og ávarp er frá Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra. Í blaðinu að þessu sinni er ma. viðtal við Hermann Magnússon sjómann í Ólafsvík og konu hans Svanhildi Pálsdóttur en hann er 70 ára …

Meira..»

Sumarleikár Frystilefans hafið

Í sumar verða fimm leiksýningar á viku í Frystiklefanum og verða því á bilinu 75-90 talsins í sumar. Sýningarnar verða ýmist sýndar á íslensku eða ensku og hægt er að sérpanta sýningar. 4 atvinnuleikarar hafa verið ráðnir til Frystiklefans til að taka þátt í sýningunum í sumar. Frystiklefinn heldur því …

Meira..»

Námskeið í steinhöggi

Síðast liðna helgi var haldið námskeið í steinhöggi á Snæfellsnesi. Það fyrsta á Íslandi svo vitað sé til. Vonir eru bundnar við meira samstarf á þessu sviði í framtíðinni, t.d. í samvinnu við skóla á Snæfellsnesi, útilistaverk og skapandi ferðaþjónustu. Leiðbeinandi er Gerhard König högglistamaður. Markmið námskeiðsins var að virkja …

Meira..»

Stórsveitartónleikar

Stórsveit Snæfellsness hélt tónleika á Uppstigningardag í Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Sveitin undir stjórn Símonar Karls Sigurðarsonar fékk stórsveitarsnillinginn Samúel Jón Samúelsson, „Samma í Jagúar“ til liðs við sveitina á vorönninni. Tónlistin sem flutt var á tónleikunum var eftir meðlimi sveitarinnar, Samma, sem einnig hafði útsett sérstaklega fyrir sveitina og ýmsa aðra. …

Meira..»

Stykkishólmz-Bitterinn sló í gegn

Matarmarkaðurinn Stykkishólmz bitter var haldinn í annað sinn laugardag fyrir Hvítasunnu að þessu sinni niðri við höfn. Það voru þær Theódóra Matthíasdóttir og Sara Hjörleifsdóttir sem sáu um undirbúning markaðsins líkt og í desember s.l. þegar hann var haldinn í Rækjunesinu á Reitarveginum. Reist hafði verið tjald við höfnina og …

Meira..»

Gestastofan í þjóðgarðinum komin inn á fjárhagsáætlun ríkistjórnar

Ársfundur Umhverfisstofnunar var haldinn s.l. föstudag.  Þar ávarpaði Sigrún Magnúsdóttir Umhverfis- og auðlindaráðherra fundinn og sagði m.a.: “Í lok vetrar fékk í hendur ágæta vinnu um hvernig styrkja mætti gott samstarf enn betur á milli Umhverfisstofnunar og Landgræðslunnar . Sameiginlegir snertifletir eru margir og starfsfólk beggja stofnana búa að dýrmætri …

Meira..»